Nýja dagblaðið - 13.09.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 13.09.1934, Blaðsíða 1
ár. Reykjavík, fimmtudaginn 13. sept. 1934. 216. blað. Hneykslismál á Siglufirði Vdrafulltrúi íhaidsmanna íbæjarstjórn hieypur í kapp við bæínn um boð í Goos-eignina og skaðar bæinn um 50 þús. kr. Hér í blaðinu var í gær skýrt frá því, að bæjarstjóm Siglu- í'jarðar hefði fyrir hönd bæjar- ins notað sér forkaupsrétt á Goos-eigninni á Siglufirði og keypt hana af Handelsbanken í Kaupmannahöín fyrir 180 þús. danskar krónur. Þess var jafnframt getið, að íhaldsmennimir þrír í bæjarstjóminni hefðu setið hjá við atkvæðagreiðslu um liaupin. Nú hefir blaðið fengið nán- ari fregnir frá Siglufirði við- víkjandi gangi þessa máls. Er hér sýnilega um! stórhneyksl- anlega framkomú að ræða af hálfu fulltrúa íhaldsins í bæj- arstjóm Siglufjarðar og mis- notkun á aðstöðu. Nánari fregnir af hneyksl- inu eru þessar: Snemma í sl. júnímánuði var boðaður lokaður fundur í bæjarstjóm Siglufjarðar. Var skýrt frá því á þessum fundi, að Goos-eignin myndi vera til sölu með mjög aðgengilegu verði og borin fram tillaga um, að bærinn notaði for- kaupsrétt sinn að eigninni. Var þá samþykkt á fundin- um, að bærinn skyldi kaupa eignina fyrir allt að 125 þús. kr., ef hún fengist með því verði. Allir viðstaddir bæjarfull- trúar greiddu atkvæði með kaupunum, þar á meðal íhalds- fulltrúamir Aage Schiöth og Ole Hestervig. Var þvínæst seint í sama mánuði bankanum sent tilboð bæjarins í eignina, og vom boðnar 100 þús. kr. Umboðs- maður bankans kom stuttu síðar hingað til lands og fór norður til Siglufjarðar í þess- um erindum og fleirum. Dróst það nú nokkuð að komist yrði að niðurstöðu um kaupin. En allar horfur voru þá á því, að bærinn myndi geta fengið eignina keypta fyrir 130 þús. kr. En skyndilega kom það í ljós, að „privat" menn á Siglufirði vom byrjaðir að hlaupa í kapp við bæinn og búnir að senda Handelsbanken tilboð, sem var miklu hærra en það, sem bærinn hafði gert. Samningaumleitanir bæjar- ins við bankann höfðu þó ver- ið algert leyndarmál, og hafði á lokaða fundinum verið sam- þyklct einum rómi, að bæjar- fulltrúarnir skyldu gæta þagn- j arskyldu unz málið væri kom- ; ið á þann rekspöl, að hægt ! væri að leggja það fyrir opinn j fund í bæjarstjórninni. En maðurinn, sem nú rend- ist standa fyrir kapphlaupinu við bæinn, var Sigurður Krist- jánsson kaupmaður, formaður hafnamefndar Siglufjarðar, og varafulltrúi íhaldsins í bæjai- stjórninni. Þegar fregnin . kom um kappboð Sigurðar Kristjáns- sonar & Co., var hætt samn- ingum í bili af bæjarins hálfu. Eftir mánaðamótin síðustu ákvað svo Handelsbanken að selja Sigurði Kristjánssyni og félögum hans eignina fyrir 180 þús. danskar krónur. 