Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.12.2001, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. DESEMBER 2001 brögð hans bendi til að hann sé það. Að lokum hverfur hann næstum sporlaust úr sögunni. Tveir niðursetningar Niðursetningurinn Salka hefir hlutverki að gegna í Heiðarbýlinu. Hún er vangefinn krypplingur á framfærslu sveitarinnar. Jón Trausti kynnir hana með þessum orðum: „Út úr bænum heyrðist ómur af undarlegum hljóð- um. ... Eftir því sem innar kom í göngin, skýrð- ust óhljóðin og voru líkust öskrum í villidýri. – – Í rúminu lá stór strigapoki, úttroðinn af ein- hverju, og var bundið fyrir opið. ... Þaðan komu óhljóðin.“ Þess er áður getið að gagnrýnendum þótti Ásta vitlausa eiga lítið erindi í sögu Ólafs Jó- hanns. Hún er að vissu leyti áþekk Sölku, og kemur inn á sögusviðið með líkum hætti og Salka: „Mjór, skrækur og rykkjóttur söngur barst gegnum þokuna, lækkaði eitt andartak, en hófst í næsta vetfangi upp í hvellt og sker- andi blístur, sem minnti á langdregið kvalaóp.“ Báðum hefir verið misþyrmt; Margrét á Brekku gengur að rúmfletinu, tekur óþyrmi- lega á stærsta gúlnum sem stendur út úr pok- anum og skipar Sölku að hætta þessum óhljóð- um. Hún virðist skilja hvað við hana er sagt og býst til varnar, en breytist í villidýr þegar hræðsla eða reiði grípur hana. Í Heiðar- hvammi kemst hún svo til þroska að hún er fermd. Salka strýkur að heiman og verður úti sömu nóttina og Halla bjargast með naumind- um niður í Hvamm. Tveir menn leita hennar og finna hana látna. Meðferðin á Sölku og Ástu vitlausu á sitt- hvað sameiginlegt. Ástu er svo lýst að hárið hangir í kleprum ofan á mórauðan hálsinn. „Hún var bogin og jafnbola, virtist hvorki hafa mitti né mjaðmir, þaðan af síður brjóst. ... hún líktist hræddu dýri, sem býr sig undir varn- arbardaga.“ Að eigin sögn hefir hún sætt illri meðferð, verið bundin á bás úti í fjósi og svelt eða látin nærast á óæti. Öfugt við Sölku hafði hún staðið fremst fermingarsystkina sinna í barnalær- dóminum. Sigurlaug á Rauðalæk, fermingar- systir hennar, óttast að hún villist á heiðinni og verði úti. Tveir menn leita hennar og finna hana og flytja heim bundna á hvítan hest. Viku seinna berst andlátsfregn hennar. Hún hafði látist í fjósinu. Ferðir Hildar og Herdísar Hvergi er jafn margar hliðstæður að finna og þegar segir af ferðum Höllu og Herdísar eftir að bændur þeirra eru látnir. Hundur Höllu ber sig illa þegar hann hefir orðið var við Sölku annaðhvort lífs eða liðna í hríðinni. Svip- uð er hegðun hundsins á Hamri þegar hann kemur heim eftir að Guðmann hefir svipt sig lífi. Frásögnin af því hvernig Halla brýst til bæja í stórhríðarbyl eftir að Ólafur er látinn og skilur börnin ein eftir í bænum hjá líkinu hefir áður verið rakin. Hún býr sig út eftir bestu föngum þegar hún leggur af stað. Fjárhundinn lætur hún fylgja sér. Herdís fer að sækja varn- ing í kaupstað vegna jarðarfarar bónda síns. Heimanbúnaði hennar er lýst af nákvæmni. Hún fór í buxur utan yfir pilsið, klæddist úlpu og batt á sig skó og hafði snæri meðferðis og dró hettu niður fyrir eyru. Gullpening sem henni var gefinn þegar hún fór frá Fossi hefir hún meðferðis. Um leið og hún kvaddi dreng- ina bað hún þá að hafa ljós í baðstofuglugg- anum þar til hún kæmi. Á sleða sem hún hafði meðferðis voru rjúpur í poka og Snati fylgdi henni. Af ferðum hennar er það að segja að hún komst í kaupstaðinn heilu og höldnu. Gull- peningurinn kom í góðar þarfir