Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 10
Bærinn á Bergþórshvoli eins og hann var í tiS séra Jóns Skagans (Ljósmynd: María Skagan jnanm var honum heldur ekki ætlandi að bregðast sonum sínum og blekkja þá í tilbót á ógnþrunginni örlaga- stundu. Njála virðist gefa það í skyn, að Njáll haíi trúað því fastlega, að Flosi og menn hans myndu aldrei bera eld að húsum hans. Njáll vissi manna^bezt að húsin á Bergþórshvoli voru ramm- ger, vafalaust úr rekaviði gerð, og því örðug til sóknar. Þess vegna á hann að hafa valið húsin sem þrauta- vígi fyrir sonu sína og lið þeirra. Þess vegna skipar hann svo fyrir, að allir skuli inn ganga, þegar flokkur Flosa stefnir heim að bænum. Rökin, sem Njáll lætur fylgja skip- un sinni, byggjast á dæmi Gunnars á Hlíðarenda, er einn varðist lengi í hús um sínum gegn fjölda manns. „Eru hér hús rammlig, sem þar váru, ok munn þeir eigi sótt geta.“ Þannig er niðurlagið á þessari örlagaríku fyrir- sþipun hins spaka manns. En Skarp- héð'inn er íljótur til svars se'm áður: „Þessir menn munu sækja oss með eldi, er þeir mega eigi annan veg, því að þeir munu allt til vinna að yfir taki við oss.“ Gagnvart þessari skörpu at- hugasemd sonarins virðist öldungur- inn standa algerlega rökþrota. Hann, sem var allra manna snjallastur að rekja afleiðingar af orsökum og sjá fyrir óorðna atburði, hann á nú í fyrsta sinn tkkert frambærilegt svar. Hann neitár því engan veginn, að Skarphcðinn hafi rétt fyrir sér. Hann á enga alhugasemd fram að færa gagn vart svari hans. Og hann flýr því frá eíníhu út í allt aðra sálma. „Nú mun sem oftar, að þér munuð bera mig ráðum, synir mínir, og virða mig einskis. En þá, er þér voruð yngri, gerðuð þér það eigi og fór yðvart ráð þá betur fram.“ Hinn aldni spekingur er látinn slá á strengi fortíðarinnar til að skýla því, hversu fátt honum er til vamar. Eftir því, sem Njála gefur i skyn, er það einkum tvennt, sem ræður því að Njáll skipar þannig fyrir. Annað er trú hans á mannúð andstæðing- anna. Hitt er feigðin, sem að honum kallar. En ég ætla, að til hinnar ör- lagariku fyrirskipunar Njáls hafi leg ið allt aðrar rætur. Hvað feigðina snertir, þá er það harla ólíklegt, að hún hafi svipt Njál fram'sýninni um leið og hún gerir .Bergþóru forspáa. En hún kvaðst þetta kvöld mundu bera hiúum sínum mat í síðasta sinn. Jsfn í jarstætt er og hitt, að Njáll hafi trúað svo fast á mannúð brennu- manna, að hann teldi útilokað, að eldi myndi beitt verða í sókninni að soaum sínum. Mun ég hér á eftir leit- azt við að leiða rök eða likur að þvi, og eins að hinu, hvað það var, sem vakti fyrir Njáli, þegar hann úrskurð- aði, að allir skyldu inn ganga. Þegar Njálsbrenna fer fram, 29. ágúst árið 1011, að því er fróðir menn hyggja, er landið búið að vera kristið um aðeins 11 ára skeið. Kristin hafði sigrað á yfirborðinu, en Ásatrúin lifði þó undir niðri. Á svo 'Skömmum tíma gat mannúð og mildi kristninnar ekki fest djúpar rætur hjá heiðinni og harðsvíraðri þjóð. Sögurnar, sem ger- ast eftir kristnitökuna, benda líka skýrt til þess, að andi heiðninnar o' harðýðginnar hafi lifað