50 þús. kr. skyldu útborgast strax og eftirstöðvamar á 6 árum. Salan til Sigurðar var þó því skilyrði bundin, að Siglufjarð- j arbær hafnaði forkaupsrétti á i eigninni. j En bæjarstjómin samþykkti 10. þ. m. með 7 samhljóða at- ! kvæðum, að nota forkaupsrétt- , inn og ganga að þeim skilmál- j um, sem Sigurður átti kost á. íhaldsmennimir þrír sátu ! hjá. Þrem mánuðum áður ' höfðu tveir þeirra greitt at- kvæði með kaupunum! Þessi framkoma siglfirsku íhaldsmannanna og trúnaðar- brot gagnvart bæjarfélaginu, mun að vonum vekja alménna andúð á Siglufirði. Þeir hafa skaðað Siglufjarðarbæ um 50 þús. kr. Allir íhaldsfulltrú- amir þrír ættu að hafa sóma- tilfinningu til að leggja strax niður umboð sitt í bæjar- stjóminni. Roosevelt eykst íylgi London kl. 21,15, 11./9. FÚ. Stjóm Roosevelts var talin að hafa unnið mikinn sigur í dag, í kosningum sem fóru fram í ríkinu Maine. Þar kom- ust democratar að með mikl- i'm meirihluta, og hafa þeir aldrei unnið stærri sigur þar í ríkinu. En það er gömul frú manna, að „þeir sem stjórna Maine stjórni Bandaríkj unum“ og eru þessar kosningar því taldar bera vott um, að Roose- | velt hafi örugt fylgi þjóðar- j innar. Brezki flugleiðang- urinn iagður af stað Hann kemnr sennilega i dag til Reykjavíkur. London kl. 16, 12./9. FÚ. Tveir flugbátar úr brezka lofthernum lögðu af stað frá Englandi í dag áleiðis til Græn- lands um Færeyjar og íslands, og ætlar að fljúga alla leið á tveim dögum. Var búizt við, að þær myndu koma til Fær- eyja í kvöld. Tilgangurinn með leiðangri þessum er að rann- saka flugleiðina um þessi lönd með tilliti til reglubundinna flugpóstferða milli Englands og Ameríku. Upton Sinclair kos- inn landsstjóri í Californiu Hann sagði skilið við jafn- aðarstefnuna fyrir nokkru síðan og gerðist samvinnu maður. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu í vetur, var hinn þekkti skáldsagnahöfundur, Up- ton Sinclair, frambjóðandi demokrata í landsstjórakosn- ingu í Califomiu, sem fram átti að fara í sumar. Upton Sinclair hefir áður boðið sig fram í landstjóra- kosningum í Califomiu af hálfu jafnaðarmanna og þá haft lít- ið fylgi. En síðastliðinn vetur sagði hann skilið við jafnaðarstefn- una og gekk í demókrataflokk- inn. Hann lýsti því yfir að hon- um þætti mikið koma til við- reisnaráforma Roosevelts for- seta og kvaðst trúa því, að það starf mundi leiða til þess, að stefna demókrata yrði frjáls- lyndari og róttækari en hún væri nú. Hinsvegar játaði ham ekki, að hann fylgdi stefnu flokksins óbreyttri og fyrir kosningamar gaf hann út sér- stakt rit, sem kosningabarátt- an snerist einkum um, þar sem hann lýsir stefnu sinni. Skýrir hann þar frá mikilvægum breyt ingum, sem hann vill gera á stjómskipulagi Califomiu og eru þær flestar í anda sam- vinnustefnunnar. Um þessa samvinnustefnu- skrá Upton Sinclairs hefir ver- ið skrifað og rökrætt í Cali- fomiu í meira en heilt ár. Ekk- Verkfallið i Bandaríkjunum VerUmenn hafa í hótunum. Viinuveitendur neita gerðardómi liondon kl. 19,40, 11./9. FÚ. j Eftir daginn á morgun neita verkamenn í vefnaðariðnaðar- j verkfallinu að vera ábyrgðar- fullir fyrir afleiðingunum af því, að herlið og lögregla hafa verið kvódd á vettvang í ýms- um borgum, til að vemda Verksmiðjur þar sem enn er unnið. Þeir hafa tilkynnt, að með deginum á morgun renni út frestur sá, sem þeir gáfu vinnuveitendum til að ganga að því, að loka verksmiðjunum, á meðan gerðardómur gerði út um deiluna. London kl. 16, 12./9. FÚ. Verkfallinu í Bandaríkjun- um heldur enn áfram. Atvinnu- rekendur