þegar átti að taka út hjá kaupmanninum. Hún var komin langleiðina að Rauðalæk á heimleið þegar norðvestanbylur skellur á. Hún grillir í Snata sem er faðmslengd á undan með trýnið við jörðu og rekur slóð þeirra frá því um morg- uninn. Þegar þreyta og svefn fer að sækja á hana, sér hún sýnir, fyrst vorkomu, þá snigil í götu, síðan fóstru sína sem brosir við henni. Við það stendur hún á fætur dofin og stirð af kulda. Þessari lýsingu svipar mjög til ferðar Höllu niður að Hvammi eftir að Ólafur var látinn eins og áður hefir verið rakið. Hún sér ofsjónir og heyrir ofheyrnir. Gamla prestsfrúin og Jó- hanna birtast henni og síðast kemur Salka fljúgandi. Halla sér háan og herðabreiðan mann ganga á undan sér á móti hríðinni. Hún hrekkur upp af hálfgerðu móki við ýlfur í hundinum, og sér eitthvað sem líktist eldglær- ingum í fjúkinu. Sú gullvæga regla að setja ljós í glugga til að vísa mönum á húsaskjól í illviðrum kemur fyrir á báðum sögunum. Í Heiðarbýlinu segir frá Jósep í Heiðarhvammi sem lætur alltaf loga ljós í baðstofuglugga þegar óveður var í aðsigi og bjargar mörgum með því. Herdís biður Þor- stein litla að hafa ljós í baðstofuglugganum þar til hún kæmi aftur. Ólafur Jóhann getur þess tvívegis í frásögninni. Samt verður ljósið ekki til að vísa Herdísi veginn síðasta spölinn heim. Öðru máli gegnir með ljósin í Hvammi. Gullpeningurinn sem Herdís hefir með sér í kaupstaðarferðina kemur að góðu gagni þegar átti að synja henni um úttekt. Hann kemur við sögu þegar í upphafi sögunnar og hann breytir öllu þegar til kaupmannsins kemur. Hann á sér hliðstæðu í Heiðarbýlinu, þar sem eru spesíur Ólafs sauðamanns sem hann særði út úr sr. Halldóri án vitundar Höllu. Með tilstyrk þeirra gat hún hafið nýtt líf. Í báðum tilfellum skipta þessir peningar sköpum fyrir söguhetjurnar í sögulok. Grenjaskytturnar Þorsteinn Egilsson, grenjaskyttan, kemur mikið við sögu í Heiðarbýlinu. Hann er eðl- isskyldur móðurbróður sínum Pétri á Kroppi og örlög beggja harmsöguleg. Hjá Ólafi Jó- hanni er Sigurbergur í Dal refaskyttan, og hann fæst við smíðar eins og Þorsteinn. Sig- urbergur getur helst ekki um annað talað en refi og refaveiðar. Þorsteinn særir tófuna þegar hún kemur út úr greninu. Sigurbergur skýtur sína tófu hins vegar þegar hún kemur að greni með fugl í kjaftinum. Í báðum sögunum ná grenjaskytt- urnar refnum með brögðum. Þorsteinn og Sveinn binda hvolpana á streng og láta þá ýlfra til að lokka refinn að greninu. Sigurbergur hermir hins vegar eftir gaggi tófunnar og lokk- ar refinn þannig í skotfæri. Báðir refirnir eru með dauðan fugl sem þeir draga með sér eða bera í kjaftinum og leggja hann frá sér annað slagið þegar þeir nálgast grenið. Hjá Jóni Trausta hallar refurinn undir flatt, en hjá Ólafi Jóhanni veltir hann vöngum. Hér er margt keimlíkt, en myndirnar hjá Jóni Trausta eru miklu skýrari og þær benda til að hann hafi einhverntíma á ævinni reynt eitthvað áþekkt. Smærri hliðstæður Lýsingarnar á drykkjuskap Þorsteins og Guðmanns má einnig líta á sem hliðstæður. Sama má segja um samskipti Höllu og Þor- geirs verslunarstjóra og Herdísar og Þórarins á Laxabakka. Báðir eru viljasterkir og fálátir í fyrstu, en hafa engu að síður hugsað úrræði þeim til handa þó að ólíkar hvatir búi undir. Eitt áhrifamesta atriði í Heiðarbýlinu er þegar Jóhanna elur barn sitt og blæðir síðan út. Lakið með blóðflekkjunum notaði Halla síð- an sem vopn á Borghildi. Hin dramatísku átök sem Jón Trausti skapaði