Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 26. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Alltaf ód‡rast á netinu Verð á mann frá 19.500 kr. ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IC E 21 53 5 0 5. 20 03 MUNAR UM 687 M.KR. Í beiðni um heimild til greiðslu- stöðvunar Kaupfélags Árnesinga segir að skuldir séu 345 milljónum hærri en eignir. Í ársreikningi fyrir árið 2002 var á hinn bóginn sagt að jákvætt eigið fé væri 342 milljónir. Munurinn, 687 milljónir, helgast af mismunandi aðferðarfræði að sögn aðstoðarmanns fyrirtækisins á greiðslustöðvunartímabilinu. Lífverðir handteknir Bandaríkjaher tókst í gær að handsama 13 Íraka sem sumir eru taldir vera lífverðir Saddams Huss- eins. Vonir hafa vaknað um að það geti komið Bandaríkjamönnunum á sporið í leitinni að einræðisherr- anum fyrrverandi. Fréttamenn fengu að sjá illa lemstruð lík þeirra Uday og Qusay, sona Saddams, í gær en sögðu að þau hefðu verið snyrt svo mikið að þau líktust helst vaxbrúðum. Hafa ekki ráð á að flytja Fasteignaverð er mun hærra á höfuðborgarsvæðinu en á lands- byggðinni og sá munur heldur aftur af búferlaflutningum af lands- byggðinni. Þetta kemur fram í grein í nýjasta hefti Fjármálatíð- inda. Kreppa í Færeyjum Efnahagsástandið í Færeyjum virðist fara versnandi vegna kreppu í fiskeldi og flest bendir til að góð- æri sem verið hefur í landinu í um áratug sé á enda. Atvinnuleysi eykst og helstu bankar eru nú rekn- ir með halla í fyrsta sinn síðan 1993. L a u g a r d a g u r 26. j ú l í ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Í dag Viðskipti 11 Úr Vesturheimi 28 Erlent 14/15 Minningar 29/32 Höfuðborgin 15 Skák 33 Akureyri 16 Kirkjustarf 35 Suðurnes 16 Bréf 34 Árborg 18 Myndasögur 34 Landið 18/19 Staksteinar 36 Neytendur 19 Dagbók 36/37 Heilsa 20 Íþróttir 38/41 Listir 20/21 Leikhús 42 Umræðan 22 Fólk 42/45 Menntun 23 Bíó 42/45 Forystugrein 24 Ljósvakamiðlar 46 Viðhorf 28 Veður 47 * * * Kynningar - Með Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingabæklingurinn „Mannlífið í borgunum 2003-2004“ frá Icelandair. Blaðinu verður dreift um allt land. Þrándheimi. Morgunblaðið. VIGDÍS Finnbogadóttir setti kirkju- og menningarhátíðina Ólafs- daga í Þrándheimi í gær en þeir eru nú haldnir í 41. sinn á 850 ára afmæli Niðarósbiskupsdæmis. Vigdís sagði mikilvægt á þessum tímamótum að minnast sögulegra tengsla Noregs og Íslands og styrkja þau í samtíðinni. Vigdís sagði í samtali við Morgun- blaðið að sér þætti Íslendingar ekki vera nægilega meðvitandi um hvað það væru gríðarlega mikil tengsl á milli Íslands og Niðaróss. „Við hugs- um ekki um Þrándheim sem stað sem væri gaman að heimsækja en ég myndi vilja koma því á framfæri við Íslendinga hvað það er gaman að koma hingað í pílagrímsferð. Hér er saga okkar við hvert fótmál, hér er landslagið sem íslenskir menn sáu þegar þeir sigldu á fund við Nor- egskonunga, hér er sögusvið bæði Ís- lendingasagna og Heimskringlu, hér í Nið þreyttu Kjartan og Ólafur Tryggvason sundið.“ Í ræðu sinni fjallaði Vigdís um Snorra og verk hans. Hún sagði að ástæða þess að Snorri samdi Heims- kringlu væri sú að hann ólst upp í Odda þar sem Jón Loftsson var, eig- inmaður Þóru Magnúsardóttur ber- fætta Noregskonungs. Þó að Þóra hafi verið látin þegar Snorri kom í Odda þá var Jón stoltur af tengslum sínum við Noregskonunga og sagði endalausar sögur af þeim. Hefði Snorri ekki alist upp við þessar sögur hefði hann ekki skrifað Heims- kringlu, sagði Vigdís. Schola Cantorum söng undir stjórn Harðar Áskelssonar á setningartón- leikum hátíðarinnar og í gærkvöld söng Tómas Tómasson bassi annað af aðalhlutverkunum í frumsýningu á nýrri norskri óperu eftir Henning Sommerro tónskáld og Edvard Ho- em rithöfund er nefnist Eysteinn í Niðarósi. Óperan fjallar um átök kon- ungsvalds og kirkju á tólftu öld í Nor- egi þar sem Eysteinn Erlendsson erkibiskup í Niðarósi og Sverrir kon- ungur eru í aðalhlutverkum en sýn- ingin er sett upp á hinu raunverulega sögusviði, í borgargarðinum og í dómkirkjunni í Niðarósi sem vígð var árið 1153 af Eysteini erkibiskupi. Tómas sagði það vera stórkostlega tilfinningu að fá að taka þátt í upp- færslunni sem væri sérstök fyrir þessar sakir: „Það er óvenjulegt að ópera sé sett upp á raunverulegum sögustað, ég hef aldrei tekið þátt í slíkri sýningu. Og það er líka ákaflega áhugavert að syngja hlutverk sem tengist íslenskri sögu svo náið. Mér þykir þetta vera hugmynd sem Ís- lendingar ættu að gefa góðan gaum, það má finna ógrynni dramatískra söguefna í óperur í bókum íslenskra sagnaritara frá miðöldum.