í fullu fjör meðal landsmanna eftir að þeir gengu kristninni á hönd. Njálsbrenna er ekkert einstök í sinni röð á þessu límabili. Alla leið fram á 13. öld eru menn brenndir inni hópum saman. Lönguhlíðarbrenna 1197 og Flugu- mýrarbrenna 1253 eru ægilegustu brennurnar, sem farið hafa fram hér á landi. Aðeins 11 árum eftir kristni- tökuna átti því einum vitrasta manni þjóðarinnar ekki að sjást yfir það, að þessu vargaldarvopni kynni að verða beitt. Eg ætla líka, að því fari íjarri, að Njáli hafi slíkt á orðið. Njála sjálf virðist og taka af skarið í þessu efni, þótt hún vilji stundum annað vera láta. Þegar sættin er úti milli Flosa og Njálssona á Alþingi, mælir Njáll á þessa leið: „Nú kemur það fram, sem mér sagði löngu hugur um, að oss myndi þungt falla þessi mál.‘ „Eigi er það,“ segir Skarphéðinn, „því að þeir mega aldrei sækja oss að landslögum.“ „Þá mun það fram koma“, segir Njáll, „er öllum mun verst gegna“ Með þessu gefur hann ótvírætt í skyn, að Flosi og menn hans muni einskis svífast, muni engin meðul láta ónotuð til þess að ge komið fram hefndum. Þegar vér les- um um fund Flosa og manna hans í Almannagjá, verður sama uppi á ten- ingnum. Eftir að þeir höfðu bundizt eiðum um hefndina, mælti Flosi á þessa leið: „Mun ég nú og segja yður alla mína fyrirætlan, að þá er yer komum þar saman, skulum vér ríoa til Bergþórshvols með öllu liðinu og sækja Njálssonu með eldi og járni, og ganga eigi fyrr frá en þeir eru aU>r dauðir." — Hér styður bersýnileg3 hvað annað. En eins og kunnugt er, skarst Ingjaldur frá Keldum úr Þes*‘ um leik. Fórú síðar orðsendingar miUi hans og Njáls. Hróðný, systir W&' alds, ber þau boð hans áð Bergþórs- hvoli, að Njáll skuli vera var um sig- Af öllu þessu verður því nauma'St annað ráðið, en að óhugsandi sé, að Njáll hafi ekkert hugboð haft u-11 það, sem áformað og í vændum var gagnvart honum og sonum hans Næst vil ég svo leiða athyglina a“ því, er brennan er hafin. „Þeir töku nú eld og gerðu bál mikið fyrir dyrun- um.“ Flosi og menn hans ganga rösk- lega að því að kveikja eldinn °S ætlast auðsýnilega til, að hann muni fljótt skera úr. En raunin verður allt önnur. Þeim tekst ekki til lengdar að halda uppi eldinum, hversu mjög, sem þeir leggja sig fram til ÞesS; „Konur báru sýru, vatn og hland 1 eldinn og slökktu niður fyrir þeim. Bærinn virð'ist hafa verið einkenni- lega ríkur af meðulum til varnar gegn eldi. Það út af fyrir sig, að vatn hafi verið geymt í stórum stíl innau bæjar á þessum tíma árs, var mjo* ólíklegt, nema í ákveðnum tilgang1 hafr verið gert. Svo áberandi og a' hrifarík eru þessi varnarmeðul, 3 brennumenn fá við ekkert ráðið. Ht^ mikla bál er kæft í höndum þeirra, og þeir virðast ráðþrota um stund. En loft var í skálanum á þvertrjám, 3 því er sagan hermir. Þangað datt Ko Þorsteinssyni í hug að láta bera el inn og kveikja við arfasátu þá, er stóð fyrir yfan bæinn. Þetta ráð s’rer úr um framgang brennunnar. Varnar- meðulunum innan frá verður nú skilj' 850 T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAí)

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.