Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 4
vatnsins. — Til hægri: Tjöld veiðimanna við Baulárvallavatn. — Myndirnar allar teknar af Magnúsi Karli MED MAGNÖSI KARLI ANTONSSYNI UM ÚTBOTNA HELGAFELLSSVEITAR Magnús Karl Antonsson er verzl- unarmatSur í Ólafsvík. Hann hefur ekki átt heima á Snæfellsnesi nema í rúm fimm ár, en eigi að síður er harrfi orðinn þar kunnugri staðhátt- um en margur, sem mun lengri dvöl hefur átt þar. Þessi fimm ár hefur það sem sé verið yndi hans og ár- átta að kynnast því héraði, þar sem lífið hefur haslað honum völl. Hann hefur haldið að heiman, hvenær sem tómstund hefur gefizt, arkað viða vegu milli fialls og fjöru og ekki ver- ið í rónni, fyrr en hann var búinn að spranga fram og aftur um þær slóðir, sem hugur hans girntist að kanna. Hann hefur ekki talið sporin á þessum ferðum sínum né skeytt um það, þótt gangan yrði drjúglöng, ef eitthvað það var annars vegar, er honum þótti slægur í — fagurt eða sérkennilegt landslag eða gróin rúst, sem talaði sínu hljóða máli í þögn- inni.. Og Magnus hefur ekki verið einn á þessum ferðum sínum um fjöll og firnindi, dal og hlíð: Mynda- vélin hefur verið hinn dyggi föru- nautur hans. k Nú er komið haust, og dagur ger- ist skammur um hríð. Þá framkalla náltúruskoðarar myndir sínar og ylja sér við minningar frá sumarferðun- um. Það hefur Magnús Karl einnig gert. Með því að álitleg syrpa af þessum myndum hefur borizt Sunnu- dagsblaðinu, skulum við takast á hendur dálitla ferð með honum og hlýða leiðsögn hans á þeim slóðum, sem hafa heillað hann svo mjög og miðlað honum af ríkdómi þeim laun um, sem eru gulli betri: Hóglátri gleði ferðamannsins, sem skynjar hið þögla mál landsins í brjósti sér, og finnur æðaslög kynslóða, sem þar haía lifað, stritað og hnigið að velli, þótt horfnar séu og standi aðeins vall- grónir veggir og yfirgefin uppsát- ur frá þeirra dögum. Og svo skulum við vakna með Magnúsi fyrir allar aldir einn sunnu- dagsmorgun í ágúst, því ag um þessa helgi mega verzlunarmenn um frjálst höfuð strjúka í 'tvo daga samfleytt. Ferðinni er-heitið‘í Útbotna í Helga- fellssveit, þar sem varla mun geta kallazt fjölfarið lengur. En fyrst verðum við að fara suður yfir Fróðárheiði. Magnús kemst alla leið að vegamótunum í Miklaholtshrcppi í bifreið kunningjafólks, sem er á wmM. Selveflir við Selvallavatn við rætur Horns. 820 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.