Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ J ÓLAFRUMSÝNING Þjóðleikhússins á söngleiknum Með fullri reisn hefur vakið upp að nýju hjá undirrituðum umhugsun um stefnu þessa flaggskips íslenskrar leiklistar og hversu ein- kennilega dreifðar áherslurnar virðast vera, stundum er stefnt þangað, síðan hingað, svo aftur til baka, þá aðeins áfram og kannski er niðurstaðan sú að sífellt er siglt í hringi þegar stefnan er tekin út og skoðuð yfir lengra tímabil. Aldrei er spurt í alvöru hvaðan lagt var upp og hvert ferðinni sé heit- ið. Kannski röng spurning. Forsendurnar sem Þjóðleikhúsið er list- rænt rekið eftir er að finna í lögum um Þjóð- leikhús sem samþykkt voru breytt og endur- skoðuð af Alþingi 1998. Þá höfðu lögin um leikhúsið staðið óbreytt frá því þau voru smíðuð í upphafi í lok 5. áratugarins. Á það hefur verið bent að allar samfélagslegar for- sendur fyrir stofnun og rekstri Þjóðleikhúss- ins árið 1950 voru allt aðrar þá en nú ríflega 50 árum síðar; Þjóðleikhúsið var fyrsta atvinnuleik- húsið á Íslandi og fram- boð á sjónrænu efni hvergi til staðar nema í kvikmyndahúsum. Hugsjón þeirra sem barist höfðu fyrir stofnun Þjóðleikhúsins um ára- tugaskeið var sú að með því skapaðist kjöl- festa listræns sjálfstæðis þjóðarinnar, vitund þjóðarinnar um nýfengið efnahagslegt og pólitískt sjálfstæði væri grundvölluð á menn- ingarlegri sannfæringu um eigin getu til að skapa efni úr eigin jarðvegi á eigin tungu- máli. Jafnframt var litið svo á og á það lögð áhersla í fyrstu lögum um Þjóðleikhúsið að þar gæfist þjóðinni tækifæri til að kynnast því besta úr leiklist, sönglist og danslist er- lendra þjóða en þýtt yfir á íslensku og flutt af okkar eigin listamönnum. Þetta var eðlileg krafa um hlutverk Þjóð- leikhússins þegar aðgangur almennings að menningu og listsköpun annarra þjóða var verulega takmarkaður. Nú er öldin önnur í öllum skilningi ogmenningarlegar forsendur fyrirbreyttu hlutverki Þjóðleikhússinsnæsta augljósar. Í fyrsta lagi er Þjóðleikhúsið ekki lengur bundið þeirri menningarlegu upplýsingaskyldu sem það hafði í upphafi og hefur í rauninni gegnt ágætlega lengst af. Í öðru lagi er full ástæða til að skilgreina upp á nýtt hvað felst í því að Þjóðleikhús skuli vera „musteri íslenskrar tungu“ með því menningarlega varðveislu- hlutverki sem í því er fólgið. Það telst ekki lengur til neinna menningarlegra tíðinda að erlent leikverk skuli leikið á íslensku. Það er í sjálfu sér aðeins stigsmunur fremur en eðl- ismunur á slíkum flutningi og öllu því textaða leikna efni sem flutt er daglega á sjónvarps- stöðvum landsins. Þetta „musterishlutverk“ verður í dag fyrst og fremst rækt með stöð- ugum og markvissum flutningi nýrra ís- lenskra leikverka þar sem öll áhersla er lögð á frumsköpun allra þátta leiksýningar; kunn- áttan er fyrir hendi, listræn geta til allra hluta einnig. Í þriðja lagi ætti Þjóðleikhúsið ekki lengur að standa í óperuflutningi þegar vel á annað hundrað milljónir eru lagðar ár- lega í rekstur Íslensku óperunnar. Vandinn við umræðuna um Þjóðleik-húsið okkar og leikhúslífið á Íslandialmennt er hversu bundin hún ervið mat á vinsældum og aðsókn. Hér hefur á undanförnum árum orðið til sú krafa í opinberri umræðu um leiklist að leik- hús eigi að að geta rekið sig sjálft. Leikhús sem þurfi á opinberum stuðningi að halda sé illa rekið leikhús. Þessu fráleita sjónarmiði hefur jafnvel orðið svo vel ágengt að leik- húsfólk hefur orðið að eyða miklu af orku sinni og tíma í að hrinda af höndum sér klisjukenndu markaðskenningablaðri um framboð og eftirspurn, líkt og leiklist sé í engu frábrugðin allri söluvöru, hvort heldur er tannkrem, sápa eða kex. Þannig hefur Borgarleikhúsinu