kringum þennan at- burð rísa sennilega hæst í gjörvöllu Heiðarbýl- inu. Í sögu Herdísar er enginn jafn tilþrifamikill atburður. E.t.v. liggja samt einhverjir þræðir frá Heiðarbýlinu til sögu Ólafs Jóhanns þegar fósturláti Herdísar er lýst. Þorsteinn sonur hennar verður var við að einhver ótíðindi eru að gerast um nóttina. Um morguninn eftir sér hann móður sína í rúminu föla og máttvana og blóðflekki á sængurveri hennar og þjáist af ótta við að missa hana. Menn geta svo velt því fyrir sér hvort það sé tilviljun að drengurinn sem lýst er í sambandi við þennan atburð heitir einmitt Þorsteinn. Í Heiðarbýlissögunum er aftur á móti eng- inn áþekkur atburður sem jafnast á við baráttu Herdísar við Jakobínu í Hamarskoti geðveika, þar sem minnstu munar að Jakobína gangi af henni dauðri. Hjá Jóni Trausta er helst að nefna árás Sölku á Þorbjörn til mótvægis, því að hvorki Salka né Jakobína eru andlega heilar. Hins vegar kemur aldrei til beinna handalögmála milli Höllu og Borghildar þó að við liggi, svo að hér er hæpið að tala um rit- tengsl. Margt smálegt og almenns eðlis, svo sem veðurlýsingar, er áþekkt í þessum verkum: Sólsetrið á kyndilmessu, sem lýst er í Þorra- dægrum, boðar langvinnar hríðar og harðindi, þegar renningskófið vestur á heiðunum var orðið að eldi. Hjá Ólafi Jóhanni kveikti sól- arlagið í loðnum skýjabólstrum, „sem urðu rauðir eins og blóðlifrar“. Í báðum tilvikum veit þessi litadýrð á ill. Sú kynslóð, sem var í blóma lífsins þegar skáldsögur Jóns Trausta komu út, drakk þær í sig. Árni Pálsson sagði um þær að Jóni hefði tekist það, „sem engu íslensku skáldi hefir heppnast, að lýsa heilu byggðarlagi svo, að les- andinn þykist þekkja þar nálega hvern mann og hverja bæjarleið“. Heiðarbýlissögurnar voru lengi vinsælt les- efni allrar alþýðu og þannig fór fyrir fleirum. Erlendur Jónsson rithöfundur minnist þess frá menntaskólaárum sínum að haust eitt þeg- ar nám skyldi hefja varð Halla og Heiðarbýlið þess valdandi að önnur og hagnýtari lesning varð að víkja. „Og lengi síðan varð mér fátt hugstæðara en þetta tröllaukna skáldverk. Töfrar þess eru ótvíræðir,“ bætir Erlendur við. Engum sögum fer af því að Ólafur Jóhann hafi hrifist af Jóni Trausta með sama hætti og Erlendur. Engu að síður virðist sú örlagasaga sem Jón Trausti skrifaði um lífsbaráttu og ör- lög þeirra sem byggðu heiðarbýlin hafa brennst inn í vitund hans á æsku- og unglings- árum og komið óboðin upp á yfirborðið þegar hann valdi sér það viðfangsefni að skrifa um áþekkt söguefni. Höfundur er bókmenntafræðingur og fyrrverandi skjalavörður á Þjóðskjalasafninu. E NGEY hefur oft orðið mönnum að umræðuefni. Í Lesbók Morgunblaðsins 12. ágúst síð- astliðinn birtist til dæmis grein þar sem ýmsan fróðleik er að finna um síðustu ábúendur í Engey um miðja nýliðna öld. Hér á eftir verður stiklað á stóru um sögu eyjarinnar en einkum staldrað við 19. öldina sem kalla má blómaskeið í byggð- arsögu hennar. Þá bjuggu þar nafnkunnir bátasmiðir og sjósóknarar auk þess sem myndarbúskapur var þar rekinn. Hið svokall- aða Engeyjarlag á bátum snertir nýjungar í bátasmíði á þessum tíma. Engeyjarættin svo- nefnda á rætur að rekja til þeirra sem þarna bjuggu þá og reyndar miklu fyrr því að skv. