Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.03.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 16. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ PENETRATION er yfirskrift sýningar norska myndlist- armannsins Patrick Huse, sem var opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í gær. Náttúran er viðfangsefni Huse á sýningunni og er hún sú síðasta af þremur í trí- lógíunni Rethinking Landscape, sem listamaðurinn hefur unnið að á níu ára tímabili. Tvær fyrri sýn- ingarnar voru „Norrænt lands- lag“, sem sett var upp í Hafn- arborg árið 1995 og „Rift“ á Kjarvalsstöðum árið 1999. Listin veitir vernd gegn náttúrunni „Sýningin leitast við að velta upp pælingum um hvernig við kjósum að skilgreina okkur sem hluta af náttúrunni. Við reynum að beisla hana, meðal annars af öryggisástæðum, sem er auðvitað þversögn við þá staðreynd að við sem menn erum sjálf hluti af nátt- úrunni, ein af tegundum hennar. Við sjálf erum lífræn,“ segir Huse. Hann segist hafa leitað fanga og innblásturs á norðlægum slóðum, mestmegnis á Íslandi, en einnig í Noregi og Svíþjóð. Verkin á sýn- ingunni eru afar fjölbreytileg, þar gefur að líta stóra striga af lands- lagi, sem sumir hverjir minna á blöndu af Kjarval og Jackson Poll- ock í sömu andrá, videoverk, stál- skúlptúra með vel völdum setn- ingum á borð við „Listin veitir vernd gegn náttúrunni“ og „Þegar listin hættir að vera þjóðfélags- gagnrýni verður hún eingöngu af- þreying“, auk textaverka sem ætl- að er að vekja athygli á hugmyndum listamannsins um hugtakið náttúru. „Það fer eftir því hvað það er sem ég er að vekja athygli á hverju sinni hvaða miðil ég nota. Stundum hentar málverkið betur til að lýsa því sem ég vil koma á framfæri, en stund- um virkar hreinn texti betur,“ út- skýrir Huse, sem segist nota fjöl- breytta miðla á þennan hátt nú til dags. Hann viðurkennir þó að hann hafi verið nokkuð hefð- bundnari í framsetningu á árum áður. Huse segir ómögulegt fyrir sig að draga nokkrar ályktanir útfrá því sem hann setur fram á sýning- unni. Enginn myndi vilja taka af- leiðingunum. „Sýningin verður því frekar eins og áminning. Það er ekki eins og þessi mál hafi ekki verið rædd áður – markmiðið er frekar að taka þau upp aftur og koma náttúrunni inn í hringiðu þjóðfélagsumræðunnar á nýjan leik. Það er athyglisvert að á Norðurlöndunum lifir fólk í mjög miklu návígi við náttúruna, og þó er náttúran ekki stærri hluti en svo af umræðunni,“ segir Huse sem sjálfur á heimili í Noregi um- kringdur náttúrunni. Í samtali við erlendan listamann sem lætur sig náttúruna og þjóð- félagsumræðu um hana svo miklu varða, er ekki úr vegi að minnast á virkjanaáform á Austurlandi og hvað Huse finnist um það mál. „Það eina sem hægt er að segja um það er að þið verðið að ákveða hvað þið þurfið og hversu mikið þið eruð tilbúin að borga fyrir það. Allir vilja fara í heitt bað að loknum löngum vinnudegi, en ég hugsa að í raun snúist ykkar um- ræður um hversu mikið baðkarið kosti ykkur,“ segir Huse að lok- um. Í dag kl. 15.00 býður Listasafn Reykjavíkur upp á listamanns- spjall Patricks Huse í tengslum við leiðsögn um sýninguna, en hún stendur til 27. apríl. „Þegar listin hættir að gagnrýna verður hún eingöngu afþreying“ Morgunblaðið/Sverrir „Allir vilja fara í heitt bað að loknum löngum vinnudegi, en ég hugsa að í raun snúist ykkar umræður um hversu mikið baðkarið kosti ykkur,“ segir norski listamaðurinn Patrick Huse um virkjanaáform á Austurlandi. Náttúr- an er meginviðfansefni sýningar hans í Hafnarhúsinu sem var opnuð í gær. TÓNLISTARHÓPURINN Contrasti heldur tónleika í Hafnarborg kl. 20 í kvöld. Flytjendur að þessu sinni eru þau Marta Guðrún Halldórs- dóttir sópransöngkona, Camilla Söderberg blokkflautuleikari og Snorri Örn Snorrason lútu- og gít- arleikari. Flutt verður endurreisnartónlist, snemmbarokk og nútímatónlist m.a. eftir Claudio Monteverdi, Luc- iano Berio og Benjamin Britten. Verkið eftir Monteverdi er eins- konar Kantata „Et é pur dunque vero“ fyrir sópran, blokkflautu og fylgirödd. Þá verða flutt fimm þjóð- lög fyrir sópran og gítar í útsetn- ingu Benjamíns Britten og verk eft- ir Luciano Berio fyrir sópranrödd. Þetta verk var samið fyrir sópr- ansöngkonuna Kathy Barberian sem var eiginkona tónskáldsins og er eitt af svokölluðum „Sequenz- um“ sem Berio samdi fyrir ýmiss hljóðfæri. Röddin er hér nýtt á ný- stárlegan máta og gerir miklar kröfur til flytjandans. Á efnisskránni er einnig verkið Musica da Camera fyrir blokkflautu og gítar eftir þýska flautuleikarann og tónskáldið Hans Martin Linde frá árinu 1972. Þetta verk sem er í fjórum köflum er á léttum nótum og oft stutt í húmorinn, en síðasti kafl- inn ber yfirskriftina „Serenata, mit freundlichen Grüssen an Kaspar Fürstenau“ (1772-1819). Þá verða einnig fluttir grímudansar (Masque Dances) sem voru mjög vinsælir í Englandi á fyrri hluta 17. aldar og nokkur ítölsk sönglög samtíma- manna Monteverdis. Morgunblaðið/Kristinn Snorri Örn Snorrason, Marta G. Halldórsdóttir og Camilla Söderberg. Snemmbarokk og nútímatónlist kallast á Krýningarhátíðin eftir Boris Ak- únin í þýðingu Árna Bergmann er komin út í kilju. Sögurnar um Fandorin ger- ast í lok 19. ald- ar og sameina anda rússnesku meistaranna, Dostojevskís, Túrgenj- evs og Tolstojs, og þá spennu sem einkennir glæpasögur nútímans. Augu heimsins beinast að Moskvu og tignarfólk streymir til borgarinnar. Krýningarhátíð Nikulás- ar II og Alexöndru drottningar fer í hönd. Skyndilega berast skelfileg tíðindi um hallarsalina í Kreml: Míka prins hefur verið numinn á brott og ræninginn, dr. Lind, heimt- ar stærsta gimsteininn í veld- issprota keisarans að lausn- argjaldi. Hver er þessi dr. Lind sem reynir að grafa undan öruggi rík- isins með því að hóta að myrða saklaust barn? Erast Fandorin er talinn slyngasti rannsóknarlögreglumaður Rúss- lands og hann er sá eini sem von er til að geti leyst þessa gátu og fundið „doktorinn“. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 344 bls., prentuð í Dan- mörku. Kápuhönnun: Skaparinn ehf. Verð: 1.599 kr. Kilja Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.