Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 30.06.1963, Blaðsíða 9
(Ljósmynd: Gísli Gestsson), O • KETILSSTAÐIR A VOLLUM Að sögn höfundar Landnámu var fyrsti búandi á Ketilsstöðum maður að nafni Ásröður (Ásrauður). Eklci er getið ættar hans, en kvæntur var hann Ásvöru dóttur Herjólfs, bróður Brynjólfs gamla. Að Herjólfi látnum réð Brynjólfur fyrir gjaforði hennar og lét fylgja henni til hjúskapar allt land austan Lagarfjóts, milli Gilsár og Eyvindarár. Virðist sem Ketils- staðir hafi verið fyrsta og eina býlið á Austur-Völlum á þeim tíma. Ekki kemur Ásröður við sögur, að getið sé, en merkir menn voru af þeim Ásvöru komnir, sem við sögu koma. Sagnir herma, að haugur Ásröðar (Rauðshaugur) sé á hálsinum milli Valla og Eyvindarárdals. Sonur Ásröðar og Ásvarar.var Þor- valdur holbarki, faðir Þorbergs, föður Hafljóts, föður Þórhadds skálar, sem kemur við sögu Þorsteins Síðu-Halls- sonar. Dætur Þorvaldar Holbarka voru Þórunn, sem átti Þorbjörn Graut-Atla- son, og Ástríður, móðir Ásbjarnar loð'inhöfða, föður Þorleifs kristna og Þórarins í Seyðisfirði, Kolskeggs fróða og Ingileifar móður Halls (Órækjuson ar) föður Finns lögsögumanns. í þessiu niðja'tali fyrstu ábúend- anna á Ketilsstöðum eru menn, sem koma mjög við almenna sögu, Þor- leifur kristni við kristni'tökuna, og auk þess, ásamt Þórarni bróður sín- um, við verzlunarsöguna. Kolskeggur fróði var annar kunnasti maðurinn við ritun Landnáms sögunnar. Loks er Finnur Hallsson æðsti maður lands ins um tíma undir miðbik 12. aldar. Nú líða tímar fram til móta 14. og 15. aldar að Ketilsstaðir koma ekki við sögu. Á þeim tíma hefur land- nám Ásröðar fjölbyggzt, þótt ekki fari af því sögur. Páll Þorvarðarson, sýslumaður á Eiðum (Eiða-Páll) var inestur höfð- ingi og auðmaður austanlands um sína daga. Hann var uppi á síðari hluta 14. aldar (d. 1403). Hann átti margar jarðir, þar á meðal Ketils- staði. Dóttur sína, Ingibjörgu, gifti hann Lopti ríka Guttormssyni á Möðruvöllum. Með henni mwi hann hafa látið Ketilsstaði og fleiri jarðir á Héraði í heimanmund, til nokkurs jafnræðis við auð Lopts. Það kemur síðar fram, að Ketilsstaðir og fleiri jarðir eystra hafi komizt í eigu Möðru vellinga. Getur það vart hafa orðið á annan hátt en með þessum tengd- um. Eftir 1403 tók stjórnin að skipta sýsluvöldunum í Múlaþingi. Bogi Benediktsson tolur, að uim 1420 hafi maður að nafni Gamli ' Marteinsson haft sýsluvöld í norður- ; hluta þingsins, en getur ekki búsetu ( hans. Þá telur hann, að Marteinn, son ( ur Gamla þessa, hafi haft sýsluvöld ; um 1440 með búsetu á Ketilsstöðum. Líklegt er, að faðir hans haffi búið þar einnig. Það kemur fram síðar, að á**Ketils- stöðum hefur verið auður í búk Hef- 'i ur jörðin þá sennilega verið ættarset- 1 ur austfirzkrar höfðingjaættar-;' Eftir Martein Garrilason fær ’sýslu- völd í Múlaþingi Bjarni sonur hans, f sem nefndur hefur verið Hákarla- Bjarni. i Bjarnj bjó á Ketilsstöðum eftir föð- ■ ur sinn. Árið 1460 |gkk han'n'Ragn- hildar dóttur Þorva^gar á Milsjuvöll- um Loptssonar. Þettá var ættgöfugt ; og auðugt kvonfang, gat Bjálni ekki * náð því, nema hann-,. hafl haft ætt- göfgi og auð til að leggja á móti. Auður Bjarna hefuraákki orðið í einni svipan og ættgöfgin-^því síðjar Lík- legt er, að það hafí verið 'aifgengur auður kynborinnar' ættkvíslár aust- firzkrar, sem búið hafi á Ke’tilsstöð- um um langan aldur.. Hákarla-Bjarni flijt|i frá Ketiftstöð-. um að Eiðum stuttu eftir að kvon- fangið, en ábúéina á Ketilsstöðum fékk Erlendur sonur hans. Kona hans T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 561

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.