Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 12
FULLTRÚAR Alþjóðasam-bands Rauða krossins ogRauða hálfmánans vinnanú baki brotnu að hjálpar-starfi í Afganistan. Í þessu stríðshrjáða landi, sem bókstaflega var lagt í rúst, sjást hvarvetna merki ófriðar sem varaði í 24 ár. Afganistan nýtur þess vafasama heiðurs að vera fremst í hópi landa þar sem flestar jarðsprengjur eru grafnar og ósprungnar sprengjur liggja í jörð. Þau sem næst koma eru Kambódía, Angóla og Bosnía. Þessi duldu og sívirku morðtól ógna lífi og limum fólks svo lengi sem þau eru ekki gerð óvirk. Meðal hlutverka hjálparstarfs- manna er að vekja heimamenn til vitundar um sprengjuhættuna sem svo víða leynist og safna upplýsing- um um sprengjur fyrir sérfræðinga sem gera tólin óvirk. Vítisvélarnar fara ekki í mann- greinarálit og limlesta eða drepa óbreytta borgara ekki síður en her- menn, konur og börn jafnt og víg- reifa karla. Þeir sem komast af missa gjarnan einn eða fleiri útlimi og eru oft lengi að gróa sára sinna. Svo blasir eymdin við, því þjóðfélag- ið er illa í stakk búið til að hjálpa hinum fötluðu. Von um betra líf og framtíð Rauði krossinn og Rauði hálfmán- inn hafa útvegað fórnarlömbum jarðsprengna gervilimi og endur- hæfingu. Þetta gefur þúsundum afganskra fórnarlamba jarð- sprengna von um betra líf og fram- tíð. Khir Mohammed trésmiður er fyrirvinna átta manna fjölskyldu. Þau áttu hús sem lenti á stríðsátaka- svæði. Þegar víglínan færðist komst Khir aftur heim og hugðist gera við húsið, sem hafði skemmst í átökun- um. Hann vissi ekki að einhverjir höfðu grafið jarðsprengju við úti- dyrnar. Khir steig á sprengjuna og missti báða fætur. Síðan eru liðin átta ár. Khir lá lengi á sjúkrahúsi og greri um síðir sára sinna. Svo fékk hann gervifætur og fór í endurhæf- ingu fyrir tilstilli Rauða krossins. Í fyrra gat hann farið að vinna lítið eitt, en ekki í sama mæli og áður. Vinir hans og fyrrum starfsfélagar hafa útvegað honum auðveld verk- efni. Þegar ég hitti hann var hann að leiðbeina nemendum í iðnskóla í Kandahar. Þangað kemur hann einu sinni í viku og sinnir stundakennslu. Khir hefur náð það góðu valdi á gervifótunum að hann getur gengið án þess að styðjast við stafi eða hækjur. Þrátt fyrir velvild og stuðn- ing hjálparstofnana breytti fóta- missirinn lífi Khirs og fjölskyldunn- ar til frambúðar. Fyrir 17 árum gegndi Esmatullah herþjónustu. Einu sinni átti hann leið yfir opið svæði, utan vígvallar- ins, sem átti að vera laust við sprengjur. Raunin er hins vegar sú að jarðsprengjur geta leynst hvar sem er. Sagt er að meðan her Sovét- ríkjanna sálugu barðist í Afganistan hafi hann dreift jarðsprengjum handahófskennt úr þyrlum. Aðrir stríðsaðilar lögðu einnig sitt af mörkum við að dreifa þessum vítis- vélum. Esmatullah steig á sprengju og missti annan fótinn við hné. Hann lá níu mánuði á sjúkrahúsi og fékk svo gervifót frá Rauða krossinum. Þrátt fyrir það var hann óvinnufær í mörg ár og lengi að ná aftur vinnuþreki. Esmatullah fékk aðstoð Rauða krossins til að stofna lítið hjólbarða- verkstæði og hefur nú rekið það í þrjú ár. Þannig getur hann aftur séð sér og sínum farborða. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Hættuspor Jarðsprengjur eru eitthvert ógeðslegasta erfðagóss stríðsátakanna í Afganistan. Þorkell Þorkelsson ljósmyndari er nýkominn frá þessu stríðshrjáða landi þar sem sprengjuhættan leynist svo víða. Gervilimasmiður á endurhæfingarstöð Rauða krossins skammt frá Nahrin, norður af Kabúl. Gervilimasmiðir hafa haft nóg að gera í Afganistan því margir þurfa á aðstoð þeirra að halda. Esmatullah missti fótinn þegar hann steig á jarðsprengju fyrir 17 árum. Hann stofnaði hjólbarðaverkstæði fyrir þremur árum og fékk til þess vaxtalaust lán frá Rauða krossinum. Khir Mohammed trésmiður missti báða fætur þegar hann steig á jarðsprengju sem var grafin utan við íbúðarhús hans. Nú stundar hann íhlaupavinnu og stundakennslu í iðnskóla í Kandahar. Leiðin til endurhæfingar fyrir fórnarlömb jarðsprengna er löng og ströng. Þeir sem fá gervilimi og endurhæfingu mega teljast heppnir því margir eru á biðlista. Gervilimirnir gera fórnarlömbunum lífið bærilegra og auka möguleika á að þau geti séð fyrir sér og fjölskyldum sínum. Höfundur fór til Afganistans á vegum Rauða kross Íslands. 12 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.