Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 5
bændur hreppsins hafi komið þangað á slíkum degi. Var þar afráðið, að grafinn skyldi skurður úr Katanes- tjörn í sjó fram, ekki langan veg, og þess freistað að þurrka tjömina, svo að dýrið mætti ekki leynast þar, eða tIeiða að öðrum kosti í Ijós, hvort samgangur væri milli hennar og sjáv- ar undir jörðu, svo sem suma grun- aði. Skyldi hver bóndi í sveitinni leggja fram tvö dagsverk við skurð- gröftinn, og ætluðu hinir verkfróð- ustu menn í hópi bænda, að það myndi nægja til þess að ljúka verk- inu, ef kappsamlega væri unnið. Ekki nægði þó að svipta forynjuna hæli sínu í tjörninni, því að tæplega bafa menn hugsað sér að taka hana wieð benim höndum, þótt á þurru væri, eða greiða henni atlögu með Ijáum einum og lagjárnum. Auk þess gat íugsazt, að verja þyrfti bændur íyrir áhlaupum dýrsins, á meðan þeir störfuðu að skurðinum. Og hér er t>að, að Andrés á Hvítárvöllum kemur til sÖgunnar fyrir alvöru. Þótti bænd- Um þá vel fyrir öllu séð, ef hann yrði fenginn með hið fræga skotvopn sitt til þess að vinna dýrið, þegar fjara t®ki í tjörninni. Hafa fundarmenn eng^ trú haft á því, að Katanesdýrinu B®gðj að sletta hala sínum yfir skot- sárið, svo sem sagt var í ísafold, ef kúlan, sem flaug í skrokk þess, kom ^r riffli Andrésar. Var leitað sam- Þykkis Lofts í Galtarholti, oddvitans í Skilmannahreppi, á þessari ráðagerð °g fengið hjá honum vilyrði fyrir því, eitthvað yrði látið af hendi rakna hr hans sveit, ef svo illa færi, að landshöfðingi tregðaðist við að borga kostnaðinn. Er sennilegast, að Loftur hafi sjálfur verið á fundinum, svo ^ajög sem hann hlaut að láta sig varða það mál, sem þar var rætt. Að lokum varð svo að samkomulagi, að Símon hreppstjóri kæmi boðum til Andrésar, enda mun styttra að Hvít- árvöllum frá Geitabergi en Hlíðar- í®ti, þar sem Helgi Sveinbiar^nrson bjó. VIII. Ekki er vitað, hversu háttað hefur verið kunnleikum þeirra Símonar og Andrésar frá fornu fari, en rök liggja þess, að vinátta hafj ekki verið ^eð þeim um þessar mundir. Svo var við vaxið, að annar meinvættur en Aatanesdýrið hafði herjað og gert öllu ^eiri usla. Það var fjárkláðinn. Log- ®ði allt í deilum manna á milli um hað, hversu við honum skyldi brugð- izt, 0g altítt var, að menn tregðuðust við að hlýða fyrirmælum yfirvald- ?nna, enda greindi þau iðulega á mnbyrðis. Einn þeirra, sem viljað hafði freista þess að lækna kláða- Ajúkt fé vorið 1875, var faðir Símonar, •tón bóndi Símonarson í Efstabæ í T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ Skori'adal, og hafði hann fengið til þess leyfi Bergs Thorbergs amtmanns, enda yrði féð í sumarlangrj gæzlu. Sýslumaður skipaði eigi að' síður svo fyrir, að fénu í Efstabæ skyldi öllu lógað. Reyndi Símon að miðla 'málum á síðustu stundu, en tókst það ekki, og sendi sýslumaður þá Andrés á Hvít árvöllum rétt fyrir Jónsmessuna til þess að framkvæma fyrirskipunina með valdi. Gerði hann það af engri vægð, en Jón bóndi, er þá var sjúkur orðinn og ellimóður, reis ekki úr rekkju fr'amar og andaðist að nokkr- um vikum liðnum. Það er sögn, að Andrés hafi með ógnunum þröngvað unglingi í Efstabæ til þess að vísa til fjárins, er var í gæzlu frammi á fjalli, þegar hann bar að garði, og mjög ótæpilega reiknaði hann sér kaup fyr- ir þessa ferð. Getur vart hjá því far- ið, að Símon á Geitabergi hafi borið til hans nokkurn kala fyrir afskipti hans af þessu máli, þótt á hinn bóg- inn væri Andrés að framkvæma trún- aðarstarf, er mörgum hefur þótt mik- ið við liggja, að röggsamlega væri af höndum innt. Það þarf þó ekki að vera af þessum sökum, að Símon fékk annan mann til þess að fara upp að Hvítárvöll- um á fund Andrésar. Valdi hann til fararinnar einn nágranna