“ Ólafsdagar standa til 2. ágúst en Íslendingar eru áberandi í fjöl- breyttri dagskránni að þessu sinni eins og aðrar vestnorrænar þjóðir sem áttu biskupssetur sitt í Niðarósi til forna. Á mánudaginn verður og dagskrá helguð Sálmum á atómöld eftir Matthías Johannessen en hann mun einnig flytja ljóðið Í Niðarósi þar sem hann kallast á við Einar Skúlason sem flutti drápuna Geisla um Ólaf helga Noregskonung við vígslu dóm- kirkjunnar í Niðarósi árið 1153. Mikilvægt að efla tengsl Íslands og Þrándheims Morgunblaðið/Þröstur Helgason Vigdís Finnbogadóttir setti menningarhátíðina í Þrándheimi í gær.  Sálmar/Lesbók 4 Vigdís Finnbogadóttir viðstödd 850 ára afmæli Niðarósbiskupsdæmis SKRIFAÐ hefur verið undir samning um sölu á Hitaveitu Dalamanna til RARIK. Kaupverðið er 145 milljónir. Mun orkuverð hækka um 9% fyrsta september en ekki hækka umfram verðlagsbreytingar eftir það. Mikill styr hefur staðið um sölu Hitaveitu Dalabyggðar. Menn hafa ekki verið á eitt sáttir um hvort eða hverjum eigi að selja hana. Áður hafði verið áformað að selja Orkubúi Vest- fjarða hitaveituna, en miklar deilur spunnust af því og á borgarafundi í vor var svo ákveðið að hætta við söl- una og halda veitunni í eigu Dala- manna. Kannaðir voru möguleikar á endurfjármögnun en það gekk ekki upp og sl. miðvikudagskvöld skrifuðu undir sölu á hitaveitunni þeir Harald- ur L. Haraldsson sveitarstjóri Dala- byggðar, Þorsteinn Jónsson oddviti og Steinar Friðgeirsson fram- kvæmdastjóri tæknisviðs RARIK. Upphæð söluverðs er 145 miljónir og tekur RARIK við rekstrinum 29. ágúst nk. Eru í samningunum ákvæði um fyrirvara samþykkis fjármála- og iðn- aðarráðherra á kaupunum og stað- festingu meirihluta sveitarstjórnar á samningnum. Mun þá einnig starfsvið RARIK í Búðardal verða tryggt. Meirihluti sveitarstjórnar, L-list- inn í Dalabyggð, klofnaði og að sögn voru menn ekki á eitt sáttir við að- ferðafræðina sem notuð var. Harald- ur L. Haraldsson sveitarstjóri telur góða von um að sátt náist í þessu máli. RARIK kaupir Hitaveitu Dalamanna Kaupverð veitunn- ar er 145 milljónir Búðardal. Morgunblaðið. SKELJUNGUR hf. hefur sagt upp um tug starfsmanna og taka uppsagnir þeirra gildi hinn 1. ágúst. Forstjóri Skelj- ungs segir að uppsagnirnar tengist fyrst og fremst því að fyrirtækið seldi fyrir skömmu Hans Petersen. „Þetta eru alerfiðustu ákvarðanir sem þarf að taka,“ sagði Gunnar Karl Guðmunds- son, forstjóri Skeljungs, í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Skeljungur hafi séð um fjár- mála- og tækniþjónustu fyrir Hans Petersen en við söluna á fyrirtækinu hafi losnað um þau störf. Um leið hafi verið hagrætt í öðrum rekstri. Gunnar segir að fólkið verði að sjálfsögðu aðstoðað við leit að öðrum störfum óski það eft- ir því. Skeljungur segir upp tug manna HALLDÓR Sigurðsson ÍS landaði sex stórum há- körlum á Ísafirði á fimmtudaginn og var fjöldi heimamanna viðstaddur löndunina. Aflinn var í heild um þrjú og hálft tonn og fékkst á þremur dögum en notuð var sérstök lína með stærri krókum en vanalega og beitt var með selkjöti. Nokkrir selkjötsbitanna voru bleyttir í rommi og að sögn Konráðs Eggertssonar, skipstjóra á Hall- dóri Sigurðssyni, leit hákarlinn ekki við öðru en rommbitunum. Konráð veiddi lengi vel hrefnu en eftir að hrefnuveiðar voru bannaðar hefur hann einkum verið á rækju og að undanförnu hefur hann verið að prófa sig áfram með hákarla- veiðar. Aflinn fer nú til verkunar hjá Guðmundi Ólafs- syni, hákarlaverkanda í Hnífsdal, og verður tilbúinn í kringum þorrann. Hákarlarnir veiddust langt frá landi, um 50 mílur norðaustur af Horn- bjargi. Konráð sagði athugunarvert hvað fundist hafi í maga hákarlanna en í þeim öllum var lax, þorskur og steinbítur. Á myndinni sést Guðmundur Konráðsson, son- ur Konráðs Eggertssonar hákarlaveiðimanns, við hlið eins þeirra sex hákarla sem landað var á fimmtudaginn. Veiddi sex hákarla Ljósmynd/Þorsteinn J. Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.