Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Heim úr fjöllum hefur Petra hingað borið mikið safn Aldrei sérðu annað betra engu er þessi garður jafn. (Sr. Hjálmar Jónsson.) Íævintýrum og goðsögnum seg-ir oft frá töfraborgum í fjöll-um, fjallaturnar og klettargeyma mikilleik og fegurðnáttúrunnar. Fjallahringir með stórkostlegum tindum um- kringja firði og mynda skjaldborg. Sumir láta sér nægja að horfa og fylgjast með litabreytingum árstíð- anna þegar morgunglóðin lýsir upp fjöllin sem sofa aldrei. Stjörnurnar og tunglið leika sér oft með skugga tindanna, norðurljósin dansa með þeim og endurspegla fjörið á sléttum firðinum. Einn slíkra staða er Stöðvarfjörð- ur. Frá náttúrunnar hendi er fjalla- hringurinn stórfenglegur. Hér þurfa menn engin málverk, segja heima- menn. Þeir sem hér búa vita þó öðr- um fremur hver á mestan þátt í að koma „staðnum á kortið“, sé vitnað í mjög háfleyga markaðsorðræðu sem ráðamenn nota á tyllidögum. Það er hún Petra Sveinsdóttir. Sú eðalkona er fæddist á aðfangadag jóla á Bæj- arstöðum við utanverðan Stöðvar- fjörð 1922 er sannkallað jólabarn. Petra Ljósbjörg María var hún skírð. Ég leit inn hjá henni nokkrar kvöldstundir og við áttum spjall sam- an. „Petru nafnið kemur frá ljósmóð- urinni, hjálparhellunni okkar Stöð- firðinga. Hún var móður minni mjög kær og öllum hér,“ segir Petra. Petra ljósmóðir var Jónsdóttir gift Carli Guðmundssyni kaupmanni hér á Stöðvarfirði og á skrifstofu hrepps- ins er rammi útskorinn af Ríkharði Jónssyni, myndhöggvari frá Djúpa- vogi, með ljóði um Petru Jónsdóttur ort af Þorsteini Mýrmann, það er mikill dýrgripur. Foreldar Petru Sveinsdóttur byggðu Árbæ í þorpinu upp úr 1930. Öll hús fengu nöfn, ekki götuheiti. Systkinin í Árbæ urðu fjögur, elstur var Björgólfur þá Elsa svo Margrét og yngst Petra. „Björgólfur bróðir minn átti af- mæli á jóladag, ég á aðfangadag. Þegar ég fermdist sendi Björgólfur bróðir minn mér skeyti með ferming- arheitinu mínu og myndum eftir hann sjálfan, það verk hangir yfir rúminu mínu.“ Höfundur þessa greinarstúfs, ný- ráðinn sveitarstjóri, fylgdi Petru inn á heimilið og leit dýrgripinn augum, það fer ekki milli mála að hún Petra er með söfnunaráráttu, steinar í hill- um um alla veggi, steinarnir sumir sundurskornir og slípaðir í öllum regnbogans litum. Allir steinarnir eru merktir. Bergkristallar, jaspis, agat, hrafntinna, sykurberg, opal, onyx, zeolit, glópagull, steingerving- ar, geislasteinar, stílbít, kalsedon og kalsírós sé aðeins gripið í nokkur nöfn. Inni á milli steinanna eru þakkar- bréf frá vísindamönnum, tilkynning um fálkaorðu frá Vigdísi Finnboga- dóttur, hlýlegt bréf frá dr. Ólafi og Dorrit, spil, lyklakippur, skeljar, bækur, myndir af bekkjarsystrum frá Húsmæðraskólanum á Blönduósi og hvaðeina. Allt hefur sitt gildi og fyrr en varir er allt orðið lifandi, bæði grjótið sem og aðrir hlutir. Þar eru glasamottur úr steinum límdum saman, marglita og borð úr steinum. Fjölskylda Petru slípar þá til og smíðar utan um þá. „Þetta er löngu orðið að heimilis- iðnaði hjá okkur,“ segir Petra. „Þetta er sennilega í genunum, fjölskyldan mín erfir þessi ósköp. Heimilisiðnað- ur er fjölskylduiðnaður,“ segir Petra. Steinaamma Hún gengur undir nafninu steina- amma hjá barnabörnum. Sonur Petru, Sveinn, býr í nágrenninu og kvöldið er þetta er skrifað sat hann úti á stétt að dunda við að smíða borð. Ég kastaði á hann kveðju og hann býður til stofu og sýnir mér nýjasta meistarastykkið sitt úr ís- lensku bergi. Borðplata úr jaspisi, agati, bergkristöllum og fleiri stein- um, slípaðir af honum og límdir hag- anlega saman. Sonardóttir Petru, Anna María Ingimarsdóttir sendi henni ljóð á unga aldri og steinaamma geymir: Amma geingur um fjöllin há Alskonar steina hún lítur á. Ekki alt hún tekur því er nú ver því bak hennar það ekki lengur ber. Svo hún bíður þar til hún aftur þangað aftur fer og tekur það sem eftir er. (Anna Maria Ingimarsdóttir.) Hún Petra nálgast fjöllin og átt- haga á annan hátt en flestir. Snemma fór hún að leita að gersemum fjallanna og í fjörunni. Hún ræktaði garðinn sinn á magnaðan hátt. Fljót- lega varð