Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 04.11.1962, Blaðsíða 9
Ó VÆTTUR Á HVALFJARÐAR- STRÖND I. Mýrgresið vefur flatneskjunni á milli Miðfellsmúla og Akrafjalls grænan dúk, og neðst í lægðinni tmilli Grunnafjarðar og Hvalfjarðar speglast blá.mi himins í kyrrum vötnum. Það andar á móti þér hóg- látum friði, þegar þú nemur stað- ar og leiðir augum þessar víðu gróð- urlendur, jaðraðar mararvógum mitt í varðhring fjalla. Lóáíi syngur fagnað- aróð á Iítilli þúfu, jafnvel munnsöfn- uður stelksins lætur þýðlega í eyra í þessu umhverfi: Hér er' það, sem friðsældin ríkir. Landið mókir í upphafinni ró á lognværum sumardegi, og tibráin titrar yfir flóunum og lágri melöld- unni vestan þeirra; fjöllin hafa gert sér þann dagamun að stinga sér á kollinn í sjóinn. Bæirnir standa strjált í hring umhverfis ósn'ortnar víðáttur flóans, sumir 4 bölum við sjó fram, aðrir á bungum eða kinn- um undir rótum fjallanna, líkt og þeir hafi eiíki hætt sér lengra en á jaðra hins græna dúks. Galtarholt horfir við sól i brekkuhalli fyrir miðju sviði og hefur vogað sér Iengst niður á flóana. Katanes hillir uppi á sjávarbakkanum frammi vifi Hval- fjörð. , Minnsta vatmð á þessari gróður- flatneskju er stekkjarleifi upp frá túni í Katanesi, umkringt lágum og jafnlendum flóa. Það er Katanes- tjörn. Annað vatn stærra, Hólma- vatn, er allmiklu ofar, og rennur úr því dá.lítill lækur, Kalmansá, í boga suðaustur til fjarðarins. Stærsta vatnið af þremur er vestur í miðri lægðinni norðaustur af Akrafjalli og hefur afrennsli út til Grunnafjarðar. Það heitir Eiðisvatn, en lækurinn Urriðaá. En þú sérð lítt til þessara lækja úr fjarlægð, því að þeir svtra < án alls yfirlætis I þröngum skorning- um. Þú stendur kyrr og lætur augu þín. drekka í sig mýkt og þokka þessa landslags. En þegar þau hafa drulck- ið nægju sína, hefur þú gönguna og stefnir beint af augurn. Þú hefur ekki lengi gengið, er þú verður þess áskynja, að þessir flötu flóar leyna á sér. Og þeir eru líka torfærari en þig uggði. Þú stekkur þúfu af þúfu, en þér miðar hægt á.fram, og ef þér skrikar fótur í spori, sekkur þú í skóvörp i rauðaleir og bleytu. Þú ert orðinn illa verkaður, áður en langt er komið, og þér fer að vaxa í augum vasl þitt og volk. Lóan sem áður söng þér til yndis úti á mýrinni, hreykir sér nú á þúfu þér til storkunar, og nú fyrst skynjar þú, hve frekjulega stelkurinn sveifl- ar sér í krin.g um þig. Seiður tíbrá.r- innar yfir grænum dúki flóans er rofinn, og þú ert umkomulítill göngu maður, sem hefur villzt í hvimleiða torfæru. íí. Og svo hverfum við rösk níutíu ár aftur í tímann. Um miðbik áttunda tugar siðustu aldar bjó í Katanesi bóndi við þrí- tugsaldur, Guðlaugur Jénsson. Iíona hans hét Ragnheiður Sveinbjörns- dóttir, prestsdóttir frá Staðarhrauni, og var hún í allnáinni frændsemi við ýmis stórmenni, sem þá voru fyrir skömmu komin undir græna torfu. þvi að Þórður Sveinbjötnsson dóm- stjóri var föðurbróðir hennar. en Bjarni skáld Thoraren en móðurbróð ir. Tvö systkin - Katanesfrúarinnar voru um þassar mundir við bú í ná- grenninu, Margrét. ekkja á Kalastöð- um, og Helgi á Hlíðarfæti í Svínadal. Sjé.lf var Ragnheiður á fimmtugs- aldri, og var Guölaugur þriðji mað- ur hennar: Voru þrjú börn húsfreyju af fvrri hjónaböndum hennar á heim- ilinu, elztur þeirra piltur, sem Vig- fús hét, Gestsson. í Galtarhoiti bjó Loftur Oddsson, ættaður úr Kióc -voru þe5- bræður. Loftur Guðmundsson á Neðra-Iíálsi og Þorsteinn Guömundsson i Laxar- nesi, bá.ðir afar hans. Þótti Loftur í Galtarholti mætur maður og hinn bezti bóndi, en gerðist á efri árum veikfelldur og þungíyndur. Ilafði hann ekki kvænzt er> hjó ->eð bú- stýru, Margréti Torfadóttur að nafni. Sumarið 1374 bar þa,; l.i ciðinda, að dýn einu, sem menn kunnu ekki skil á, tók að bregða fyrir í búfjár- högum þessara jarða. Sáu þag eink- um un.glingar, sem voru á rjátli við fénað á ílóunum, og sögðu þoir svo frá, að það væri ekki óáiþekkt huadi í stærra lagi. Þóttust þeir fljótí verða þess áskynja, að þag ætti at- hvarf í Katanestjörn. Er svo hermt, að Vigfús í Katanesi, er þá var á fermingaraldri, hafi fyrstur allra arð ið dýrsins var, og segja sumir af þeim samfundum þá. sögu, að dýr þetta hafi elt hann, en drengurinn orðið skeikaður og hlaupið undan sem fætur toguðu. Brátt hafi hann þó'séð fram á, að dýrið mýitdi draga hann uppi. og greip þá tii þ.ess Ör- þrifaráðs að fleý.gja sér nið'ir upp. á líf og dauða. En þetta bragð heppnað- ist svo vel, að dýrið, sem var æríð háleitt, varg þess ekki vart, hvar drengurinn lá og engdist í dauðans angist, heldur hljóp fram hjá ho.n- um. Þó verður ekki staðhæft, nema hér sé eitthvað málum blandað, og hafi þetta síðar orðið, þegar dýrið gerðist aðsópsmeira. Margir lögðu litinn trúnað á sögur þær, sem komust á kreik um þetta ókennilega dýr, og voru þessi býsn ekki mjög á orði liöfð ag sinni, að minnsta kosti ekki utan sveitar, enda hætti kvikindi þetta brátt ag sjáist. SUMARIÐ 1876 VERÐUR LENGI í MINNUM HAFT. - ÞAD VAR SUMAR „HINS NAFNFRÆGA, VOÐALEGA OG KYNLEGA KATANESDÝRS" T f M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 825

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.