Nýja dagblaðið - 15.09.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 15.09.1934, Blaðsíða 1
Rhode Island í hernaðar- ástandi vegna verkf allsins Allir kommúnistar í ríkínu handíeknir •v.* Tvö japönsk hsrskip á leið til Manshcuriu London kl. 16, 14./9. FÚ. Ríkisstjórinn í Rhode Island hefir símað Roosevelt forseta og beðið um aðstoð ríkishers- ins, til þess að hjálpa lögregl- unni til þess að halda uppi friði og reglu í ríkinu, þar sem liðstyrkur sá, sem hann hafi yfir að ráða sé að þrotum kominn eftir óeirðirnar í Wonn- socket í gær. En þá skaut lög- reglan í 5000 manna hóp. Eng- inn ríkisher hefir þó verið sendur til Rhode Island ríkis, en orð leikur á því í dag, að forsetinn ætli sjálfur að fara þangað til þess að kynnast ástandinu af eigin sjón og raun. Ríkisþingið í Rhode Island hefir neitað að fallast á beiðni ríkisstjórans um styrk alríkis- hersins, en hefir veitt honum vald til þess að láta loka verk- smiðjum og auka lögregluliðið. í Woonsocket hefir allt verið með kyrrum kjörum í dag, en menn óttast að sú kyrð sé ein- ungis stilla á undan stórvirðr- inu og deildir úr herliði ríkis- ins eru viðbúnai’ þegar kallið kemur. í gærkvöldi var lokað öll- um leikhúsum og öðrum skemmtistöðum borgarinnar, og fólki var bannað að fara út úr húsi nema í brýnum erindum. Ríkisstjórinn í Rhode Island segist álíta, að Kommúnistar hafi róið undir uppþotið í gær, og sama megi segja um óeirð- irnar í Saylesville undanfama daga. Hann hefir skipað svo fyrir, að handtaka skuli alla kommúnista í ríkinu. Japanar sendu seint í ágúst 30 herskip og 100 flugvélar til Mansjúríu. Á mynd- inni sést 10 þús. tonna beitiskip og annað herskip minna úr japanska flotanum. Bráðabirgðalög um með- ferð og sölu mjólkur og rjóma o. fl. Kínverjar ákæra Japana á fundi Þjöðabandalagsins Hin nýju mjólkurlög, sem landbúnaðarráðherrann, Her- mann Jónasson, hefir gefið út og staðfest voru af konungi 10. þ. m., eru svohljóðandi: 1. gr. Við sölu mjólkur og rjóma skal landinu skipt í svæði, er nefnist verðjöfnunarsvæði. Að jafnaði markar sú aðstaða verðjöfnunarsvæði, að hægt sé þar að selja daglega góða og óskemmda mjólk og rjóma frá mjólkurbúum, einu eða fleir- um, sem viðurkennd eru til þess af landbúnaðarráðherra, enda sé kaupstaður eða kaup- tún innan þeirra takmarka. Jafnframt skal mjólkursölu- nefndinni skylt, er verðjöfnun- arsvæðin eru ákveðin, að taka tillit til þess, hvaða mjólkurbú hafa notið markaðar í hlutað- eigandi kaupstöðum eða kaup- túnum. Er öllum mjólkurframleið- endum óheimilt að selja mjólk eða mjólkurafurðir utan þess verðjöfnunarsvæðis, sem þeir eru á, sbr. þó 10. gr. Hér er þó undanskilin sala á osti, súru skyri, smjöri, niðursoð- inni mjólk og þurrmjólk. 2. gr. í öllum þeim kaupstöðum og kauptúnum, þar sem fram getur farið dagleg sala á mjólk og rjóma frá mjólkur- búum, sem viðurkennd verða til þess af landbúnaðarráð- herra, skal gjald, er nefnist verðjöfnunargjald, lagt á alla neyzlumjólk og rjóma sem selt er, hvort heldur frá mjólkur- búum, félögum eða einstökum mönnum. Gjald þetta má nemá allt að 5% af útsöluverði mjólkur og rjóma, en heimilt er þó að hækka gjaldið, ef sér- stök þörf krefur, enda komi samþykki landbúnaðarráðherra til. Undanþegin verðjöfnunar- gjaldi er mjólk, sem framleidd er á ræktuðu landi innan sama Framih. á 8. síðu. Kosningar í dag í Astralíu London kl. 16, 14./9. FÚ. Kosningar fara fram í Ástr- alíu á