Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 11.11.1962, Blaðsíða 14
 Sigurjón Jónsson frá Þorgei rsstöðu m: KÓNCSCERSEMI Snáðinn stendur á tjarnarbakka. Þegar hann nálgaðist tjörnina, hafði skrautlegur andarsteggur stung- ið sér inn í tjarnarsefið. Sefið er eins og felumynd , sem leynir fuglinum. Snáðinn veit, að góð felumynd verður ekki ráðin á einu brábragð'i, tekur því lífinu rólega, tyllir sér á þúfna- koll og rýnir íbygginn út á tjömina. Þeir eru að sækja kýrnar, snáð- inn og eldri bróðir hans. Bróðirxer talsvert reyndur, hefur í þrjú sumur smalað kúnum heim á stöðulinn. Snáðinn hefur aldrei fyrr lagt upp í svona langan leiðangur og hér er annar blær á umhverfi en á bæjar- hlaðinu. Þeim hefur dvalizt, bræðrunum, verið að snudda eftir mófuglahreiðr- um. Bróðir segir, að það sé svo gam- an að vita um hreið'ur í haganum. Leiðir þeirra skildu í leitinni. Nú kemur bróðir til snáðans, hlaup andi og kallar: ,,Hvað ertu að álpast?“ „Álpast! Ég skoða heiminn “ „Á hvað ertu að góna?“ „Góna! Ég skoða felumynd “ „Hvað er í felumyndinni?“ „Fugl.“ „Og fuglinn er úti á tjörninni." „Já, voðasætur fugl.“ „Við göngum kringum tjörnina og finnum fuglinn." „Já, ég hringgeng tjörnina. Þú kem ur með mér, bróðir minn.“ „Þú ert dálítið drjúgur." „Já, laundrjúgur." Snáðinn er rauðhærður, hárið hrokkið eins og lagður á kararlambi. Á nefinu eru ferlegar freknur. Hann er hnellinn \ vaxtarlagi, kotroskinn í látbragði, mjög smámæltur Mál- farið gerir kæki hans enn þá kostu- legri. Bræðurnir gefa tjarnarsefinu nán- ar gætur. Þeir heyja oft keppni við að ráða felumyndir. Snáðinn er skarp- skyggn og skæður keppinautur, keppnisskapið funheitt eins og í íþróttakappa. Þeir koma að litlum læk. sem renn ur úr tjörninni. Bróðir tekur snáð ann á bakið og ber hann vt'ir læk inn. Snáðinn heldur i eyrun a burð armanninum, dinglar fótunum. „Sérðu það, sem ég sé?“ „Veit ekki, hvað þú sérð.“ „Jörðin er niðri í tjörninni, him- inninn óralangt í burtu, sólin neðan við himininn. Þarna stendur þú á haus. Og þarna er ég — merkilega myndarlegur." „Þú ert nú meiri grallarinn.“ „Nei, alveg grallaralaus." Þá hlær bróðir, beygir sig til jarð- ar og rennir snáðanum fram af sér. Snáðinn rymur af vellíðan og ljómar af ánægju, spígsporar hnakkakertur á tjarnarbakkanum. Það bólar hvergi á fuglinum úti í tjarnarsefinu. — Kýrnar eru skammt frá tjörn- inni. Kúasmalarnir víkja þeim á vega- troðninga. Þær eru hægfara, lygna augum og slafra í sig gras á göng- unni. Bræðurnir halda f humátt á eftir kúnum. Snáðinn heldur uppi viðræðum: „Tjörnin er spegillinn hans guðs — sannkallaður töfraspegill. Við hljótum að vera beztu strákar, fyrst guð geyrnir okkur í speglinum sín- um innan um fallegu gullin sín: himinininn, jörðina og fuglinn í felumyndinni. Greyið guð — hann er svo góður.“ „Veiztu hvers vegna tjörnin er hérna í landareigninni?“ „Nei.“ „Ég veit það.“ „Þú veizt!“ „Já.“ „Seg mér.“ „Það er leyndarmál.“ „Gaman að heyra leyndarmál.“ „Þú fleiprar öllu, sem þú heyrir." „Gaman að heyra leyndarmál, sem maður getur ekki annað en sagt frá.“ Trúnaðarmál á alltaf að segja í hálfum hljóðum. Bróðir hvíslar í eyr- að á snáðanum: „Hérna í nágrenninu er strákur, óttalegur ærslabelgur, málgefinn og forvitinn. Tjörnin er þarna, svo að strákstaulinn geti sé# hvað hann er hlægilega montinn og tilgerðarleg- ur. Strákurinn æt!i að læra af þessu, því að hann er ekki nærri eins heimskur og hann lítur út fyrir að vera “ Snáðinn er þögull, brýtur heilann. Brjóstvitið segir honum, að nú só betra að vera á verði, flas sízt til fagnaðar. „Hefur þú þekkt þetta leyndar- mál lengi?“ spyr hann loks ofurlítið hikandi. „Nei.“ „Grunaði mig,“ segir snáðinn og er orðinn öruggur. „Grunaði hvað?“ „Hún amma mín sagði í gær, að ég ætti að líkjast bróður mínum. Hún sagði það, hún amma mín. Amma sagði, að þú hefðir verið ó- dæll og mesti jarðvöðull, en værir orðinn góður drengur. Ég skil núna, hvernig þú varðst góður drengur.“ „Ég er hræddur um, að þú mis- Sigurjón frá Þorgeirsstöðum. skiljir,“ segir bróðir og lætur brúnir sfga. „Hún amma veit, hvað hún syngur — og ég misskil aldrei ömmu mína,“ segir snáðinn sigri hrósandi. — Á hraunkambi skammt í burtu situr Ijósleitur fugl, háleitur og drembilegur. Hann ber við himin hreyfingarlaus á efstu nibbunni í Kambinum. Kvöldhiminninn er eins og blár feldur — fuglinn hvítur í bláa feldinum. Skyndilega hefur fuglinn sig til flugs, bringubreiður og glæsilegur. Það er súgur í flugtakinu; vængirnir stórir og sterklegir. „Hvað heitir þessi fugl- spyr snáðinn. „Valur. — Hann býr þarna í svarta hamrinum uppi yfir enginu — það er Valshamar.“ „Hvernig fugl er valurinn?" spyr snáðinn. „Þú þarft ekki að spyrja — þú veizt allt,“ segir bróðir og er fastmæltur. 854 TÍlllNN- SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.