Nýja dagblaðið - 04.09.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 04.09.1934, Blaðsíða 1
NVJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 4. sept. 1934. 208. blað 14. þing er sett i London í dag Sigursteinn Magnússon mætir fyrir Samband ísi. samvinnuféiaga Forseti Alpjóðasambands samvinnumanna, Finnlendingurinn Tanner. 14. þing Alþjóðasambands ' samvinnumanna verður sett í dag. Að þessu sinni er það haldið í London. Alþjóðasamband samvinnu- manna (I. C. A.) er stofnað fyrir tæpum 40 árum síðan, sumarið 1895. Undirbúningur um myndun slíks samstarfs hafði átt sér stað nokkuð lang- an tíma áður, og höfðu eink- um beitzt fyrir honum Eng- lendingar og Frakkar. Á þessum fjörutíu ára starfstíma I. C. A. hefir sam- vinnufélagsskapurinn í öllum menningarlöndum tekið geysi- legum framförum og trúin á mátt og úrræði samvinnunnar hefir eflst og aukizt. Undir merkið, sem 28 fátækir verka- menn hófu í smábæ á Englandi fyrir 90 árum síðan, hafa skip- að sér miljónatugir manna, sem með hverju ári hefir tek- izt að brjóta stærri og stærri skörð í múr samkeppninnar og hringavaldsins. Á grundvelli samvinnunnar hefir alþýða landanna byggt sitt sterkasta vígi gegn yfirtroðslum og rangindum smærri og stærri spekúlanta. Engin alþýðusam- tök önnur hafa lagt jafnríka áherzlu á það, að auka lýðræð- ið í verzlunar- og atvinnumál- um. Þar hefir samvinnuhreyf- ingin unnið ómetanlegt starf, auk þess að tryggja sannvirði lífsnauðsynjanna. Samvinnu- félögin hafa skapað aukna vel- megun og lífshamingju fjöl- n:argra fleiri en þeirra, sem félagsbundnir eru. Þess verður minnst í dag af miljónum manna víðsvegar um heim, þegar öndvegismenn samvinnunnar koma saman til að ræða um störf og framtíð þess félagsskapar, sem unnið hefir alþýðustéttum landanna mest gagn. Sigursteinn Magnússon fram- kvæmdarstjóri mætir á þing- inu fyrir hönd Sambands ísl. samvinnufélaga. Ameriska verkfallid nœr um öll Bandaríkin London 3/9. Ftí. 1 Bandaríkj unum má heita að verkfall sé um land allt í vefnaðariðnaðinum. Aðeins fá- ar verksmiðjur starfa í dag í suður-ríkjunum, og hafa verk- íallsmenn leitast við að stöðva vinnu í þeim. Svo vill til, að í dag er almennur frídagur verkamanna í Bandaríkjunum, og er því ekki auðvelt að gera sér þess grein að svo stöddu, að hve miklu leyti verkaménn eru að halda frídaginn, eða hafa þegar hafið verkfallið. Þessi frídagur verkamanna hefir þó aldrei eins almennt verið haldinn í suður-ríkjun- um eins og í norðurríkjunum. Á einstaka stað hafa þó verka- menn farið í vinnu, þrátt fyr- ir skipunina um að hefja skyldi verkfall. Enn hafa engar óeirðir brotist út. Þetta hefir ekki leitt til neinna óeirða ennþá, en það er talin hætta á að til óeirða geti dregið, ef verksmiðjueigendur taka að nota ófélagsbundna verkamenn að nokkuru ráði. Verkfallsmenn hafa lýst yfir því, að þeir muni verja öllum óviðkomandi verkamönnum vinnustaðinn. Hinsvegar hafa verksmiðjueigendur lýst yfir því, að þeir muni nota ófélags- bundinn vinnukraft, eftir því sem við verði komið, og beita vopnuðu liði til varnar honum. Leiðtogi verkfallsmánna hef- ir lýst yfir því, að það sé ekki peningarnir, sem vinna skuli þetta verkfall, heldur andi og samtakavilji verkamannanna, sem hafa lagt líf sitt sem höfuðstól inn í þenna iðju- rekstur. Stjóniin sökuð um stuðn- ing við verkamenn. Ekki er það fullljóst, hvað- an verkamönnum kemúr fé, til þess að reka þetta verkfall, en ýmsum geturn er að því leitt, og hefir jafnvel verið látið í ljósi, að