Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.12.2002, Blaðsíða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 1. DONNIE DARKO – Richard Kelly Frumraun hins unga leikstjóra Rich- ards Kelly er tvímælalaust kvik- myndaupplifun ársins. Í myndinni setur Kelly fram haganlega spunna fantasíu um líf, dauða og örlög hvers og eins, á meðan frásagnarrýmið er nýtt til þess að rýna í norm hins bandaríska borgaralega veruleika. Kvikmyndamiðillinn er hér nýttur til hins ýtrasta, sjónræn framvinda, tónlist, texti og leikur skapa ríkulega heild sem morar af textatengslum við aðrar kvikmyndir og þá afþreying- armiðla sem móta umhverfi nútíma- mannsins. 2. LANTANA – Ray Lawrence Þessi vandaða ástralska kvikmynd er ein af þeim sögum sem sitja eftir í manni og gleymast seint. Frábærir leikarar, á borð við Geoffrey Rush, Anthony LaPaglia og Barbara Hershey, gæða þessa spennu- þrungnu sögu um mannleg samskipti lífi. 3. THE BELIEVER – Henry Bean Áhugaverð hugmyndafræðileg stúdía á gyðingdómi og vestrænum samfélagsviðhorfum við upphaf 21. aldar. Leikarinn Ryan Gosnell sýnir stórleik í túlkun á aðalpersónunni, ungum og bráðgreindum manni sem heyr mikla innri baráttu í afstöðu til trúar og eigin tilvistar. 4. GATHERING STORM – Richard Loncraine Þessi sjónvarpsmynd frá HBO tekur áhugaverðan pól í hæðina í umfjöllun sinni um Winston Churchill. Vönduð og frábærlega leikin. Albert Finney hreinlega breytist í Churchill. 5. DET OKÄNDE – Michael Hjorth Sænska hrollvekja í anda Blair Wich, en bara miklu betri. Byggður er upp sannfærandi og þrúgandi óhugnaður sem gleymist seint. 6. VATEL – Roland Joffé Vönduð og áhugaverð kvikmynd með fínum leikurum. Þar er bent á hvern- ig forréttindi valdastéttarinnar í hirð Lúðvíks XIV. Frakklandskonungs grundvölluðust á þjáningu og fórnum fjölda einstaklinga á bak við tjöldin 7. GHOST WORLD – Terry Zwigoff Skemmtileg framsetning á sam- nefndum myndasöguheimi – úrvals- leikkonurnar Thora Birch og Scarlet Johannson fara þar á kostum. 8. ANIMAL FACTORY – Steve Buscemi Sterk mynd eftir Steve Buscemi byggð á skáld- sögu Edward Bunker um lífið innan fangelsis- veggja. Sterkir leikarar og gott handrit. 9. FOCUS – Neal Slavin Fín mynd byggð á sam- nefndri skáldsögu eftir Arthur Miller, frá árinu 1945. Þar er fjallað á allegórískan hátt um und- irliggjandi gyðingahatur í bandarísku samfélagi á tímum heimsstyrjaldarinnar 10. FOYLE’S WAR – Jeremy Silberston Afar vel gerð sakamálmynd sem bregður upp trúverðugri mynd af róstusömum tímum síðari heims- styrjaldar. Framúrskarandi leikur. 1. DONNIE DARKO – Richard Kelly Hvenær hættu kvikmyndagerðar- menn að þora að gefa ímyndunarafl- inu lausan tauminn? Þetta er það fyrsta sem kemur upp í hugann við að horfa á þetta ótrúlega sjónarspil. Vissulega eru þeir til sem leyfa hug- anum að reika svolítið, eins og David Lynch og Spike Jonze, en þeir eru samt alltof fáir. Hér er alls staðar dansað á línunni, ekki einasta í sjálfri kvikmyndagerðinni heldur einnig sögunni og spurningarnar í lok þessa geðklofatryllis fleiri en áður en hún hófst – namm! Fyrsta mynd hjá þessum Kelly? Ótrúlegt. Fylgist með honum. 2. MIKE BASSET ENGLAND MANAGER – Steve Barron Þeir sem hafa einhvern snefil af áhuga á enska boltanum verða hrein- lega að sjá hana þessa meinfyndnu háðsútreið. Flóknara er það ekki og bannað að deila við dómarann. Allra mest fá þeir þó út úr henni sem muna vel skrautlega tíð Grahams Taylors sem enska landsliðseinvaldsins. Besta fótboltamynd allra tíma – það er næsta víst! 3. GHOST WORLD – Terry Zwigoff Sjáiði bara, það er víst hægt að gera eftir myndasögum þar sem engar of- urhetjur koma við sögu. Þetta hefur Crumb-höfundurinn Zwigoff nú sýnt og sannað. Yndislega raunverulega ýkt sýn á ömurlegt út- hverfalíf bandarísku smá- borgaranna. Thora Birch er þunglynda gelgjan í hnotskurn og Steve Busc- emi leikur það sem hann leikur best, sérvitran aula sem er góður, lengst, lengst inni við beinið. 4. THE BELIEVER – Henry Bean Þetta sannsögulega þjóð- félagsdrama er tvímæla- laust einhver áleitnasta stúdía á kynþáttafordóm- um, fasisma, trúarofstæki og annarri öfgahugsun sem maðurinn á það á hættu að mengast af. Hinn upprenn- andi Ryan Gossling leikur af óhugn- anlegri sannfæringu ungan framvörð í röðum gyðingahatara sem reynist sjálfur gyðingur. 