Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 10
Engilbert Gíslason listmálari, Vestmannaeyjum Lengur hefur dregizt en skyldi að minnast Engilberts Gislasonar málarameistara og listmálara, sem andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 7. desember s.l. Engilbert var einn elztu Vestmanna- eyinga, er hann andaðist. Hann var merkur maður, sem skildi eftir sig dagsverk, sem mun verða honum óbrotgjarn minnisvarði( en eftirlifandi kynslóðum til ánægju og fróöleiks. Með málverkum sinum af byggö og máttúru Vestmannaeyja hefur hann lagt ómældan skerf til skráningar á sögu Eyjanna. í verkum Engilberts Gislasonar, bæöi málverkum og pennateikningum, er varðveitt saga atvinnuhátta og byggðar i Vestmanna- eyjum z mestu umbrota- og breytinga- timum, sem oröið hafa með þjóöinni frá Islandsbyggð. En áuk þess, sem mörg málverk hans og teikningar varðveita liðna tið, þá eru þau umfram allt gerð með höndum listamanns, sem haföi næmt uaga fyrir ljósi og litum, og fáir held ég að fari i spor Engilberts að mia bortnandi báru eða freyðandi öldu, jafnvel þó að leitað væri frægra nafna. t ágætu verki Björns Th. Björns- sonar um islenzka myndlist sakna allir Vestmannaeyingar mynda eftir Engil- bert Gislason. 1 daglegu lifi var Engilbert hógvær hans alla tíð. Mióðir hans var Ásta Eiríksdóttir, ‘Bjarnasonar frá Heiði. Móðir hennar var Steinunn Ás- prímsdóttir frá Ytri-Dalhæ. 'Einar, faðir Eiríks. var sonur Jóns Biarna sonar frá Heiði og konu hans, Si?- ríðar 'Þórhallsdóttur. Eins og siá og hlédrægur maður, sem gerði aldrei kröfu til þess að vera kallaður lista- maöur, þvert á móti afsakaði hann iðulegast verk sin og bar af sér þann veglega titil. En verkin lofa meistarann og prýða heimili og stofn- anir hér i Vestmannaeyjum og annars staðar um laiídið. Og á hvern hátt, sem menn vilja túlka þetta vandasama og umdeilda orð — list — þá er eitt vist, að með myndum sinum hefur Engilbert má. voru Einar og Ásta bræðra- börn o? mæður þeirra bræðra. Eiríks og .Tóns og móðir Sigríðar voru svstnr. Þessi grein ætt.nr Ei- ríks er kennd við Hlíð í Skaftár- tungu. Eiríkur Skúlason. náð þvi, sem ekki er öllum gefið. Myndir hans margar hrifa og eru eftirminnilegar, sérstaklega sjávar- myndir, og yfir mörgum þeirra er glöð og heið birta „impressionistanna”. Engilbert Gislason fæddist á Tanganum i Vestmannaeyjum, 12. október 1877. Foreldrar hans voru Gisli Engilbertsson , verzluna rarstjóri i Tangaverzlun og kona hans Ragnhildur Þórarinsdóttir, bæði ættuð úr Rangárþingi. Þau hjón voru kunn á sinni tið i Eyjum og er margt manna frá þeim komið. Gisli var vel látinn og hagyrðingur ágætur. Engilbert var þriðji i röð 5 systkina, en þau voru: Guðfinna, sem gift var Halldóri Guð- mundssyni raffræðingi, (var þeirra sonur Gisli, hugvitsmaður og verk- fræðingur), Þórarinn skrifstofustjóri, kvæntur Matthildi Þorsteinsdóttur frá Dyrhólum i Mýrdal, Katrin gift Páli Ólafssyni frá Hliðarendakoti, og yngst Elinborg, húsfreyja i Laufási, kona Þorsteins Jónssonar, útvegsmanns og skipstjóra, er hún nú ein á lif þeirra systkina. Frá þvi Engilbert mundi fyrst eftir sér, var hann að mála og teikna, þó að á þeim tima væri erfitt að eignast lita- kassa og teiknipappir. En það sýnir ef til vill bezt, hvað i honum bjó, það litla atvik, að 2 enskir náttúrufræðingar, sem dvöldu I Vestmannaeyjum á æskuárum hans voru svo ánægðir með mynd af blálöngu, sem Engilbert hafði teiknað fyrir þá, að þeir sendu honum litakassa og teiknipappfr. Kom þetta hinum listhneigða unglingi að góðum notum. Engilbert settist i Lærða skólann, sem Menntaskólinn hét þá, en hætti námi vegna veikinda og stundaði siðan um tima verzlunarstörf i Reykjavfk, hjá Sturlubræðrum. Arið 1899, sigldi hann ti 1 Kaupmannahafnar og hóf nám hjá fyrirtækinu Chr. Berg & Sön, vann hann þar einkum við viðarmálun húsgagna. tlti i Kaupmannahöfn voru i þann tið, margir merkir Islendingar, sem siðar urðu i fremstu röð islenzkra listamanna, eins og Einar Jónsson og Asgrimur Jónsson. Kynntist Engilbert 10 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.