Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 4

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 4
feröafólkinu. Var hún þvl hollur starfskraftur á Slysavaröstofu Reyk- javíkur. En þar vann hún um margra ára skeiö meö samvizkusemi, trú- mennsku og hjartahlýju. Nú er hún laus úr likamsviöjum eftir langan og þungan þrautaferil. Bar hún slik örlög með stillingu og rósemi. Var henni þó ljóst, aö hvert dægur bar hana nærhurðinni, sem aðskilur heim- ana. Hún var trúuð kona, sem vissi að guös hjálp er nálæg, bæði i gleði og þjáningu. Ættingjarog vinir Sólveigar frá Ljárskógum drúpa daprir höfði. Við finnum öll, að við höfum I bili mikið misst, en vitum þó að við erum auðug, þvi við höfum kynnzt göfugu og góðu konunni með ljósið. 29 1 ’72 Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Löngumýri. Aköf, barnsleg tilhlökkun er sú kennd, sem ég endurlifi þegar ég kalla fram i hugann fyrstu endurminningar minar um föðursystur mina, Sólveigu Jónsdóttur frá Ljárskógum, sem and- aðist hinn 20. þ.m. eftir skamma en þunga legu, 69 ára að aldri. Þá var ég strákpatti i foreldrahúsum i Grinda- vik, og það varö heldur en ekki hreyf- ing á mér og bræðrum minum, þegar mamma eða pabbi kunngeröu okkur mitt i ævintýrasnauðum hversdags- leikanum, að nú væri Veiga frænka að koma i heimsókn. Og þegar svo leið að þvi að rútan „innanað” kæmi, var eftirvænting okkar orðin slik, að viö ýmist sátum uppi á eldhúsborði og ein- blindum út um gluggann á ákveöinn stað, þar sem viö áttum vist að sjá bilnum bregða fyrir á leið inn i þorpið, ef árveknin ekki sviki okkur, eða ráfuðum spölkorn upp eftir aðalgöt- unni, en meö þvi móti gátum við séö til rútunnar i talsverðum fjarska. Sjálf- sagt hefur hugurinn stolizt nokkuð oft niður i föggur frænku meðan við biðum þess óþreyjufullir að koma hennar yrði að veruleika, enda brást það ekki, aö þegar hún var búin aö dusta af sér feröarykiö, fór hún ofan I töskuna sina og rétti okkur einhvern glaðning. En það var aðeins nokkurs konar hátiöar- auki. Hátiðin sjálf var allur sá timi, sem Veiga dvaldist heima hverju sinni, og þá var skemmtilegra að lifa en aðra daga. Eftir að ég fullorðnaðist, hitti ég Veigu frænku af og til, og þó miklu sjaldnar en ég nú hefði kosið. Kynni okkar urðu samt nógu mikil til þess, að ég sannfærðist um að hún hefði óvenjulega mannkosti til að bera. Samvizkusemi, vingjarnleiki, hjálp- fýsi og litillæti voru þeir eiginleikar, sem mest bar á i fari hennar. Hún var prýöisvel gefin og las mikiö sér til fróöleiks og skemmtunar. Eitt sinn sagði hún mér, aö bækur væru sinni eini veikleiki, og átti þá við að bækur væru hinn eini veraldlegi munaður, sem hún af litlum efnum léti eftir sér að eignast. Þetta held ég að hafi ekki verið fjarri sanni. t litiu risibúðinni að Leifsgötu 11, sem var heimili frænku minnar siðasta æviskeiðið, var að minnsta kosti ekki fyrirferðamikil né áberandi sú menning, sem talin er fel- ast i dýrindis húsbúnaði og verð- mætum munum, án þess þó að nokkurs væri vant. Hér skein hins vegar á móti manni af hverjum hlut, og hvert sem litið var, hin hreina og tildurslausa menning, sem aðeins fólki með gott hjartalag er auðið að vekja til lifs um- hverfis sig, en kóróna þess og gim- steinn fannst mér vera litli veggurinn i stofunni, sem nærri var alþakinn bókum. Núna þegar Veiga frænka er horfin af sjónarsviðinu fyrir fullt og allt, finn ég glöggt, að fyrir mér hefur hún alltaf verið og mun alltaf verða, sama gamla góða frænkan og forðum daga gerði mig næstum ruglaöan af tilhlökkun, þegar hennar var von í ehimsókn. Og