stjórnin stæði að baki verkamönnum, með því, að þeir væru ólíklegir að geta staðið straum af verkfallinu af eigin ramleik. Roosevelt hefir Bankaeftirlitsmaðurinn íðrast undir andlátið Mörgum mun hafa komið ókunnuglega fyrir sjónir fi'éttaklausa, sem stóð fyrir skömmu í norðanblaðinu ts- lending’. Hún er svohlj óðandi: „Jakob Möller eftirlitsmaður banka og sparisjóða, er hér staddur á eftirlitsferð*. Það er vel kunnugt, að mörg undanfarin ár hefir Jakob Möller haft þetta starf án þess, að vinna nokkurn skap- aðan hlut til gagns. Þetta eftirlit Jakobs er nú orðinn dýrasti bitlingurinn, sem þekkst hefir hér á landi og hefir þegar kostað yfir 160 þús. kr. Framsóknarflokkurinn hefir hvað eftir annað reynt að fá þennan dýra bitling lagðan niður. En það hefir aldrei tek- j ist fyrir harða mótstöðu í- 1 haldsins og þein-a manna, sem standa að ,,einkafyrirtækinu“. 1 skjóli þeirra samtaka hef- ir Jakob Möller talið sér óhætt að vanrækja starf sitt og gera það eitt að hirða launin. En Jakob Möller hefir vitað, að á þessu yrði breyting við komu hinnar nýju ríkisstjóm- ar. Hann hefir vitað, að hún myndi ekki líða opinberum trúnaðarmönnum, að svíkjast um störf sín. Þess vegna tek- ur hann sig til og fer í mála- myndar eftirlitsferð til Norð- urlandsins. En Jakob Möller má vita, að margra ára sviksemd er ekki gleymd. Honum mun ekki koma það að neinu haldi, þó hræðslan við röggsama stjórn hafi knúð hann til einhverra kákstarfa. Síldveiðutn lokíð Síidarvinnufólk á heimleið Allt útlit bendir til, að síld- veiðunum sé að verða lokið. Undanfarna daga hafa ver- ið ógæftir og lítill afli, þá gef- ið hefir. Þó mun nokkur veiði vera ennþá á Grímseyjarsundi og í fyrradag kom skip þaðan til Siglufjarðar með síld til söltunar. Voru í fyrrinótt salt- aðar á Siglufirði um 1000 tn. Allir togaramir, sem verið hafa á síldveiðum, eru nú hættir. Rán, sem hætti sein- ust, er á suðurleið. Línubát- arnir héðan að sunnan eru ýmist hættir eða í þann veg- inn að hætta. Síldarvinnufólk, sem verið hefir á Siglufirði í sumár, er nú margt á heimleið. Á sunnu- daginn fóru 110 stúlkur með varðskipinu Ægi, frá Siglufirði á leið til Isafjarðar og Reykja- víkur. Fá þær ókeypis far. Dettifoss fór frá Siglufirði í gærkvöldi og með honum á annað hundrað manns, sem stundað hefir síldveiðar nyrðra, og hefir atvinnumála- ráðherra tryggt þeim þriðj- ungs afslátt á fargjöldum. Norðanskipin munu mörg vera hætt veiðum. Frétt frá Eyjafirði segir, að veiði ey- firsku skipanna hafi verið með minna móti og ékki saltað nema 1000—2000 tn. á skip. Áætlað er, að hlutur sjómánna þar verði ekki meiri en 60— 400 kr. að kostnaði frádregn- um. opinberlega neitað öllum að- dróttunum um það, að stjórn- in veiti verkfallsmönnum fjár- hagslegan stuðning, og lét þess jafnframt getið, að at- vinnuleysishjálp, sem greidd hefði verið vegna verkfalla, væri samá sem engin. Atvinnuleysisstyrkjar nutu í júlímánuði 16 miljónir manna, og er það sami fjöldi og í júlí 1933. Forstjóri at- vinnuleysishjálparinnar hefir látið í ljósi þá skoðun, að fjöldi þeirra, sem hennar muni þurfa í vetur, muni ná 23 miljónum, vegna þurka og dýr- tíðar. Næturiðja N a zista London 3/9. FÍÍ. Síðastliðna nótt réðust 20 nazistar á kommúnista einn í Saar, sem var á leið heim til sín. Gengu árásarmennirnir svo frá honum, að hann lá hálfdauður eftir á veginum, en þeir komust undan á flótta. Athæfi þetta hefir verið kært fyrir Þjóðabandalaginu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.