Nýja dagblaðið - 29.09.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 29.09.1934, Blaðsíða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavík, laugardaginn 29. sept. 1934. 230. blað Leiðbeiningar um varnir gegn barns fæðingum sjúkra kvenna Haraldur Guðmundsson heilbr.mála' ráðherra flytur frumvarp um þetta efni á næsta Alþinéi, eftir ósk landlæknis og Læknafélags Reykjavíkur. För Oðins til Austfjarða Skipið var orðið yfirfuilt, svo að þingmenn neituðu að fara með því og simuðu til forsætisráðherra. Undirbóningur frum- yarpsins Haraldur Guðmundsson heil- brigðismálaráðherra leggur fyrir næsta Alþingi frumvarp um leiðbeiningar fyrir konur um vamir gegn því að verða bamshafandi og um fóstur- eyðingar. Er frumvarpið samið og undirbúið af landlækni, en hann hefir lagt það fyrir Læknafélag Reykjavíkur til athugunar. Hefir félagið látið nefnd athuga málið og tekið það fyrir á félagsfundi og mælt með því, að það verði gert að lögum, með örfáum breytingum. Má því gera ráð fyrir, að læknar séu efni frumvarpsins yfirleitt meðmæltir. Frumvarpið sjálft Skal hér sagt frá aðalatrið- um frv. í stuttu máli. í 1. gr. segir, að telji læknir konu hættulegt vegna sjúk- aóms að verða bamshafandi, þá sé honum skylt að aðvara hana og veita henni leiðbein- ingar til þess að koma í veg fyrir, að hún verði bamshaf- andi. Ennfremur er lækni skylt, að láta í té slíkar upp- lýsingar þeim konum, sem sér- staklega óska eftir þeim. Ráðherra gefur út leiðbein- ingar fyrir konur um varnir gegn því að verða barnshaí- andi og fær landlæknir þær síðan læknum í hendur. 1 9. gr. segir, að hafi kona orðið bamshafandi og vanti meira en 12 vikur á fullan meðgöngutíma og henni sé bú- in sýnilega hætta af bams- burði, þá sé lækni heimilt að eyða fóstrinu, samkv. þeim xeglum, sem greindar eru ann- arsstaðar í frv. Hafi konan þó gengið lengur með en 8 vikur má ekki eyða fóstrinu, nema um því meiri hættu sé að ræða. í 10. gr. segir, að hafi kona orðið bamshafandi og vanti meira en 12 vikur á fullan meðgöngutíma, þá sé lækni heimilt að eyða fóstrinu, þó ekki sé nauðsynlegt vegna heilsu konunnar, heldur af því, að ætla megi að bamið verði vanskapað eða haldið meðfæddum sjúkdómi. 1 3. gr. segir, að það sé fóst- ureyðing, ef burður er líflát- inn í móðurkviði áður en kon- an hefir gengið með hann í 28 vikur, en líflát sé það gert eft- ir þann tíma. í. 7. gr. segir þó, að lækni sé heimilt, að flýta fyrir fæð- ingu, þó minna vanti á með- göngutímann en 12 vikur, ef það sé ljóst að konan geti ekki fætt fullburða, lifandi barn, en ætla m'egi, að með þessari aðgerð sé hægt að bjarga lífi barnsins og firra konuna hættu. 1 11. gr. segir, að fóstur- eyðingar megi ekki fara fram, nema á sj úkrahúsum og ef fyrir liggi skrifleg, rökstudd grein- argerð tveggja lækna um nauð- syn aðgerðarinnar. Engir aðrir en læknar mega framkvæma fóstureyðingu. Brot gegn ákvæðum þessara laga falla í langflestum tilfell- um undir ákvæði hinna al- mennu hegningarlaga. Fóstureyðingar liér á landi uudanfarÍD ár Með því að athuga heilbrigð- isskýrslur nokkurra fyrirfar- andi ára sést að fóstureyðingar hafa átt sér stað í þó nokkuð stórum stíl á ýmsum sjúkra- húsum hér á landi. 1 heilbrigðisskýrslum 1929 segir t. d.: „í þessu sambandi er vert að minnast á þá læknishjálp, sem mun færast talsvert í vöxt í Reykjavík og í grennd við hana, að læknar eyða burði vanfærra kvenna með meira hispursleysi en áður hefir tíðk- azt og vera mun að mestu óþekkt úti um land. Skýrslur lækna um fæðingarhjálp þegja gersamlega um þetta, en sjúkraskrá St. Josephs spítala í Hafnarfirði gefur hinsvegar nokkrar upplýsingar. Þar hafa á árinu verið til méðferðar 17 fósturlát. Um 11 þeirra er beinlínis tekið fram, að um 1 abortus provocatus (fóstureyð- O’DUFFY Foringi fascista á írlandi, O. Duffy, sá er hefir verið einna bitrastur fjandmaður De Va- lera, hefir nú látið af forystu „bláa liðsins“ og Sameinaða írlandsflokksins. Er ágreining- ur innan þessara flokka talinn að valda foringjaskiftunum. ingu) sé að ræða .. .