Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. 500 kr. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Miðasala opnar kl. 13.30 kl. 3, 6 og 9. Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40. B.i. 12 Kvikmyndir.is Ertu nokkuð myrkfælinn? Búðu þig undir að öskra. Mögnuð hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16.  HK DVSV MBL  Kvikmyndir.com "Tvöfalt húrra" Fréttablaðið X-ið 977 500 kr Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16. Frá framleiðanda the Others og Mission Impossible kemur magnaður þriller með Ray Liotta og Jason Patrik Athyglisverðasta spennumynd ársins. Missið ekki af þessari. 400 kr Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. 400 kr. Sýnd kl. 5.40. B.i. 12  Kvikmyndir.com  HK DV "Tvöfalt húrra" Frétta- blaðið SV MBL Kvikmyndir.is 500 kr Sýnd kl. 2, 3.40 og 5.20. Ísl. texti. Sýnd kl. 3.50 og 8. Sýnd kl. 10. Sýnd kl. 10.10. Sýnd kl. 2. Ísl. texti. 400 kr SELMA Björnsdóttir er vel kunnug Evróvisjónkeppninni en hún tók þátt í henni fyrir Íslands hönd árið 1999 og söng „All out of Luck“, sem lenti svo eft- irminnilega í öðru sæti keppn- innar. Hún er nú stödd úti í Ríga í Lettlandi en hún sér um sviðs- hreyfingar ís- lenska hópsins með Birgittu Haukdal í fararbroddi. Birgitta verður fyrst á svið í kvöld í Skonto- höllinni með lagið „Open Your Heart“. Selma segist hafa fylgst vel með keppninni alla tíð og hefur tekið eftir nokkrum breytingum á þess- um tíma. „Það er meira af nýtísku- legum lögum í ár og nýtískulegri útsetningum,“ segir hún og minnist á rússneska stelpudúettinn t.A.T.u í því sambandi. „Það er mikið af fjölmiðlafólki hérna núna,“ segir Selma og bætir við að hún hafi séð einhver af sömu andlitunum og voru þarna þegar hún tók þátt í keppninni í Ísrael. „Þetta fólk kemur ár eftir ár, bæði aðdáendur og blaðamenn. Sumir koma frá Ástralíu og aðrir Banda- ríkjunum,“ segir hún en Evróvisjón teygir anga sína út fyrir álfuna. „t.A.T.u er líka að draga að sér fleiri blaðamenn en ella,“ segir hún. „Borgin breytist í Evróvisjón- borg,“ segir Selma og er það áreið- anlega satt um fleiri borgir en gest- gjafann við Eystrasalt. „Það er partí á hverju kvöldi og svo eru blaðamannafundir og maður fylgist með æfingunum,“ segir Selma en hún hefur m.a. fylgst með t.A.T.u á æfingu og séð þær hneyksla blaða- menn á fundi eins og þeirra er von og vísa. Algjört lotterí Selma vill ekki spá um úrslitin en á sér þó sín uppáhaldslög í keppn- inni. „Ég treysti mér ekki til að spá um úrslitin vegna þess að það hefur komið í ljós á undanförnum árum að þetta er algjört lotterí. En ég get sagt hvað mér finnst. Það eru fimm lög sem eru í uppáhaldi hjá mér. Þau eru rússneska lagið, íslenska lagið, spænska lagið, franska lagið og tyrkneska. Þau eru mörg önnur góð en þessi eru í uppáhaldi hjá mér.“ Spurð um hvort hún hafi ekki getað gefið Birgittu einhver góð ráð segist hún að sjálfsögðu vera henni innan handar. „Hún á eftir að vera stórglæsileg á sviðinu.“ Önnur manneskja sem getur áreiðanlega gefið Birgittu góð ráð er Helga Möller. Helga fór út með ICY-tríóinu árið 1986 til Bergen og söng þar „Gleðibankann“, sem er löngu orðinn klassískur. Eins og flestir vita var þetta í fyrsta skipti sem Íslendingar tóku þátt í keppn- inni og hafnaði Ísland í 16. sæti líkt og næstu tvö árin á eftir. Páll Óskar ruddi brautina „Ég hef alltaf horft á úr- slitakvöldið en ekki alltaf gefið mér tíma í að fylgjast með lögunum þeg- ar verið er að kynna þau. Ég næ yf- irleitt nokkrum og þannig er það líka þetta árið,“ segir Helga. Líkt og Selma hefur hún tekið eftir breytingum á lögunum í keppninni. „Eftir að Páll Óskar ruddi þá braut hefur verið miklu meira úrval og breiðara lagaval. Það