þótt hún hafi nú kvatt okkur, sem hún heimsótti, hinzta sinni og lagt upp i þá för, sem enginn á afturkvæmt úr, þá veit ég að hún mun samt verða gestur okkar enn um sinn, þótt með öðrum hætti sé en áður, og halda áfram að ylja okkur um hjartarætur með ástúð sinni og góðleik. Vertu sæl, Veiga min, og innilegustu þakkir. Nonni. Sólveig Jónsdóttir, frá Ljárskógum i Dölum vestra, lézt á Heilsuverndar- stöð Reykjavikur þann 20. jan. sl. Sjúkleika þess, er dró hana til dauða, haföi hún kennt siöastliðið ár. Hún lá þó ekki á sjúkrahúsi nema i kringum tvo mánuði. Sólveig fæddist i Ljárskógum 5. okt. 1902, dóttir hjónanna Jóns Guðmunds- sonar óðalsbónda þar og konu hans Onnu Hallgrimsdóttur. Hún ólst upp á heimili sinu til fullorðinsára, i fjölmennum systkinahópi — fimm bræður og þrjár systur. Er foreldrar systkinanna dóu, tóku börn þeirra viö búinu og ráku það um skeið sameigin- lega, unz flest þeirra stofnuðu eigin heimili, og fóru að heiman. Nokkru siðar keypti Guðmundur, elzti sonur hjónanna, Ljárskóga af systkinum sinum og hefur hann búið þar siðan. — Þá fluttist Sólveig alfarin að heiman til Reykjavikur, og gerðist starfsstúlka hjá Slysavaröstofu Reyk- javikurborgar, hvar hún vann siðan til hinztu stundar. Ég, sem þessar linur rita, er ná- kunnugur þeim Ljárskógasystkinum — enda kona min Sólveig Jóhanns- dóttir þeim náskyld, eða systkinabarn þeirra i báðar ættir. 011 kynni min af Ljárskóga systkin- unum, eru með þeim ágætum, að á betra verður ekki kosið, enda náin samganga og samfundir milli heimilis mins að Leifsgötu 32 og þeirra, um fjörutiu og tveggja ára skeiö. Af Ljárskógasystkinum eru nú fjögur horfin af okkar lifssviði, þau: Jón, söngvari og skáld, Ragnheiður, Jófriður og nú Sólveig. Við hjónin minnumst þeirra allra fyrir elskulega vináttu og hugljúfar samverustundir. Þá vilja börn okkar hjóna, átta talsins, þakka af hjarta og hlýhug, þeim systr- um öllum fyrir sumarbjarta gleöi- daga, er þau hafa öll notið á æskuárum sinum á heimili þeirra i Ljárskógum. Þau voru þar i „sveitinni” sumar eftir sumar, oftast tvö i senn. Fyrst hjá gömlu foreldrunum og siðar hjá börn- um þeirra. Þau minnast systranna þriggja með órofa þakklæti, þvi fyrst og fremst kom það auðvitaö i þeirra hlut, að sjá þessu smáfólki farboröa. Eftir að Sólveig fluttist til Reykja- vikur, mátti segja að hún yrði sem næst ein af fjölskyldunni hér á Leifs- götu 32, að minnsta kosti hvað sam- heldni og vinskap snerti. Þeim frænk- um og nöfnum féll svo vel, aö fátitt mun, að systrum semji betur. Þær löðuðust mjög hvor að annarri. Sólveig var hér nær daglegur gestur, enda bjó hún lengst af hér við götuna (Leifsg. 11). Einnig var hún oft meö okkur hjónum og börnum i sumarhúsinu, og ýmsum smáum og stórum feröalögum um landið. Sólveig Jónsdóttir var mjög vel af guöi gerö. Ekki einasta hve hún var brosmild og aölaðandi persóna, vel klædd og hrein hiö ytra, heldur og lika hve gáfuð hún var og vel gerö I sinu andlega lifi. Eins og þau fleiri Ljár- skógasystkini, var hún vel hagmælt — orti ljóö, þótt þeim hafi ekki verið flikaö. Hún var söngvin og skemmtileg i samræðum, vel lesin og fjölfróð, enda átti hún góðan bókakost, ef miðað er við aðstæður. Sólveig var geðprúð og viömótsþýð við alla, og er þaö dæmigert, aö þær tvær fjölskyldur, er hún hefur leigt hjá hér i borg (á Sundlaugaveg 24 og Leifsg. 11.), hafa sýnt henni slika tryggö og vináttu til hinztu stundar, að meö eindæmum er. Ég hygg lika, aö samstarfsfólkiö á slysavarðstofunni minnist hennar einnig meö hlýjum 4 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.