5. GATHERING STORM – Richard Loncraine Afar vönduð mynd sem tekur á áður lítt tækluðum tíma í lífi stjórnmála- skörungsins Winstons Churchills, millistríðsárunum, þegar karlinn átti verulega undir högg að sækja, og var sjálfur farinn að hafa efasemdir um eigið ágæti. Álitinn gamall úr sér genginn skarfur og einangraður hlaut hann lítinn hljómgrunn er hann varar landa sína við að Þjóðverjar séu að vígbúast á laun. Mestan þátt á stórleikarinn Albert Finney í hlut- verki Churchills. Enn einn leiksigur hjá einhverjum allra besta núlifandi leikaranum. 6. PANDAEMONIUM – Julien Temple Fyrst og síðast algjört augnakonfekt um sérstakt ástar/haturssamband rómantísku ljóðskáldanna Words- worth og Coleridge. Rokkunn- endurnir Temple (Great Rock’n Roll Swindle) og handritshöfundurinn Frank Cottrell Boyce (24 Hour Party People) kjósa að bera þá á borð sem rokkstjörnur þeirra tíma og virðast vera að leika sér með þá kenningu að snillingurinn og dóp- istinn Coleridge hafi verið hliðstæða Lennons og jarðbundni en skynsami Wordsworth hliðstæða McCartn- eys. Gengur undarlega vel upp og myndin þar af leiðandi sérdeilis áhugaverð. 7. LANTANA – Ray Lawrence Frábærlega leikið og listilega útfært ástralst púsluspil um nokkurra ein- staklinga af holdi og blóði í anda Short Cuts Altmans og Magnolia Andersons. Vandmeðfarið form sem hér gengur nær fullkomlega upp með hjálp frábærra leikara; Anthony La- Paglia, Barböru Hershey og Geoffr- ey Rush. 8. DINNER RUSH – Bob Giraldi Ilmandi, lungamjúkur og bragðgóð- ur kjötbiti frá 2000 sem virðist hafa farið framhjá flestum. Ein af þessum guðdómlegu myndum um matarást- ina en hún fjallar líka um fjölskyldu- bönd, trygglyndi, hefðir og heiður. Danny Aiello í sínu besta hlutverki í háa herrans tíð sem roskinn eigandi ítalsks veitingahúss í miðdepli maf- íósa. 9. TROLÖSA – Liv Ullmann Með þriðju og bestu mynd sinni tekst Ullmann að fá botn í annars marg- flóknar vangaveltur Ingmars Berg- mans um hin fínu skil milli skáld- skapar og veruleika. Eru þetta endurminningar hans sjálfs eða upp- spuni einn; trúverug saga hvort sem er. 10. BABY BOY – John Singleton Kominn í gamla formið, þessi þel- dökki bandaríski kvikmyndagerðar- maður sem sló í gegn með Boyz N the Hood. Gott ef þetta er ekki hans besta mynd síðan hann gerði þá ótrúlega þroskuðu frumraun. Ástæð- an liggur kannski í að hér er Single- ton aftur að fjalla um vandamálin í gamla hverfinu sínu og því trúir mað- ur að hér sé sögð saga sem þarf að heyrast. Myndbönd ársins 2002 Atriði úr Donnie Darko. Hvers vegna var þessi ekki sýnd í bíói? Ef þessi hugsun kemur upp í hausnum við að horfa á mynd sem frum- sýnd er á myndbandi þá veit maður að eitthvert fútt er í henni. Þetta eiga þær sameiginlegt myndirnar sem náðu að skipa sér meðal þeirra tíu bestu sem frumsýndar voru á myndbandi hérlendis árið 2002 að mati mynd- bandagagnrýnenda Morgunblaðsins. Það hryggir mann t.a.m. óstjórnlega að hafa ekki fengið færi á að upplifa myndina sem einróma trónir í efsta sætinu og er talin besta myndin sem „fór beint á myndband“ á árinu, Donnie Darko. Maður veit nefnilega að þar fer mynd sem hefði notið sín jafnvel ennþá betur við þau sýning- arskilyrði sem leikstjórinn Richard Kelly framleiddi hana fyrir, stóra hvíta tjaldið í myrkvuðum bíósalnum. Sjón- arspilið mikið, tæknivinnan frábær; tónlist, klipping, kvikmyndataka og hljóð, allt helst í hendur þannig að úr verður einstök kvikmyndaupplifun, einhver sú magnað- asta á árinu, heilt á litið. En með því að geta þó nálgast þessa mynd og hinar sem á listanum eru kemur þó í ljós, skýrt og greinilega helsti kostur útgáfu á leigu- myndböndum, þ.e. að geta þar fundið myndirnar sem einhverra hluta vegna þóttu ekki hæfar til sýninga í kvik- myndahúsum landsins. Og þótt gullmolarnir sem frum- sýndi voru á myndbandi hafi oft verið fleiri en í ár þá eru eftirfarandi myndir tvímælalaust með þeim sterkari sem hér buðust, hvort sem er á hvítu tjaldi eða leigu- myndbandi. skarpi@mbl.is Heiða Jóhannsdóttir Skarphéðinn Guðmundsson BUBBI Morthens er harð- duglegur listamaður og einn- ig nokk vanafastur. Þannig heldur hann árlega Þorláks- messutónleika og í tuttugu ár hefur hann farið á að- fangadagsmorgun á Litla- Hraun og spilað þar fyrir þá sem þar gista. Þessar myndir voru teknar á Hótel Borg, hvar meistarinn hélt Þor- láksmessutónleikana í þetta sinnið. Lög af nýjustu plöt- unni, hinni lofuðu Sól að morgni, fengu að sjálfsögðu að fljóta yfir salinn en einnig var kafað eftir gömlum gim- steinum. Þorláksmessutónleikar Bubba Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Bubbi; einn og óskiptur. Eins og klettur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.