Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 28.02.1965, Blaðsíða 12
Þannig er Skálholtskirkja nú. Enn eru til undirgöngin frá dögum hinna gömlu biskupa, og sést í dyrnar á þessari mynd. En fátt mun annað mannaverka í Skálholti með svipuðum ummerkjum og á tímum þeirra Ögmundar og Gissurar Einars- Mnar. Ljósmynd: Þorsfeinn .lósepsson. XVjl. Biskupunum á íslandi hafa bor- izt þau boð Kristjáns konungs sum- arið 1642, að hann vill þeir sigli á sinn fund. Gissur Einarsson fcregzt Ijúfmannlega við þessari orð gendingu, enda á hann sjálfur er- indi til Danmerkur, þar eð hann hefur ekki enn hlotið vígslu. Jón Arason á Hólum ætlar ekki að fara utan — hann sendir í umboði sínu þrjá menn af Norðurlandi. Eitt er þó það, er Gissur vill ekki láta hjá líða, áður en hann fer af landinu. Nú er kennimönn- um öllum heimill hjúskapur, og for ráðamaður Skáiholtsstóls ætlar sér ■ekki að lifa einlífi. Hann hefur beðið sér konu af norsku fremdar- ikyni, Guðrúnar, dóttur Gottskáiks Hólabiskups Nikulássonar og systur Odds á Reykjum, og fengið jáyrði. Og áður en hann stígur á skips- fjöl er festarölið drukkið. Festar- konan er þegar komin í Skálholt, og þar skal hún bíða heimkomu festarmannsins. Nýi kirkjupresturinn í Skálholti, síra Eysteinn Þórðarson, nýtur mikils trausts húsbónda síns, og Gissur súperintendent felur hon um á hendur að annast Guðrúnu, svo að henni verði ekki langsamt. Slíks hins sama biður hann móður sína, Gunnhildi, er hann hefur tek- ið heim á biskupsstólinn, ásamt þremur bræðrum sínum, séra Jóni, Þorláki og Halldóri. Síðan gengur Gissur á skip í drottins nafni. Hann hefur tekið sér fari með Stakknum, er legið hefur í Straumfirði i kauptíðinni, og þeir verða vel reiðfara. Gissuri ef tekið með kostum og kynjum i Kaupmannahöfn. Aðfarir hans við Ögmund biskup eru metnar mikið manndómspróf, og háfur Skálholts- kirkju hefur verið meðtekinn fegin- samlega: Þessi hávaxni súperintend- ent frá Skálholti hefur gengið undir jarðarmen hins nýja siðar á iofsam- legan hátt. Konungur eftirlætur hon um biskupsvígslu, og Pétur Palladíus, hinn frægi Sjálandsbiskup, sem harð- ast predikar gegn flakahosunum, uppfinningu sjálfs djöfulsins, vígir hann snemma hausts. Gissuri Einars- syni gefst tækifæri til þess að gista Hamborg enn einu sinni í nokkra mánuði, og áður en hann kveður Kaupmannahöfn, lætur konungur honum í té kvittun fyrii sex hundr- uð niutíu og fimm lóðum silfurs, auk peninga og gullkaleiks þess hins mikla, sem kenndur er við Klæng biskup Þorsteinsson og fylgt hefur dómkirkjunni í Skálholti í nálega fjórar aldir. Barma hans hafa varir U TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.