“ í Heilbrigðisskýrslum 1930 er gerður útdráttur úr skýrsl- um allra sjúkrahúsa á landinu og telur hún 84 fósturlát og 52 íóstureyðingar. Heilbrigd8Ísskýrslur 1931 og 1932 í Heilbrigðisskýrslum 1931 er birt samskonar skýrsla. Þar segir: „Abortus provacatus (fóst- ureyðing) fleygir mjög fram með hverju ári og er vel að verið, þegar fóstureyðingarnar verða meira en helmingi fleiri en fósturlátin, eins og á einu | sjúkrahúsinu, en á öllum sjúkrahúsunum samanlagt má ' heita jafnt af hvorutveggja (92 fóstureyðingar, 97 fóstur- ! lát). Mun slíkt hlutfall óvíða ! þekkjast utan Rússlands. Þó er mjög grunsamlegt, að í öðr- um liðum töflunnar dyljast enn meira af fóstureyðingum, og jafnvel svo verulegu nemi“. Má geta þess í sambandi við þetta, að á árunum 1926—80 var á St. Josephs spítala í Landakoti eytt 95 fóstrum' öll árin eða 19 fóstrum á ári til jafnaðar, en 1931 er þar eytt 50 fóstrum og svarar það til 163 % aukningar. Það mun hafa verið af þess- um ástæðum, sem hinir erlendu eigendur sjúkrahúsa St. Jo- sephs systra í Reykjavík og Hafnarfirði hafa lagt bann við því, að slíkar aðgerðir færu þar fram. Framh. á 2. síðu. Óðinn fór núna í vikunni til i Austfjarða og var lagt fyrir hann að taka milli 50—60 far- þega, þar á meðal þingmenn eystra. Hefir hann farið aðra ferð austur áður, vegna niður- falls Esjuferðanna. Á Norðfirði komu ákaflega margir farþegar um borð, og telja yfirmenn skipsins sig ekki ' hafa ráðið við það, að skipið varð yfirfullt. Þegar það var komið til Reyðarfjarðar voru farþegarn- ir orðnir það margir að sumir þingmenn neituðu að fara með skipinu og símuðu þeir til for- sætisráðherra og skýrðu hon- um frá því. détnar í gær Dómar felldir í bílslys- máli og máli Magnúsar Jónssonar prófessors gegn borgarstjóra. í gær voru kveðnir upp tveir dómar í hæstarétti. Annar var í máli réttvísinn- ar og valdstjórnarinnar gegn Magnúsi Jóhannessyni bíl- stjóra, út af bílslysi, sem varð á Laugaveginum 4. apríl í vor. Sneri forsætisráðherra sér til Skipaútgerðar ríkisins, en hún símaði til skipstjórans og gaf fyrirmæli um að taka ekki fleiri farþega en koma mætti fyrir með góðu móti Jafnframt var lagt fyrir skipstjóra að fara beint til Djúpavogs og taka þar Þorberg Þorleifsson alþm. Það hefir skipstjóri þó ekki gert. Af ástæðum, sem ekki eru kunnar fór hann.til Eski- fjarðar og lagði af stað þaðan kl. 5 í gær. Skipaútgerðin sendir Súðina í kvöld í hraðferð til að sækja þá, sem fóru í land á Reyðar- firði og aðra, sem vantar ferð suður. Var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og verður jafnframt að greiða allan máls- kostnað. Hinn var í máli Magnúsar Jónssonar lagaprófessors gegfi borgarstjóra. Mál þetta er ris- ið út af því, að lögtak hafði verið gert á einhverjum hús- munum Magnúsar til greiðslu á útsvari. Lögtakið var dæmt ógilt eins og Magnús hafði krafizt. Auk þess var fimm málum vísað frá réttinum og gefinn frestur í mörgum. Ekið á lögvegluna Bændur írlands hafa neitað að greiða opinbera skatta. Stjórnin hefir svarað með lögtökum og nauðungaruppboðum á búpeningi þeirra. Bændur hafa þá safnazt til varnar og barizt við lögregluna — á uppboðunum. — Myndin er af einu slíku uppboði. Ungir bændur hafa mannað stóran vörubíl og aka honum á fullum hraða inn í hóp lögreglu- mannanna. Einn lögreglumaður beið bana, en bíllinn braut næsta húsvegg og nam loks staðar hálfur inni í uppboðs- salnum.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.