morgun. Aðalflokkamir eru hinn sameinaði ástralski ílokkur, sem1 nú fer með stjóm_ ina með forsæti Lyons, og hinn sameinaði verkamannaflokkur, en foringi hans er Mr. Schullin, sem áður var forsætisráðherra. Báðir flokkar hafa góðar vonir um sigur. í Ástralíu eru kjósendur kosningaskyldir, en kosningar eru hlutfallskosningar, og má kjósandi ráða frambjóðendum á kjörseðli eftir vild sinni. Leyndarmál vopnasalanna Bannsöknin heldur átram London kl. 16, 14./9. FÚ. Vegna uppljóstrana þeirra, sem orðið hafa í sambandi við rannsóknir Senatsnefndarinnar í U. S. A. um vopnaframleiðslu hefir stjórnin í Chile lýst því yfir, að hún muni ekki verða við tilboðum Bandaríkjanna um f ] ugsamningana. Stjómin í Argentínu hefir fyrirskipað rannsókn vegna ákæranna, sem fram' hafa kom- ið um sviksamlegt framferði og aðra spillingu í her og flota. í dag var lagt fyrir rann- sóknarnefndina bréf til amer- isks firma frá brezka Imperial Chemical Ltd., þar sem vikið er að samvinnu um sölu sprengi- efna um allan heim. Sannanir voru einnig lagðar fram1 fyrir því, að Kínverjar hefðu notað lán, sem þeim var veitt til hveitikaupa, til þess að kaupa skotfæri. Brezku flugmenn- irnlr komu til Far- eyja i gar. London kl. 19,40, 14./9. FÚ. Flugbátarnir tveir úr brezka lofthernum, sem ætla í rann- sóknarför til Grænlands, komú til Færeyja í kvöld og fljúga áfram til íslands undir eins og veður leyfir. London kl. 16, 14./9. FÚ. Fulltrúi Kínverja kvaddi sér hljóðs á fundi Þjóðabandalags- ins í dag og gerði kröftuglegar athugasemdir um stöðu og ástand Mansjúríu. Hann sagði, að það breytti engu um her- nám Japana í norðaustur hér- uðum Kína, þótt útlendingar hefðu sett til málamynda ein- hverja brúðu í Mansjúríu og kallað hana keisara. Hann sagði, að þetta framferði Jap- ana væri algert brot á ákvæð- um Þjóðabandalagsins. „Kín- verjar munu einungis þola undirbúin á Spáni Berlín kl. 8, 14./9. FÚ. Á Spáni hefir orðið uppvíst um fyrirhugaða býltingu kom- múnista. Spönsku blöðin ræða mikið um byltingaráform þetta, en geta litlar nákvæm- ar upplýsingar gefið um það, því að innanríkisráðherra hefir lýst því yfir, að blöðunum muni fyrst um sinn engar upp- lýsingar verða gefnar um málið, til þess, að þau tefji ekki fyrir rannsókn þess. Það hefir þó vitnast, að byltingar- mennirnir hafi smyglað inn mjög rniklu af vopnum, aðal- lega vélbyssum, og hafi miklar vopnabirgðir þegar verið gerð- ar upptækar. þetta meðan þeir eru neyddir til þess“, sagði hann. Og enn- fremur sagði hann, að jap- anskur her héldi nú með vopn- uðu liði mörgum borgum og jámbrautum og væri að reyna að kúga fólkið til hlýðni. „Kyrrahafið er nú orðið mesta veðravíti veraldarinnar í opinberum málum“, sagði hann, „og í hemámi Mansjúríu er fólgin alvarlegasta ófriðarhætt- an, sem nú vofir yfir heimin- um, hættan á nýrri eyðileggj- andi styrjöld. Mansjúríumálin eru órjúfandi tengd friðarhorf- unum í heiminum“. Umferðaslys i Englandi 98.919 særðir — 2858 drepnir á 21 viku. Slysfarir af umferð í ýms- um' löndum Evrópu, eru eitt megin áhyggjuefni sérfræð- inga í þeim málum. Og slysin fara hraðvaxandi. Það eitt er talið víst, að ein- hverjar mdklar breytingar verði að gerast í umferð og umferðareglum. Hvað gera skuli er aftur á móti óvíst. í fjölbyggðum löndum með hinu þétta vega- kerfi og stórborgalífi farast fieiri tugir fólks daglega á Framh. á 4. alðu

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.