verið legið á hálsi fyrir slæman rekstur þar sem ekki hafi tekist að selja vöruna sem þar var í boði; sölumennsk- unni er semsagt ábótavant, sannfæringar- kraftinn hafi vantað og þess vegna hafi hallað undan fæti. Sannleikurinn er auðvitað sá, eins og leikhússtjóri Borgarleikhússins hefur ítrekað bent á, að það leikhús sem LR er krafið um að reka krefst meiri fjármuna en eigandinn, Reykjavíkurborg, er tilbúinn að láta af hendi. Metaðsókn að fjölda sýninga ár eftir ár hefur engar lausnir veitt við spurn- ingunni um hvers konar leikhús og með hversu stórri áhöfn skuli rekið í Borgarleik- húsinu. Hið sama má raunar segja um Þjóð-leikhúsið, því að þrátt fyrir ríflegatvöfalt hærri fjárveitingu tilrekstrarins en Borgarleikhúsið nýtur, og þrátt fyrir endalausa „metaðsókn“ á þessa og hina sýninguna, er fjárhagsstaða Þjóðleikhússins ekki góð. Þeir peningar sem leikhúsið fær og aflar eru nýttir upp til agna í starfsemina. Og dugar ekki alltaf til þrátt fyrir að um 70 þúsund manns komi árlega í leikhúsið. Ástæðan er einföld. Fjöldi sýning- argesta er ekki hinn hluti jöfnunnar um fjár- hagslegt jafnvægi í leikhúsrekstri nema þeg- ar gert er útá eina sýningu í senn, með áhættufjármagni þar sem annaðhvort fæst gróði eða tap. Við höfum séð ýmis dæmi um slíkt í leikhúslífinu á undanförnum árum, en merkilegt nokk aldrei í Borgarleikhúsinu eða Þjóðleikhúsinu. Hvers vegna ekki? Jú, ein- faldlega vegna þess að opinberar menningar- og listastofnanir eru ekki reknar með hagnað eða tap í huga. Þar gengur enginn út í lok ársins með hagnaðinn í vasanum eða tapið á bakinu. Þetta eru listastofnanir sem þjóðin hefur komið sér saman um að reka af sam- eiginlegu fé sínu og því má gera aðrar (og meiri) kröfur til þeirra en einkaframtaksins í leikhúsinu. Einhvern veginn hefur það samt æxlast þannig að Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið eru í bullandi samkeppni hvort við annað og alla aðra leiklistarstarfsemi í landinu líka; Borgarleikhúsið er bundið á klafaþeirrar sögu sem Leikfélag Reykja-víkur leggur því á herðar og Þjóð-leikhúsið finnur sér tæplega nothæf- an farveg með þau úreltu sjónarmið sem lögin um leikhúsið leggja því til grundvallar. Með endurskoðun leiklistarlaganna 1998 og sérstaklega kaflans um Þjóðleikhúsið fór gott tækifæri forgörðum til að skilgreina hlutverk þess upp á nýtt. Jólafrumsýningin á Með fullri reisn býður sannarlega upp á alls kyns orðaleiki um þá reisn sem er yfir Þjóðleikhúsinu með því að skipa vel þekktum söngleik í öndvegi á þessu leikári. Vissulega var það yfirlýst stefna leik- hússins í haust að megináherslan skyldi lögð á ný íslensk leikrit. Það sem af er leikárinu hefur aðeins eitt þeirra komið á svið en vonir standa til að þeim fjölgi eftir því sem sól hækkar á lofti. En ef skoðað er hversu miklu er tjaldað til verður enn sem fyrr niður- staðan að megináherslan er lögð á að sigra í vinsældakapphlaupinu og að viðbættri yf- irgengilegri auglýsingaherferð Þjóðleikhúss- ins vegna frumsýningar á Með fullri reisn er þetta ekkert annað en fullkominn misskiln- ingur á því hvað Þjóðleikhús er og hvað það á að vera. Hér er ekki verið að gera lítið úr hlutallra þeirra ágætu listamanna semkoma að þessari tilteknu sýningu.Sýningin sjálf er í rauninni auka- atriði í þessari umræðu og vonandi að hún gangi vel og að sem flestir sjái hana, hversu undarlega sem sú ósk kann að hljóma í ljósi þess sem á undan er sagt. Málið snýst sem- sagt ekki um einstakar sýningar. Það snýst um þá hugsun sem býr að baki því að Þjóð- leikhúsið skuli vera nýtt sem alþjóðlegur leiklistarstórmarkaður, þar sem sýnishorn af öllu eru til staðar, verðið er lágt og ef ein- hver býður lægra