hafa neitað tilboði verkfallsmanna um að hlíta gerðardómi í málinu, ef verk- smiðjum væri ölluni lokað þar í til dómurinn væri kveðinn upp, og hefir verkfallsnefndin því j gefið út skipanir sínar til verk- fallsmanna um að herða sókn sína á hendur þeim mönnum, sem halda uppi vinnu. Verk- lýðssambönd innan allsherjar- sambandsins (American Fe- deration of Labor) gera ráð- stafanir til þess að sjá verk- fallsmönnum fyrir vistum. Nokkrar róstur urðu í gær í sambandi við verkfallið. Verk. fallsmenn í Sayville í Rhode Island réðust á bústað gæzlu- manns verksmiðjunnar þar og eyðilögðu hann. Lögreglan og herlið það, sem þar var fyrir, réðu ekkert við mannfjöldann, og varð honum ekki dreift fyr en 300 ríðandi hermenn höfðu verið sendir á vettvang til að- stoðar því liði sem fyrir var. Nokkrir meiddust í skærunum. Ilidirfíðnr uipiainmliiieola Hermálaráðunautar Bandarikjanna eru umboðsmenn fyrir vopnaverksmiðjur. London kL 21,15, 11./9. FÚ. Tvö merkileg bréf frá brezk- um íyrirtækjum til amerískra vonpasmiða voru dregin fram í dagsljósið við rannsókn þá, sem nú stendu yfir í Banda- ríkjunum um vopnaframleiðslu og sölu. I öðru bréfinu er bent á það, að sala á vissum land- skika muni breyta stjórnmála- viðhorfinu í smáríki einu, en í hinu er sagt, að Kina kaupi nú minni vopn en áður, vegna þess, að nú sé útkljáð um yfir- ráð Mansjúríu, en að Japanar aftur á móti muni koma til að kaupa meiri vopn, því þeir ætli sér að halda áfram að ná undir sig smámsaman landskikum í Kína. Berlín kL 8, 12./9. FÚ. Nýlega hefir komizt upp um ert hefir valdið þar jafn mikl- um deilum. Upton Sinclair hef- ir sætt megnum árásum. En haim og menn hans hafa held- ur ekki legið á liði sínu. Nú eru kosningamar afstaðn ar og úrslit kunn. Upton Sin- clair er kosinn landsstjóri í Cahfomiu með 60 þús. atkv. fram yfir skæðasta keppinaut sinn. Er nú eftir að sjá hvort Up- ton Sinclair verður améríska auðvaldinu jafn hættulegur niótstöðumaður, sem land- j stjóri og hann hefir reynst j þvi, sem skáldsagnahöfundur. j stórfelt hneyksli í sambandi við vopnaframleiðendur í Banda- ríkjunum, og koma stöðugt nýjar uppljóstranir í því máli. Það hefir meðal annars komizt upp um nokkra háttsetta em- bættismenn ríkjasambandsins, að þeir hafi þegið laun af eig- endum vopnaverksmiðjanna fyrir að haga stjórnmálastefnu sinni þeim í vil. Síðast hefir það orðið upp- víst í þessu máli, að hermála- ráðunautur sendisveitar Banda- ríkjanna í Rio de Janiero og annar starfsmaður sendisveit- arinnar, hafi verið launaðir umboðsmenn norðuramerískra vopnaverksmiðja. Er sagt, að þessum tveimur mönnum hafi á skömmum tíma tekizt að selja 125 herflugvélar til Suð- ur-Ameríku. Roosevelt ætlar að taka í taumana Berlín kl. 8, 12./9. FÚ. Ýms blöð í Evrópu hafa birt þá fregn, að Roosevelt hafi á takteinum nýjar tillögur um eftirlit þjóðanna með vopna- framleiðslu, sem hann ætlaði sér að leggja fyrir fund Þjóða- bandalagsins. Ameríska innan- ríkisráðuneytið ber þessa fregn til baka, og segir, að engar amerískar tillögur um eftirlit með vopnaframleiðslu séu vænt. anlegar.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.