Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 3
tók við jörðinni eftir foreldra sina og þangað til hann kvæntist. Þá kvaddi hún æskiheimili sitt með söknuði, sem hún aldrei gat yfirunnið. Hún fluttist hingað til Reykjavikur og vann á slysavarðstofunni eftir það i 13 ár. Það er þvi óhætt að tileinka henni eftirfarandi ljóðlinur: „Fagurt er að fórna öllu, fórna og heimta engin gjöld. Eiga að loknu ævistarfi, unga sál og hreinan skjöld”. Veiga fór a lýðskólann i Hjarðar- holti og á kvennaskólann á Blönduósi. Hún var prýðilega gefin og hagmælt vel, þótt litið léti hún á þvi bera. Hygg ég að hún hafi þar skammt staðið að baki bræðra sinna Jóns og Hallgrims. Mörg ljóð las hún mér, þegar fund- um okkar bar saman. Við heimsóttum )ft hvor aðra, gistum og höfðum nóg samræðuefni, enda sjaldan mikið sofið. Ævinlega fylgdum við hvor ann- arri á hestum miðja vegu milli bæja. Það var haust, komið fram yfir göngur. Skammdegissmyrkrið grúfði yfir. Veiga átti von á mér og hafði sett ljós út i gluggann. Ég var alltaf haldin myrkfælni, og olli það mér miklum óþægindum. Hugur minn var kominn á undan mér heim að Ljárskógum, og til að dreifa áhrifum haustmyrkursins, reyndi ég að koma saman kvæði, sem ég tileinkaði vinkonu minni. Þetta ljóð er eitt af mörgum minn- ingum um samskipti okkar. Sólin seig i æginn senn var komin nótt. Bjarma sló á bæinn, báran hvildi létt og rótt. Ótal raddir innst i hjarta áfram knúðu ferðamann. Leiðsögnin var ljósið bjarta, lampans, sem að hjá þér brann. Sæla var i sinni svona fagra nótt. Ylinn fann ég inni allir þó að svæfu rótt. Likt og engill leiðstu til min, Ljóminn skein á þinni brá. Ó, ég mætti einatt til þin anda sömu gleði og þá. Beztu kveðju beri blærinn þér frá mér. Sólargeislinn geri gullinn krans að höfði þér. Allar stundir ævi þinnar engill drottins fylgi þér. Veganesti vonarinnar verður bæn til guðs frá mér. Þannig vildi ég einnig kveðja þig nú að leiðarlokum, með hjartans þökk fyrir vináttu og tryggð liðinna ára. Margt gæti ég talið upp, en það veit ég að þú kærir þig ekki um. Það var hljótt um starf þitt, þótt þú fórnaðir kröftum þinum i þjónustu annarra. Umhyggja þin fyrir systkinum og vinum átti sér engin takmörk. Það voru þér þung spor að sjá ástvini þina hverfa héðan, og nú siðast i vor Jófriði systur þina, sem sviplega og óvænt var burtkölluð. Til þeirra hjóna, hennar og Þorsteins Matthiassonar, lágu leiðir þinar oftast siðustu árin. Heilsa þin var fyrir mörgum árum farin að láta sig. En kærleikurinn spyr ekki að sliku. Hann umber allt og þolir allt. Þeir eiginleikar fylgdu þér til hinztu stundar. Við hjónin kveðjum þig með þökk fyrir liðnar stundir. Bræðrum þinum, vandafólki og vin- um sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Það er huggun i harmi að eiga bjartar minningar fram á leið, þvi að orðstir deyr aldregi, hver sér góðan getur. Guð blessi þig, vina min. — Þótt kalt sé um hvilurúmið þitt i dag, spretta þar rósir að vori—. Reykjavik 29.1. 