annars staðar eru um- svifalaust gerðar ráðstafanir til að bjóða bet- ur. Skilgreina má Þjóðleikhús okkar Íslendinga sem ríkisleikhús sem rekið er á sömu forsendum og markaðsleikhús. Hin úr- eltu lög um Þjóðleikhúsið ýta í raun enn frekar undir að leikhúsið sé rekið með þess- um sviplausa hætti þar sem öllu ægir saman, í stað þess að breyta lögunum á þann veg að þjóðleikhússtjóra á hverjum tíma væri fyrst og fremst skylt að móta stefnu leikhússins á þann veg að hægt sé að að lesa hana skýrt og greinilega út úr hinu listræna starfi. Það var því kannski ekki nema eðlilegt að eigendur Leikfélags Íslands skyldu telja sjálfsagt að þeir ættu rétt á stuðningi frá rík- inu þar sem þeir gátu með nokkrum rétti fært sönnur á að þeir rækju sams konar leik- hús. Á því var í rauninni enginn hug- myndafræðilegur munur þó að vissulega hafi eignarhaldið verið með öðrum hætti þar sem Þjóðleikhúsið er þegar öllu er á botninn hvolft í eigu ríkisins. Menn spurðu hins veg- ar á móti með hvaða rökum ríkið ætti að taka að sér rekstur á öðru slíku leikhúsi sem að auki var nær bókstaflega í næsta húsi. Stefnu Þjóðleikhússins má í mörgu til-liti líkja við dagskrárstefnu Sjón-varpsins. Afþreyingarsjónvarp meðeinhvers konar menningarlegu og/eða listrænu ívafi. Þetta er í báðum tilfellum of- rausn af hálfu hins opinbera. Ríkið á ekki að verja stórfé árlega til að stytta almenningi stundirnar með þýddu alþjóðlegu afþreying- arefni. Öllu nær væri að verja fjármununum sem lagðir eru í opinberan sjónvarps- og leikhúsrekstur til sköpunar og framleiðslu á innlendu efni, en svo oft hefur sú vísa verið kveðin að ljóst er að pólitískur vilji til upp- stokkunar á stefnu þessara tveggja menning- arstofnana er nákvæmlega enginn. Hvað veldur? Erum við á leiðinni eitthvað? Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Þjóðleikhúsið lýkur sannarlega árinu með fullri reisn. AF LISTUM Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is ÞEIR sem hafa haft er-lenda gesti hjá sérum áramót hafasennilega áttað sig á því hversu sérstök hátíð- arhöld okkar Íslendinga eru á þessum árlegu tímamótum. Stundum er það nefnilega ekki nema fyrir tilstilli auga gestsins sem maður áttar sig á því hvernig eitthvað er í raun og veru. Fyrir tveimur árum heim- sótti írsk vinkona mín mig um áramótin og samhliða upp- lifun hennar náði ég að skoða gamlárskvöldsbrjálæðið í okkur úr smáfjarlægð. Það skal tekið fram að þessi vin- kona mín er algjört partýdýr, veit fátt skemmtilegra en stuð og læti, og partýin sem ég hef verið í heima hjá henni á Írlandi hafa verið með allra trylltasta móti. Hún mætti hingað milli jóla og nýárs og var ég búin að segja henni að gamlárskvöld hérna væri nokkuð mikið brjálað. Að all- ir, á hverju einasta heimili, keyptu flugelda, og flestir helling af þeim, og að allir, á hverju einasta heimili, sprengdu svo þessa flugelda á sama klukkutímanum, allt á milljón, alveg brjálað. Hún sagði bara „vá en spennandi, ég hlakka ekkert smá til! Jibbí, þvílíkt stuð“. Daginn fyrir gamlársdag voru svo einhverjir byrjaðir að sprengja eitthvað smá eins og venjulega og þegar hún heyrði fyrstu hvellina hrökk hún í kút og spurði hvað þetta væri eiginlega. Ég svaraði sem var að þetta væri for- smekkurinn að því sem koma skyldi og hún horfði á mig hissa og sagði: „Er fólk í al- vörunni að sprengja flugelda sjálft? Ég hélt að þú hefðir verið að djóka.“ „Nei,“ sagði ég, „ég var aldeilis ekki að djóka, það sprengja allir! Lítil börn ganga um með hlífð- argleraugu og kveikja í stórum rakettum.