er ekki bara þessi týpíska evr- óvisjóntónlist í gangi heldur alls konar tónlist. Þetta var orðið svolít- ið flatt þarna á tímabili,“ segir hún en Páll Óskar flutti lagið „Minn hinsti dans“ árið 1997. Helga svarar því játandi að öðru- vísi sé að horfa á keppnina eftir að hafa tekið þátt í henni sjálfur. „Sér- staklega þegar íslensku flytjend- urnir stíga á svið, þá man maður hvernig manni sjálfum leið. Ég var til dæmis ekki að hugsa um að ein- hverjar milljónir væru að horfa á mig, heldur fyrst og fremst um sal- inn,“ útskýrir hún. „Þú ert í stórri höll að syngja fyr- ir fleiri þúsund manns. Þetta eru ekki nema þrjár mínútur sem mað- ur hefur og þú ert svo innstilltur á það sem þú ert að gera að lítið get- ur truflað þig. Maður þarf að halda einbeitingunni. Það er það sem maður er að hugsa, þangað til eft- irá, þá fer maður að spá í hvernig þetta var og allar milljónirnar sem horfðu á,“ bætir hún við. „Ég hef rosalega litlar áhyggjur af Birgittu. Hún hefur þetta alveg í sér, það er henni eðlislægt að koma fram. Það sem mér finnst best við hana er hvað hún hefur mikla út- geislun. Hún er svo innileg og ein- læg. Maður les það úr svip hennar,“ segir Helga og ætlar að fylgjast spennt með í kvöld. „Ég er alveg viss um að hún stendur sig vel, ég er alveg sannfærð um það.“ Hún vill ekki mikið spá um úrslit- in en minnist á að hún hafi séð myndbandið við þýska lagið og haft gaman af því. „Ég hugsaði að það gæti náð langt en svo er ég búin að sjá einhverjar spár og Þýskaland er þar hvergi nefnt. Ég veit ekki hvað kemur til með að gerast.“ Eigum að standa með Birgittu Eitt er hún þó viss um. „Mér finnst að við eigum að standa með henni Birgittu og ekki vera með of miklar væntingar. Númer eitt, tvö og þrjú er að hún er frábært fram- lag, með góða sviðsframkomu og lagið er gott,“ segir Helga, sem er þrátt fyrir að vilja ekki vera með of miklar væntingar, viss um að „Open Your Heart“ verði í ein- hverjum af tíu efstu sætunum. Birgitta virðist hafa braut- argengi í keppninni og tveir stórir evróvisjónvefir aðdáenda spá henni þriðja sætinu en Rússum er víðast spáð sigri. Breskir veðbankar, nán- ar tiltekið William Hill, telja rúss- neskan sigur í kvöld líklegastan eða 5 á móti 1. Spánn og Írland þykja líka sigurstrangleg lönd með lík- urnar 11 á móti 2. Í fjórða sæti setja þeir Slóvena með 8 á móti 1 og næst koma Ísland, Noregur og Eistland með líkurnar 10 á móti 1. Landsmenn hafa sem fyrr áhrif á úrslitin með símakosningu. Síma- númerin eru á bilinu 900 1002 til 900 1026, og er raðað í sömu röð og lögin sem flutt eru. Íslenska lagið er það fyrsta í röðinni og ekki er hægt að greiða því atkvæði. Hvert símtal kostar 100 krónur en Síminn og Sjónvarpið hafa ákveðið að af þeirri upphæð renni 40 krónur til Barnaspítala Hrings- ins. SÖNGVAKEPPNI EVRÓPSKRA SJÓNVARPSSTÖÐVA FER FRAM Í LETTLANDI Í KVÖLD Borgin breytist í Evróvisjónborg       !    !   "! #  $ $ %  & ' ()$  %  '* %  & %  & %  &  $ %  &  %  '* + ,- . /  & 0   & 1 2 . $ $3  '.   4 , $ 5 / $      4     )  ')2&) 6 3 &   ? 7    8. 9 , 7 $  ? :; <  3   =8<@A(  B  C  6 $ 5> & '   , ?'  ' ,. +  >$)   & '  @   $BD E&C /<  @  ?'   ,  '$      ?'$ ) / = $2- $' & '$       - $   &  7 6- A  & B A. ' , - & /  >$) $9 , @  1   $1  A   $ .& "###$%$ &$' ()* #+& !!,     F  ) ; % #. 34=< 34=5 34== 34=4 3447 3443 344: 3442 3449 3448 344< 3445 344= 3444 :777 :773 :77: :772 Birgitta Haukdal Bein útsending frá Evróvisjón hefst í Sjónvarpinu kl. 19 í kvöld. ingarun@mbl.is Evróvisjón fer fram í Ríga í kvöld. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við tvo fyrrver- andi keppendur og spáði í spilin.  Atkvæðaseðill er á bls. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.