1972 Theodóra Guðlaugsdóttir. Sólveig frá Ljárskógum, eins og hún var oftast kölluð, kom sem mynd inn i lif okkar á Sundlaugavegi 24 árið 1957. Hún varð þá að vissu leyti fjölskyldu- meðlimur okkar um tima. Upp frá þvi hófust náin kynni okkar hjóna af Sól- veigu, og jafnframt þvi óx persónu- leiki hennar i okkar augum. Brageyra Sólveigar var næmt, svo sem annarra skyldmenna hennar, og tilfinningin fyrir islenzku máli við- kvæm, enda hafði hún svo góða þekk- ingu á þvi, að margur lærðari mætti vera stoltur af. Svo hógvær og siðprúð i öllu sinu framferði og svo trygg, sem hún var vinum sinum, svo bjart skinu gáfur hennar og tigulleiki hins innra manns. Þær stundir, sem við hjónin áttum i góðu tómi með Sólveigu meðan hún dvaldist á heimili okkar og siðar, gleymast okkur ekki. Þær byggðu upp hlýtt hugarfar og sýndu glöggt þroska hennar og hæfileika til að miðla öðrum góðu. Væri rætt um ferðalög og nátt úruskoðun Islands eða verið saman á ferðalögum áttum við áhugasaman viðmælanda og opinn hug Sólveigar, þvi fáu unni hún meira en fögru lands- lagi og hreinleik islenzks viðsýnis, enda átti skap hennar og manngerð þar skyldleika og fann með þvi sam- leið. Sjaldan gekk Sólveig heil til skógar. Ekki lá hún þó á liði sinu við störf og skyldur, þrátt fyrir miklar þjáningar, þegar sjúkdómur sá, sem dró hana til dauða hrjáði hana siðustu misserin. Hetja var Sólveig i helstriði sinu eins og endranær. Þótt skilningur okkar mannanna á liðan hennar og heilsufari hafi ekki ávallt verið réttur, bar hún kærleika og þolgæði með sér til hinztu stundar. Það var styrkur fyrir dauðlega sál að standa við sjúkrabeð Sólveigar og heyra sáttfýsi hennar við ástand sitt, þegar hún vissi að hverju stefndi með heilsu hennar, þótt þær vonir brygðust, sem hún bar svo hreinar i brjósti um að mega komast, þótt ekki væri nema nokkrar vikur eða daga, heima af sjúkrahúsi og hafa á ný sam- band við þau heimili, sem hún þekkti og átti skyldleika við. Af þessum sið- ustu kynnum okkar við Sólveigu stafar hvað skærastur ljómi, og skulu henni nú færðar þakkir frá okkur og börnum okkar fyrir það allt og þá fyrirmynd, sem hún skilur eftir vinum sinum og samferðamönnum. Guðrún og Friðgeir Grimsson. Þann 29. jan. s.l. var til moldar borin Sólveig Jónsdóttir frá Ljárskógum, ein af ágætustu dætrum Dalabyggða. Hér verður ekki æviminning skráð, né eftirmæli rituð, það munu aðrir gera, mér færari. Aðeins horft um stund á hugljúfa geisla minninga, sem góð og göfug mannssál gaf mér. Sólveig var ein úr hópi hinna gáfuðu og skemmti- legu Ljárskógasystkina, sem fetuðu I fótspor foreldra, sem rikir voru af gestrisni og góðvild. Ljárskógaheimil- ið var þvi löngum gjöfult, ef til vill oft um efni fram. Sólveig var góðum gáfum gædd, skemmtileg I viðræðum og prúðmenni hið mesta. Unni hún heimabyggð heils hugar, hvort sem klædd var vorskrúða eða vetrarfeldi. Hafði glöggt auga fyrir náttúrufegurö. Heyrði litil vas- andi hagablóm, lækjarnið og ölduhjal við strönd Hvammsfjarðar syngja fagran óð um fegurð jarðlifs. Orðhög var hún og vel ritfær. Orti sjálf hugljúf og fögur ljóð, sem fáum munu kunn vera. Virðist listhneigð og ljóðagerð hafa verið þeim Ljárskógarsystkinum rikulega I blóð borin. Sólveig var trygglynd og vinföst. Bar langvarandi vanheilsu með hetju- lund og sýndi jafnan fullt tillit sam- íslendingaþættir 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.