Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1971, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 07.02.1971, Blaðsíða 19
Þ jóðhildarklrkja í Brattahliö eins og menn hugsa sé r hana eftii uppgröft þann, sem þar var gerður fyrlr nokkrum árum. Þar kom allt merkilega vel heim v iö fornsögurnar íslenzku. eitt að því síðar. En frá Diskóeyju er skammt til stranda Baffinslands. Líklegt er, að landnemarnir hafi þá þegar þekkt eyju þessa, og þar sem norðanvindar eru þar tíðir, hafi Þorfinnur karlsefni einmitt valið þessa leið til Vínlands. Hafið við austurströnd Baffins- lands er nú ætíð fullt af hafís, svo að siglingar eru þar mjög hættu; legar eða ómögulegar með öllu. í frásögninni um ferð Þorfinns er hins vegar alls ekki getið um haf- ís. Af því virðist mega draga þá ályktun, að þá hafi enginn hafís verið við sunnanvert Baffinsland og við strönd Labradorskaga. Þótt landnámsferðir íslendinga á Græn landi til Vínlands tækjust miður vel, hafa þó ferðir þangað ekki lagzt niður. Svo segir frá í Skál- holtsannál, að árið 1347 kom skip eitt lítið, grænlenzkt, til Snæfells- ness. Það hafði verið á Marklandi (sennilega Labrador), en á faeim- leiðinni rak það af leið og 'kom til íslands í staðinn fyrir til Græn- lands. Er ósennilegt, að skip þetta skyldi villast til íslands, ef það hefur verið einstakt i sinni röð. Líklegt má telja, að landnemarnir hafi oft farið yfir Davíðssund til Marklands til þess að afla sér húsa- og skipaviðar, sem mikill skortur hlýtur að hafa verið á eftir að samgöngur við Noreg og Ísland urðu fátíðari. En skipaferðir þang- að voru farnar að verða allstrjál- ar fyrir miðja 14. öld. íslenzku landnemarnir á Græn- landi lifðu einkum á kvikfjárrækt. Má glöggt sjá á húsarústum. að víða hafa verið stór kúabú. Má til dæmis nefna, að stærra fjósið á Görðum (biskupssetrinu) hefur ver ið 63% metri á lengd innan veggja. Á meðalstórum bóndabæjum hafa verið frá 10—20 nautgripir og á stórbúum frá 30—40. Á biskups- setrinu hafa verið básar handa 100 nautgripum. IJm tölu sauðfjár er miklu erfiðara að segja, því að það hefur án efa gengið úti allt árið. Þau fáu og smáu fjárhús, sem fundizt hafa, hafa sennilega verið geita eða lambakofar. Má þó telja víst, að stórbúin hafi haft nokkur hundruð sauðfjár. Hestar hafa einnig verið margir, og svína- bein hafa fundizt í sorphaugum. En lant' mmarnir ísienzku létu sér hvergi i erri nægja húsdýr. í Kon- ungssk' gsjá er sagt frá því, „að nofcbrir hnna ríkustu og vitrustu manna :eyni að sá korni,“ en sc. aa ritar sami höf- undur. að flestir í því landi v i okki, hvað brauð sé og hafi lidrei séð brauð. Má af þesf' naika, að kornræktin heUir sjal n heppnazt. Dýraveiðar ma: s konar voru stundaðar af mikJ i kappi. Hreindýr hafa þá sennilega verið mjög algeng, bæði í Ey .fcri- og Vestribyggð. Það eru aðeins 100 ár síðan hreindýrum var útrýmt í Júlíönuvonarhéraði, og í Godthábhéraðj er enn í dag margt hreindýra. Landnemarnir fóru i ver til Norðurseturs, en svo hyggja menn, að þeir hafi nefnt verstöðvar þær, sem iágu á vesturströndinni norð- an við 66. stig nbr. Merkust þeirra var Bjarnarey, en þangað er níu daga róður frá nyrztu bæjum í Vestribyggð. Umhverfis Bjarnarey er sagður vera tólf daga róður. Eftir þessu að dæma, hlýtur Bjarn- arey að vera Diskóey. Norðan við Bjarnareyju lá Eysunes, og þriggja daga róður sunnan við hana voru Karlsbúðir. Við Diskóeyju og allt suður að Holsteinsborg hefur til skamms tíma verið margt rost- unga og smáhvela. Þar ráku IIol- lendingar og Englendingar miklar hvalveiðar á 17., 18. og 19. öld. Má telja víst, að íslenzku landnem- arnir hafi veitt þarna bæði náhvali, hvítabirni og þó einkum rostunga. Af dýrum þessum fengust helztu útflutningsvörur Grænlands. Tenn- ur og hvítabjarnarfeldir voru mjög eftirsóttar vörur í Evrópu á þeim tímum, og vart hafa fundizt sterk- ari ólarreipi til landfesta og reiða en þau, sem igerð voru af rostunga- húð. Fisk- og silungsveiði hefur og án efa verið stunduð heima í hér- aði, og er ekki ólíklegt, að kúa- fóðrið hafi verið drýgt með fiski og þangi. Af frásögnunum um sigling i T t M I N N — SUNNUDAGSBI.AÐ 115

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.