Steinasafn Petru til. Hún og eiginmaðurinn Jón Ingimundar- son (nú látinn), og fjölskylda hafa náð að byggja upp eitt merkasta safn sinnar tegundar í veröldinni. Þau hjónin byggðu hús sitt innarlega í þorpinu og skírðu Sunnuhlíð. Söfn- uninn varð að ástríðu, allt var geymt, flokkað og pússað. Allir fjölskyldu- meðlimirnir, amman, börnin, tengda- börn, barnabörn rækta garðinn. Síðar spurðist safnið hennar út. Hróðurinn sem hún hefur byggt upp er ódauðlegur og er á hillum, úti á túni, á stéttinni, inni á milli steina mjá sjá gamla mjólkurbrúsa, gamlar Avery-frystihúsavogir, álfa úr stein- um, húsdýr úr steinum svo eitthvað sé upptalið. Fyrir utan eldhúsgluggann er hettusöngvari og fylgist með öllu innandyra en Petra ræðir við gesti sína af hispurleysi án allrar feimni, hún býður upp á kaffi og segir: „Það eru að fæðast kleinur. „Sérðu,“ segir hún – „þessi skeiða- karfa er orðin ansi gömul, þar eru te- skeiðarnar.“ Uppi á hillu í eldhúsinu er fallegt kaffistell, hún sér um leið að gest- urinn horfir á stellið, „þetta er brúð- kaupsgjöf foreldra minna,“ segir safnarinn um leið. Það er mikill gestagangur hjá henni og allir sitja og spjalla. Vel á annan tug þúsunda manna koma ár- lega. Fjölskyldan sér um safnið ef sú gamla skreppur frá. „Þar sem maður kemur að læstum dyrum þar er maður óvelkominn.“ Fátt er henni óviðkomandi sé landsleikur framundan í knattspyrnu þá skellir hún sér á hann. Fer að morgni og heim eftir leik. Gesturinn verður steinhissa en Petra, sem fyrr slær á létta strengi. „Þegar fólk segist vera þreytt á að ferðast verð ég alltaf jafn hissa, það er svo skemmtilegt að ferðast.“ Sjálf segist hún halda með Wolves í ensku deildinni og keypti búninga á barnabörn sín gegnum bækling og gaf þeim í jólagjöf fyrir meira en tveimur áratugum. Nú leikur einn Íslendingur með Wolves, sonarsonur hennar hann Ívar Ingimarsson. „Heldurðu ekki að ég sé orðin gal- in, kerling að verða komin á níræð- isaldur og er vitlaus í fótbolta. Ég fór til Englands til að horfa á leik og son- arsonur minn var kosinn maður leiksins,“ segir sú gamla með stolti. „Það er svo margt skemmtilegt að gerast nú til dags. Nú síðast hringdi hún Vilborg Halldórsdóttir, leikkona og fararstjóri, í mig og bað mig að leika í Kaldaljósi. Ég horfði út á Seyðisfjörðinn og fylgdist með bát koma að landi, það telst varla stór- leikur að standa upp á annan endann og skima til hafs.“ – Unnur barnabarn hennar fékk leikmuni hjá Petru í bíómyndina sem tekin var upp á Seyðisfirði . „Ég vona að þeir geti notað eitt- hvað af þessu dóti í myndinni. Það sýnir að safnarar hafa tilgang,“ segir sú síunga. Fljótlega eftir að hafa hitt Stöð- firðinga verður maður var við það stolt og þá gleði sem heimamenn bera vegna hennar og fátt er skemmtilegra en að ræða við hana eða um hana. Hún er bókstaflega mesta gersemin. Í óteljandi gestabókum á heimilinu í Sunnuhlíð skilja sumir eftir sig minningar. Einn heimamaður hér á Stöðvar- firði skrifaði í eina gestabókina. Þar upp að vaxa okkur hollt flest undir stöndum nafni Mest er Stöðvarfjarðar stolt í steina-Petru safni. (Björn Hafþór Guðmundsson.) Einn Skagfirðingur skrifar. Stanzað hér í skógarsal sólskinsferð er nafnið fyrir kaffið kvittað skal og komuna í safnið. (Kristján Stefánsson frá Gilhaga.) Ég sagði Petru að ég ætlaði að skrifa um hana grein og hún svaraði að bragði: „hafðu greinina stutta, vinur, og skilaðu kveðju frá mér um að óska landsmönnum öllum gleði- legra jóla.“ – Vitlaus í fótbolta Petra Sveinsdóttir á Stöðv- arfirði er hvað þekktust fyr- ir steinasafn sitt, en Petra varð áttræð á aðfangadag. Einar Garðar Hjaltason brá sér í heimsókn til Petru og komst m.a. að því að hún lætur landsleiki í fótbolta ekki framhjá sér fara. Petra Sveinsdóttir í steinagarði sínum ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og Dorrit Moussaief, heitkonu hans. Höfundur er sveitarstjóri Stöðvarhrepps. FLUGELDASALA GLÆSILEGAR SKOTKÖKUR FLUGELDAR OG FJÖLSKYLDUPAKKAR RISA SKOTKÖKUR 70 - 104 SKOTA, 24 KG 1½" OG 1¾" HÓLKAR SÖLUSTAÐUR: FAXAFEN 10 HÚSI FRAMTÍÐARINNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.