Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.12.2002, Blaðsíða 20
ERLENT 20 ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ DÓMSTÓLL í Ashkhabad, höf- uðborg Túrkmenistans, dæmdi í gær Boris Shikhmuradov, fyrrverandi aðstoðarfor- sætisráðherra landsins, í lífs- tíðarfangelsi fyrir aðild að samsæri um að ráða forseta landsins af dögum. Shikhmuradov var handtekinn í kjölfar skotárásar sem gerð var á bílalest Saparmurats Niyazovs forseta í nóvember. Fréttaskýrendur í Moskvu segja að Niyazov kunni að hafa sett hið meinta banatilræði á svið sem átyllu til að láta til skarar skríða gegn andstæð- ingum sínum. Gíslataka í Stokkhólmi VOPNAÐUR maður, sem hafði tekið tvær konur í gíslingu á að- aljárnbrautarstöðinni í Stokk- hólmi, gafst upp og var hand- tekinn á sunnudagsmorgun, strax eftir að hann hafði sleppt síðari gísl sínum. Að sögn lög- reglu er maðurinn um þrítugt og talar rússnesku. Hann gekk inn á gjaldeyrisskiptaaf- greiðslu á stöðinni á laugar- dagskvöld og tók tvær konur sem þar störfuðu í gíslingu. Annarri þeirra sleppti hann eft- ir eina klukkustund. Brá mað- urinn á það ráð að taka gísla er tilraun hans til að ræna reiðufé fór út um þúfur. Engin árás í bígerð COLIN Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði um helgina að ekki væru uppi nein- ar ráðagerðir um árás á Norð- ur-Kóreu þrátt fyrir brot norð- anmanna á samningum um kjarnorkuvopn. Stjórnvöld kommúnista í N-Kóreu hafa gefið í skyn að þau kunni að draga sig út úr alþjóðlegu sam- komulagi um bann við út- breiðslu kjarnorkuvopna (NPT), að sögn suður-kóreskra embættismanna í gær. Sams konar hótun var sett fram 1993 en þá hættu N-Kóreumenn við úrsögn eftir að Bandaríkja- menn samþykktu að hefja við þá viðræður er lyktaði með samningi 1994 um að N-Kórea stöðvaði tilraunir til að smíða kjarnorkuvopn. Mannfall í Kólombíu ALLT að sextíu liðsmenn hægrisinnaðra skæruliðasveita eru taldir hafa látið lífið í árás vinstrisinnaðra uppreisnar- manna á búðir hinna fyrr- nefndu í norðanverðri Kólomb- íu um helgina. Liðsmenn stærstu uppreisnarhreyfinga vinstrimanna í landinu lögðu saman krafta sína til að gera áhlaup á herbúðir Sjálfsvarnar- sveita Kólombíu (AUC) – sem eru sjálfstæðar hersveitir með óformleg tengsl við stjórnar- herinn – í San Pablo í Bolivar- héraði, um 300 km norður af höfuðstaðnum Bogota. STUTT Dæmdur fyrir tilræði Shikhmuradov STARFSMAÐUR í farangursaf- greiðslu á Charles de Gaulle-flug- velli við París var í gær handtekinn með heilt vopnabúr í skotti bifreiðar sinnar, þar á meðal sprengju sem var „tilbúin til notkunar“, eftir því sem talsmenn lögreglu greindu frá. Maðurinn, Abderazak Besseghir, er 27 ára franskur ríkisborgari, ætt- aður frá Alsír. Hann var handtekinn síðla laugardags eftir að hermaður í fríi gerði lögreglu viðvart er honum sýndist hinn grunaði handfjatla eitt- hvað sem leit út eins og skotvopn. Starf Besseghirs við farangurs- hleðslu veitti honum aðgang að mörgum öryggisgæzlusvæðum á flugvellinum, en hann er einn sá fjöl- farnasti í Evrópu. Að sögn heimildarmanna sem tengjast rannsókninni mun Bessegh- ir hafa haft í bíl sínum fimm túpur af plastsprengiefni og tvær hvellhett- ur, en samtengt myndaði þessi bún- aður öfluga sprengju sem var tilbúin til að vera sprengd. Lögregla fann einnig skammbyssu og vélbyssu í bíl mannsins. Húsleit var gerð í íbúð hans í Bondy-hverfinu í norðausturjaðri Parísar, sem og heima hjá einum vini hans. Faðir Besseghirs, tveir bræð- ur og einn fjölskylduvinur voru enn- fremur handteknir og færðir til yf- irheyrslu hjá rannsóknarlögreglu sérhæfðri í rannsóknum á hryðju- verkastarfsemi. Allir mennirnir fimm voru enn í haldi í gær. Ekki er vitað til þess að Besseghir hafi verið viðriðinn nein íslömsk samtök, en lögregla fann í bíl hans „skjöl sem kunna að tengjast hug- myndafræði herskárra múslima“. Með vopnabúr í far- angursgeymslunni París. AFP, AP. Starfsmaður á Charles de Gaulle-flugvelli handtekinn STJÓRNARANDSTAÐAN í Venes- úela efndi til útifunda í tveimur fá- tækrahverfum höfuðborgarinnar Caracas í gær. Var markmiðið að grafa undan kjarnafylginu við Hugo Chavez forseta og efla virkni allsherj- arverkfalls sem hefur staðið yfir í fjórar vikur og lamað olíuútflutning án þess þó að ná fram því markmiði að fella Chavez úr embætti. „Verkfallið mun halda áfram unz í odda skerst,“ sagði Carlos Ortega, formaður stærsta verkalýðssam- bands Venesúela. „Þessi