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín var Erlendur Þórðarson ábúandi á 1⁄6 hluta eyj- arinnar árið 1703. Hann var langafi Snorra Sigurðssonar sem kallaður var hinn ríki og oft hefur verið nefndur ættfaðir þeirra sem kenndir hafa verið við Engey í seinni tíð. Snorri fæddist í Engey 1754 og lést þar fjör- gamall árið 1841. Hann „var svo heppinn mað- ur til sjáfar að honum brást varla fiskur, þó ei feingi aðrir, og svo var um allt, að hvað sem hann tók fyrir, þá var sem heppnin fylgdi hon- um hvervetna,“ sagði dómkirkjupresturinn Helgi G. Thordersen, síðar biskup, um Snorra látinn. Hallgerður langbrók og Engey Margt er þoku hulið um eignarhald og bú- setu í Engey. Nafn eyjarinnar gæti bent til að upphaflega hafi hún verið nytjuð frá landi, einkum sem slægjuland, engi. Njáls saga greinir frá því að eftir að Glúmur gekk að eiga Hallgerði langbrók hafi bróðir hans, Þórarinn Ragabróðir (lögsögumaður 950–969), látið honum eftir Varmalæk en farið sjálfur í Laug- arnes. „Engey skulum við eiga báðir saman ... en ef eg lifi þér lengur, þá ætla eg mér Varma- læk.“ Eftir víg Glúms skiptu þau Þórarinn og Hallgerður um bústaði, og fluttist hún „suður á Laugarnes“. Hvað þá varð um Engey kemur ekki fram en ekki er ólíklegt að sú fræga kona hafi að minnsta kosti fengið hana hálfa í sinn hlut. Ýmsir hafa velt fyrir sér hvernig á því standi að Engey (og Laugarnes) skuli hafa gengið úr greipum ættmenna Ingólfs Arnar- sonar svo snemma og hefur sú tilgáta komið fram að Óleifur hjalti, faðir Glúms og þeirra bræðra, hafi átt dóttur Ingólfs og fengið þessi lönd með henni. En slíkra mægða er hvergi getið og verður það að teljast undarlegt. Önn- ur hugmynd er sú að Ragi sem nefndur er í Egils sögu og Landnámu sem Ragi „í Laug- ardal“ hafi verið tengdasonur Þorsteins Ing- ólfssonar; hann hafi dáið ungur og bræður hans erft hann. Þessi getgáta strandar helst á því að vitað er að Ragi átti afkomendur sem hafa þá verið réttbornir erfingjar hans. „Engey brosir á móti þér“ Lengra verður ekki haldið í þessum leik en geta má þess að Engey og Laugarnes fylgdust löngum að, virðast hafa verið í sömu eign um aldir. Það er ekki fyrr en um 1800 að breyting verður þar á þegar ábúandinn í Engey, fyrr- nefndur Snorri ríki, kaupir eyna. Rúmum þremur áratugum síðar selur hann hana (þó hann búi þar enn) gullsmiðnum á Bessastöð- um, Þorgrími Tómassyni, föður Gríms Thom- sen. Kona Þorgríms, Ingibjörg Jónsdóttir, skrifar Grími amtmanni bróður sínum 12. mars 1833: „Við höfum í vetur eignast Engey. Þú manst víst eftir henni. Hún varð feikna dýr.“ Eftir lát Þorgríms árið 1849 virðist Grím- ur Thomsen sonur hans hafa lagt áherslu á það við móður sína að Engey yrði ekki seld enda þótt miklar skuldir hvíldu á henni. „Ekki skal selja Engey,“ segir hún í bréfi til hans árið 1850. Svo er jafnvel að sjá sem hvarflað hafi að Grími að setjast að í Engey er tímar liðu. Guð- rún systir hans nefnir þetta tvívegis við bróður sinn og segir í bréfi til hans 4. mars 1851: „Svo er Engey á sama stað og brosir á móti þér og bíður þín og þinnar ákvörðunar, hana snertir enginn maður.“ Þetta var á uppgangstímum Gríms í dönsku utanríkisþjónustunni. Ekki settist hann að í Engey svo sem kunnugt er. En það er ekki fyrr en árið 1905 að eyjan fer úr eigu fjölskyldu hans. Engeyjarlagið Þegar Snorri ríki gerist hrumur af elli verð- ur tengdasonur hans, Pétur Guðmundsson frá Uppdráttur af Engey frá árinu 1878 sem Sveinn Sveinsson búfræðingur teiknaði. Uppdrátturinn er í vörslu Guðnýjar Halldórsdóttur í Háteigi í Reykjavík. „ENGEY BROSIR Á MÓTI ÞÉR“ NOKKUR ORÐ UM ENGEY E F T I R B A L D U R H A F S TA Ð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.