Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 2
1. Trója 2. Alexandrópólis 3. Krít 4. Lýbía-Túnis 5. Sikiley 6, Nisida 7, Liparía 8. Sardinia 9. Monte Kirceró 10. Kaprí 11. Messínasund 12. Malta 13, Korfú 12, íþaka SIGLING ODYSSEIFS UM MIÐJARÐARHAF Þegar hin mikla hetja Hóm- ers, Ódysseifur, lenti í hinum miklu sjóhrakningum, sem segir frá í Ódysseifskviðu, hafði hann ekkert sjókort til þess að fara eftir, engan áttavita og þaðan af síður, að hann gæti hagað ferð- um sínum 1 samræmi við veður- spár. Hefði hann aðeins haft ein- faldan lítinn skipsáttavita og dá- litla þekkingu á veðri og vind- um, hefði hann auðveldlega get- að siglt' skipi sínu milli skerja- garða Eyjahafsins, komizt fyrir suðurodda Grikklands og hefði þá fljótlega komizt á þekktar siglingaleiðir við heimaey sína, íþöku. En því var ekki til að dreifa, og þess vegna tók það hann tólf ár að ná til heimkynna sinna, en þá hafði hann siglt þvers og kruss urn allan hinn þekkta heim þeirra tíma. Þegar eftir að hann hafði lagt af stað frá Tróju, hreppti floti hans storm mikinn, sem hrakti skipin, tólf að tölu, norður til þess staðar, sem þá kallaðizt Ismarus, en þar er nú Alexandropolis. Eftir ævintýri nokk- ur, þar sem áhafnix skipanna skeoimtu sér við maigvíslegar íþrótt- ir, svo sem konurán og vínstuld, (þetta er hin fyrsta frásögn um sjó- rán, er sögur greina frá) hélt skipa- flotinn ferð sinni áfram út í Eyja- hafið. Þá hljóp á byr góður, og með tíu hnúta meðalhraða hélt flotinn í gegnum sundið milli suðurodda Grikklands og Krítar. Nú hefði lítill áttaviti komið að góðum notum, gef- ið Ódysseifi rétta stefnu fyrir odd- ann, en í stað þess hélt hann 270 gráður í vestur og stefndi þá flotinn beint á land „Lótusætanna“ í flóan- um milli Túms og Lýbíu. Þegar Ódysseifur hafði komizt að raun um, að hann var á rangri leið, breytti hann stefnu flotans og hélt nú 15 gráður í norður og hélt, að það leiddi flotann heim heilu og höldnu, en það rétta var að stefna 60 gráður í norðurátt. Nú fór Ódysseifur svo hastarlega afvega, að hann lenti við vesturodda hinnar þríhyrndu eyjar, Sikileyjar, þar sem hinir eineygðu jötnar bjuggu, og þar voru sæfararn- ir teknir höndum. Það er óþarfi að fjölyrða um ævintýri þau, sem Ódys- seifur og félagar hans rötuðu í á þess- ari jötnaeyju; flestum er kunnugt, hvernig viðskiptum þeirra og jötn- anna lauk. — En það eru hins vegar ekki allir, sem þekkja leið Ódysseifs og flota hans eða þá staði, þar sem þeir tóku land. Það er dálítið fróð- legt að fylgja leið hans með landa- fræði nútímans í huga. Þegar Ódysseifur hafði með hörm- ungum sloppið úr greipum hinna ein- eygðu jötna, sem byggðu Sikiley á þessum tímum, að sögn Hómers, tók hann enn ranga stefnu og lenti nú floti hans upp undir ítalíu, til eyjar, s'em Nisida hét, en þar bjuggu einn- ig eineygðir jötnar. í bjargfastri trú á því, að flotinn væri enn staddur í Eyjahafinu við strendur Tyrklands, hélt hann flota sínum í skyndi í suð- urátt. Þá hafnaði hann við eyna Eólíu; bústað veðurguðanna, þar sem vindarnir æddu Þgíta var ein af HP' arísku eyjunum í Grikklandshafi, sem á okkar tímum er þekkt vegna fangabúða, sem einvaldurinn Músso- lini lét reisa þar. Frá Eólíu lá leiðin áfram í norðvestur og -Kefur Ódys- Heimkoma Odysseifs, — gömul hellnari sfa. Sfelling Penelópu, sem á að sýna sorg og trega, er eins á báðum myndunum (sbr. mynd á hinni síðunni). — Þrir biðlar á bak við hana horfa allir á Odysseif. 842 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.