ríkisstjórn er aðeins að auka á þjáningar þjóðarinn- ar,“ sagði hann eftir mótmæli hundr- aða þúsunda andstæðinga Chavez í miðborg Caracas á sunnudag. Af völd- um verkfallsins hefur olíuútflutningur frá Venesúela, fimmta stærsta olíu- framleiðsluríkis heims, fallið úr um þremur milljónum fata á dag niður í um 160.000 föt og eldsneyti er þrotið á flestum benzínstöðvum. Heimsmarkaðsverð á olíu náði nýju hámarki í gær vegna verkfallsins og vegna ótta um að stríð sé yfirvofandi í Írak. Verð á hráolíufatinu hélzt ofan við 30 dollara í viðskiptum á mörk- uðum í London í gær og í New York fór það fyrir helgi yfir 32 dali og hefur ekki verið hærra í tvö ár. Chavez ítrekaði á sunnudag að hann hvikaði hvergi. Hélt hann því fram að hann væri nú þegar búinn að brjóta verkfallsmenn á bak aftur. „Ég held ég víki aldrei. Ég finn svo fyrir því að fólkið elskar mig að ég held ég fari aldrei,“ sagði Chavez í vikulegu sjónvarpsávarpi sínu. Í skoðanakönn- unum hefur stuðningur við Chavez dottið niður í um 30%. Stuðningur við hann er mestur í niðurníddum fá- tækrahverfum Caracas. Verkfalli haldið til streitu Lömun olíufram- leiðslu í Venes- úela þrýstir olíu- verði upp Caracas, London. AP, AFP. AP Andstæðingur Hugo Chavez forseta, með andlitið málað í fánalitunum, í mótmælagöngu í borginni Maracaibo. KÍNVERJAR hófust í liðinni viku handa við það risavaxna verkefni að veita vatni úr stórfljótunum í Suður-Kína til hinna þurru svæða í norðurhluta landsins. Áætlaður kostnaður við verkið er nærri 4.900 milljarðar íslenskra króna og búist er við að það taki fimmtíu ár. Grafnir verða þrír miklir skurðir eða vatnsrásir. Verða tvær þeirra um 1.300 km langar og eiga að tengja Peking og aðrar iðnaðar- borgir í norðurhlutanum við Yangtze-fljótið, sem er það stærsta og vatnsmesta í Kína. Þriðji skurð- urinn, sem verður grafinn í gegn- um fjalllendið við Tíbet, á að flytja vatn úr Yangtze yfir í Gulá en hún þornar yfirleitt upp vegna mikillar vatnstöku. Margir hafa gagnrýnt þetta verk og segja, að það muni valda mikilli breytingu á heilu vistkerfunum. Þá benda fornleifafræðingar á, að mjög mörg mikilvæg svæði muni verða eyðilögð. Kínversk stjórnvöld segja á móti, að miklu sé fórnandi vegna þess, að vatnsskorturinn í stórum hlutum landsins verði æ alvarlegri og muni fljótlega hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir efnahagslífið verði ekkert að gert. Mestu vatnsflutningar í sögunni að hefjast Shanghai. AP.                     !"# $%&% '()&*   +,-.         !"#!$%& $ $' &  ($ ) &*  +" ,-)   %$ * )./,000% # &  ! 1 $*  $$%2/% #3 $%%%"   $%400% #!%55 +#$          / 0/    1 #'#"' &"6              7# *$  $  $ $'   MAÐUR, vopnaður Kalashnikov- hríðskotariffli, skaut í gærmorgun til bana þrjá bandaríska starfsmenn trúboðsspítala í borginni Jibla í Jem- en og særði einn að auki. Fólkið, tvær konur og einn karlmaður, var á fundi í spítalanum. Önnur konan var læknir á sjúkrahúsinu sem rekið er af baptistum. Um 40.000 manns fá þar meðhöndlun ár hvert. Morðinginn er 32 ára gamall, heit- ir Ali Abdulrazzak al-Kamel og var hann handtekinn á staðnum. Hann er sagður vera nemandi við Al-Iman- háskólann í Jemen en skólanum var lokað um hríð í fyrra vegna þess að hann var talinn vera gróðrarstía her- skárra bókstafstrúarmanna úr röð- um múslíma. Myrti þrjá Banda- ríkjamenn Jibla í Jemen. AFP. SERGEI Ívanov, varnarmálaráð- herra Rússlands, lýsti yfir því í gær að herafli landsins myndi á nýju ári leggja höfuðáherslu á að berjast gegn hryðjuverkaógninni. Ívanov sagði verkefni heraflans að tryggja öryggi ríkisins, þar undir félli bar- átta gegn hryðjuverkum. Vladímír Pútín Rússlandsforseti tók í gær í sama streng. Lýsti hann yfir því að hryðjuverkamenn í Tétsn- íu hefðu afráðið að spilla fyrir til- raunum til að koma á friði í héraðinu en þar berjast þjóðernissinnar fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis. Hryðju- verkamenn þar hefðu ákveðið að beita auknu ofbeldi í baráttu sinni en þeim myndi ekki takast að ná fram markmiðum sínum, sagði Pútín. Á föstudag var tveimur bifreiðum hlöðnum sprengiefni ekið á bygg- ingu stjórnvalda í Grosní, höfuðstað Tétsníu. Rússneskir fjölmiðlar sögðu í gær að vitað væri um 83 menn sem týnt hefðu lífi í árásinni. Fullvíst þykir að tétsenskir aðskilnaðarsinn- ar hafi staðið fyrir árásinni. Her gegn hryðju- verkum Moskvu. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.