Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 18.09.1966, Blaðsíða 9
I. Ein bók austurríska rithöfundar ins Stefans Zweigs nefnist Undir Örlagastjörnum, og er þar fjallað um ýmsa örlögþrungna atburði. Einn kaflinn heitir Veraldarmín- útan hjá Waterloo. Þar greinir frá hinni miklu orrustu milli hersveita Frakka undir stjórn Napóleons mikla og sameinaðs liðs Prússa og Eng lendinga, sem þeir Bliicher og Welling ton höfðu forystu fyrir. Ef til vill hafa menn hneigzt til að ofmeta mikilvægi þessarar orrustu. En víst gátu þeir Bluoher og Wellington talið sig haín mikinn öldung að velli lagt er Napoleon var. Keisarinn var fluttur fanginn til eyjarinnar Sankti Helenu úti I miðju Atlantshafi og þar lézt hann sex árum síðar að sumra baldi af arsenikeitrun. Endurskipun Evrópu var ákveðin á Vínarfundinum árin 1814—15, þar sem helztu stjórnmálamenn álf- unnar réðu ráðum sínum. Hið sigr- aða Frakkland átti þar fulltrúa, og ekki er hægt að segja, að Frakkar hafi verið látnir . sæta afarkostum. Landamæri Frakkaveldis voru færð til þess horfs, er var árið 1789, þegar stjórnarbyltingin mikla brauzt út, og enn fremur var þeim gert að inna af hendi nokkrar stríðsskaða- bætur. En Bourbonættin var aftur sett á valdastól. Bourboninn Loðvík sextándi hafði verið hálshöggvinn á byltingarárunum, en nú tók bróðir hans konungstitil og nefndist Loð- vík átjándi. Reynt var að steypa sem flest í Frakklatidu í það mót er verið hafði fyrir byltinguna, en þó var ógerningur fyrir aðal og kirkju að ná jarð- eignum þeim undir sig, er gengið höijiu þessum aðilum úr greipum á síðasta aldarfjórðungi. Áhrifum Bona parteættar, er Napóleon ,mikli var af, var með öllu lokið. Árið 1816 voru allir Bónapartar gerðir útlægir af franskri grund. Napóleon Bonaparte var maður ættrækinn. Hann átti sjö systkini og kom þeim öllum til nokkurra virð- inga, þegar veldi hans stóð sem hæst, og einnig hyglaði hann öðru venzla - fólki. Einn bróðir Napóleons hét Loð- vík. Hann var gerður konungur í Hollandi árið 1806 og bar þann titil í fjögur ár. Loðvík Bonaparte var ekki valið kvonfang af lakara tagi. Hann kvænt ist Hortense de Beauharnais, dóttur Jósefínu Frakklandsdrottningar af fyrra hjónabandi. Hortense var af- burðaglæsilega kona og skáldmæU vel, en þótti laus á kostum, og urðu sam farir þeirra Loðvíks miður góðar. Hortense ól Loðvík þrjá sonu, og var Loðvík Napóleon þeirra yngstur, fæddur árið 1808. Litlu síðar fékk Loðvík skilnað við konu sína á þeim forsendum, að hún væri sér ótrú. Hafa sumir talið, að Loðvík Napóleon væri ekki rétt feðraður. Aðrir telja kvitt þennan uppspuna einn, og vist er um það, að allur æviferill Loðvíks Napóleons mótaðist af því, að hann bar ættarnafnið Bona parte. Loðvík Napóleon ólst upp með móð ur sinni í Frakklandi, en hún var í miklum metum hjá keisaranum. En þegar valdasól Napóleons var geng- in til viðar, var Hortense ekki iengur vært í landinu. Hún var ásökað fyrir að hafa átt hlutdeild í undirbúningi að hundrað daga ævintýri Napó- leons keisara, er hann lagði frá eynni Elbu, sem honum hafði verið fengin til umráða, og náði völdum í Frakk- landi að nýju, unz hann gekk til hinztu orrustu sinnar við Waterloo. Hortense de Beauharnais flæktist borga á milli með Loðvík Napö- len, son sinn. Annar sonur hennar hafði látizt í bernsku, og elzta son sinn var henni bannað að hafa á sín- um vegum, hann varð að vera kyrr í París. Leið drottningarinnar fyrr- verandi lá um Genf, Aachen, Karls- ruhe og Augsburg, en árið 1817 keypti hún kastala í Arenenberg við Konstanzvatn í Sviss og bjó þar löngum þau tuttugu ár, sem hún átti ólifuð. Þarna ólst Loðvík Napóleon upp, Loövík Napóleon Bonaparte. Myndin er ger8 hið sögufræga ár 1848. nema hvað hann stundað. mennta- skólanám í Ágsborg, sem leiddi til þess, að hann talaði frönsku æ síð- an með þýzkum hreim. Að því búnu lagði hann stund á hernaðarverkfræði og stórskotaliðsfræði. Loðvík Napó- leon þótti vænn drengur, viðkvæm- ur og draumlyndur. Snemma mun hann hafa vaknað til meðvitundar um tiginn uppruna sinn, og sannleik urinn var sá, að enn átti nafnið Bonaparte rík ítök í hjörtum margra Frakka. Ekki er annað sýnna en Napó'eon mikli hafi róið að því öllum árum, að um hann skapaðist goðsögn. Ým is ummæli hans, svo sem „Frakkland gefur mér allt“ og „Blessaðir séu þeir, sem veita mér stuðning", benda til þess, að hann hafi séð sjálfan sig í hlutverki Messíasar. Og í útlegð’ inni á Sankti Helenu las hann ritara sínum fyrir minningar sínar, þar sem hann segist hafa haft hugsjónir frönsku byltingarinnar að leiðar- ljósi og verið boðberi friðarins. Þeir, sem fylgt höfðu Napóieoni í útlegð- ina, sneru heim, og ýmsir hershöfð- ingjar hans gáfu út endurminningar sínar. Allt þetta hafði sín áhrif. Og nú var blómaskeið rómantísku stefn unnar, sem dýrkaði mátt einstakl- ingsins. Því mun viðhorf það til keis- arans, er fram - kemur í kvæði Heines um skotliðana (Die Grena- diere) hafa átt hljómgrunn i margra brjóstum. Eftir fall Napóleons voru veður öll válynd í frönskum stjórnmálutn, og má segja, að svo hafi löngum ver- ið allt til þessa dags. Þrír stjórn- málaflokkar komu til sögunnar: ein valdssinnar, konungsssinnar og óháð- ir. Einvaldssinnar voru lengst til |í^PÍÍS|ftl?gJiÍAP0l;EO8fe III. KEISARA T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.