“ En hún hélt áfram að hlæja að mér, trúði þessu ekki ennþá, og til að gera henni grein fyrir al- vöru málsins, svo hún fengi nú ekki algjört áfall þegar stóra stundin rynni upp, fór ég með hana á flugeldasölu. Þegar þangað kom sáum við varla neitt fyrir mannþröng- inni og ég tilkynnti henni að hérna væri þetta, hérna keypti fólk flugeldana, allir, hvert einasta heimili. Hún horfði hissa og hálfhlæjandi á fjölskyldufeður berjast gegn- um þvöguna með mannhæð- arháu fjölskyldupakkana, og ég sagði: „Bíddu bara þangað til þú sérð þá sprengja þetta.“ Fjölskyldan borðaði hátíð- armatinn og fór svo út að brennu. Þegar við komum að brennunni, þar sem börn, unglingar og fullorðnir voru með blys og ýlur og litlar rak- ettur, horfði hún á mig for- viða og sagði: „Ertu að f… ing grínast? Þetta endar bara með ósköpum! Ég þori ekki að koma nálægt þessu fólki.“ Ég sannfærði hana um að þetta væri í lagi, sjálf væri ég mjög varkár og hrædd að eðl- isfari en þetta væri ekkert til að óttast, og dró hana nær brennunni. „Þið eruð öll alveg snar,“ muldraði hún, rölti á eftir mér og ég reyndi að dreifa athygli hennar með því að benda henni á nokkra stjórnmálamenn sem ég var nokk viss um að kæmu í skaupinu. Þannig gat hún svo haft örlítið gaman af því, þó svo að henni fyndist alveg hreint merkilegt að hvert ein- asta mannsbarn á landinu sæti í alvörunni límt fyrir framan sjónvarpið þessa sömu klukkustund. Einnig þótti henni merkilegt að hafa skömmu áður séð í eigin per- sónu nokkra þeirra sem voru í „aðalhlutverki“ í þessum und- arlega sjónvarpsþætti. „Þið eruð ekkert að grínast með smæðina.“ Eftir skaupið var svo rokið af stað í fjölskylduboð í ná- grenninu þar sem nokkrir einstaklega sprengjuglaðir frændur (og ein frænka) ráða ríkjum. Þar er yfirleitt háð smákeppni við annað álíka sprengjuglatt lið í næstu götu og hvert ár reyna þau að toppa hvert annað (við vinnum náttúrlega alltaf …). Á leiðinni þangað var vinkona mín frekar þögul og hélt áfram að muldra: „Þetta er það klikkaðasta sem ég hef lent í.“ Bílnum var lagt í hæfi- legri fjarlægð og við hlupum í gegnum sprengjuregnið upp tröppurnar að húsinu þar sem við bættumst í hóp ættingja á aldrinum 0 til 80 ára sem dáð- ust að aðförum sprengju- meistaranna og létu velþókn- un sína í ljós með hrópum og lófataki. Þar á meðal var níu mánaða frændi sem hló og skríkti í hvert sinn sem heyrðist hár hvellur. „Þetta er í genunum á ykkur,“ sagði vinkonan og horfði svo á mig ákveðin, „en ég ætla ekki að vera meiri auli en ungbarnið.“ Smátt og smátt var sem mót- staðan og vantrúin rynni af henni, „hey þetta er bara nokkuð mikið stuð“, og áður en ég vissi af var hún komin fremst í hópinn þarna á stiga- pallinum og öskraði manna hæst þegar sprengjurnar sprungu. Það sem eftir lifði kvölds var vinkona mín í fullkominni sæluvímu. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef lent í,“ sagði hún aftur og aft- ur. Við fórum á ball og það eina sem hún gat sagt var: „Þetta er allt svo æðislegt.“ Þegar líða tók á nóttina kom hún til mín brosandi út að eyrum: „Það er nú meira hvað þú ert alltaf lúmsk“, sagði hún og brosti ennþá meira. „Hvað áttu við?“ spurði ég hissa. ,,Þú varst ekkert að segja manni hvað strákarnir á Íslandi eru sætir. Talar bara endalaust um einhverja flug- elda …“ Ó, afsakið strákar, hugsaði ég. „Nú, auðvitað eru þeir sætir,“ sagði ég og reyndi að klóra mig út úr þessu, „ég bara pældi ekki í því að ég þyrfti að taka það fram. Flugeldarnir eiga hug manns allan þessa dagana skilurðu,“ muldraði ég og skildi mig varla sjálf. Leit svo í kringum mig og sá með aug- um hennar hvað þessi gömlu góðu andlit sem maður hefur séð hundrað sinnum áður (blessuð smæðin) eru nú … ja, sæt. Birna Anna á sunnudegi Morgunblaðið/Jóra Glöggt er gests augað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.