sinna, Þor- stein Guðmundsson á Þórustöðum. Ekki ræddu þeir neitt um það, hvaða kaup skyttunni skyldi boð'ið. Þorsteinn hafði tvo til reiðar og var skjótur í í ferðum í slíkri höfuðnauðsyn, hitti Andrés bónda heima og bar upp er- indi sitt. Tilmælin virðast ekkj hafa komið flatt upp á Hvítárvallabónda, og svaraði hann skjótt málaleitan komumanns. Kvaðst hann albúinn til fararinnar og engrar þóknunar krefj- ast, ef hann sæi dýrið með eigin aug- um, en áskildi sér að öðrum kosti fullt kaup. Virðist liann ekki hafa liaft síðri trú á sér og riffli sínum en almenningur, en greiðsla vís hjá landshöfðingja, ef dýrið ynnist, og allar líkur á, að auðveldlega tækist að selja haminn fyrir álitlegan skild- ing að auki. Litlu síðar kom Andrés suður að Draghálsi til systur sinnar með riff- ilinn góða, og mun þá hafa verið sem næst vika liðin af júlímánuði. Sendi Guðný á Draghálsi mann að Geita- bergi að beiðni bróður síns til þess að sækja Símon sem þegar brá við og reið til fundar við Andrés. Sá giunur virðist þá þegar hafa ver- ið farinn að læðast að Andrési, að sunnanmönnum kynni að þykja skil- yrði hans miður aðgengileg. Sagði hann Símoni umbúðalaust, að hann myndi snúa aftur og eigi hirða um að kljást við Katanesdýrið, nema því aðeins að fyrirsvarsmenn hreppsins ábyrgðust honum átta krónur á sólar- hring hvern, sem hann yrð'i að heim- an, ef dýrið bæri ekki fyrir augu hans. Var sem næst áttundi hluti kýrverðs, sem hann lieimtaði á dag, og nálega fjói'falt það kaup, sem þá var greitt að jafnaði, þegar menn tóku að sér skyndistörf utan heimilis síns. Simon virðist hafa sett hljóðan, þeg ar hann heyrði þetta, enda má vera, að hvorugur þeirra Andrésar liafi fulltreyst því, að dýrið gengi jafn- ljósum logum utn flóana við Katanes- tjörn og sagt var. En hvort sem þeir töluðu lengur eða skemur um þetta, þá spurð'i Andrés Símon, hvort honum þaéttí kaupkrafan há- „Já, heldurþykir mér það“, svar- aði Símon. Þó sömdu þeir ekki frekar um þetta sín á milli, og aldrei innti Andrés að því við Helga á Hlíðar- fæti, hvort hann féllist á þessi býti. Eigi að síður riðu þeir Simon saman til Kataness, og var Helgi þar fyrir eða kom þangað um svipað leyti. Dreif þar nú senn að liðsafla mik- inn og var þeim, sem áttu að inna af höndum vinnukvöð. skipað til verka við skurð'gröftinn. Var hafizt handa næst sjónum og skurðurinn grafinn þaðan í átt að suðvesturhorni tjarnar- innar. En Andrés reikaði um flóann og tjarnarbakkana með riffil sinn og beið færis á Katanesdýrinu. IX. Það var þeghr á allra vitorði í ná- lægum héruðum, hvílíkt herhlaup hafði verið gert á Hvalfjarðarströnd, og gætti þess fljótt, að ýmsa fýsti að komast á vettvang og sjá, hverju fara gerði við Katanestjörn. í sveit- um var þó óhægt um vik, því að nú var komið fast að túnaslætti og naum- ast tími til þess að berjast við dreka og óvættir í öðrum byggðarlögum. En í Reykjavík gegndi öðru máli. Menn þar áttu frekar heimangengt, enda voru þar gerð sámtök um að manna skip til ferðar upp að Katanesi. Voru Sigfús Eymundsson ljósmyndari og Sverrir Runólfsson steinhöggv- ari mestir forgöngumenn þess fyrir- tækis. Kristinn Magnússon, útvegs- bóndi í Engey, lagði til skip og ræð- ara, og var þá vel fyrir sjóferðinni séð, því að ekki flutu betri sjóliðar á sætrjám en Engeyingar. Steig nú flokkurinn á skipsfjöl, svo búinn að vopnum sem til háfði unnizt í skyndi, og með tjöld og vistir til viðlegu, því að viðbúið var, að umsátrin við tjörnina gæti dregizt á langinn. Sig- fús hafði meðferðis Ijósmyndavél sína, en Sverri steinhöggvara fylgdi hundurinn Magnús berfætti, sem ekki skildi við hann í lífi né dauða og drukknaði að lokum með húsbónda 845

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.