Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 12

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 12
Vilhjálmiir Svanberg Helgason °g Jóhanna Sveinsdóttir frá Grund i Mjóafirði Á fyrsta degi þessa vetrar var aust- firzk húsfreyja jarðsungin frá Kefla- vikurkirkju. Það var Jóhanna Sveins- dóttir. Voru þá liðnar 20 vikur frá þvi maður hennar, Vilhjálmur Helgason, var kvaddur á sama stað. Jóhanna var fædd að Hleinargarði i Eiðaþinghá 24. janúar 1897. Foreldrar hennar voru Sveinn bóndi Jóhannsson frá Seljamýri i Loðmundarfirði og Oddný Oddsdóttir frá Hreiðarsstöðum i Fellum. Þau fluttust búferlum að Neshjáleigu i Loðmundarfirði þegar Jóhanna var á sjötta ári. En sex árum siðar flytja þau að Vestdal við Seyðisfjörð. Jóhanna fór úr foreldrahúsum litlu eftir ferminguna og vann á ýmsum stöðum á Seyðisfirði og viðar. En sautján ára gömul fór hún til Odds bróður sins, sem bjó á Minni-Dölum, innsta býlinu i Dalakálki i Mjóafirði. Dvöl hennar i Kálkinum varð svo nokkuð löng. Haustið eftir, 1915,giftist hún Vilhjálmi Helgasyni á Grund. Þau settu þar saman bú og bjuggu á Grund i 43 ár,eða allt til ársins 1958. Þá fluttu þau búferlum i Kastalann, innar meö firðinum, sem siðar verður greint frá. Margur skilur illa að una megi lifinu á „útskögum”. Og e.t.v. er það heldur ekki á allra færi. En Jóhanna kunni áreiðanlega þá list. Viðhorf hennar til umhverfisins voru jákvæð. Hún unni gróðri og umgekkst málleysingjana með móðurlegri umhyggju. Og ég hygg, að stórfengleg umgerð byggð- arinnar i Dalakálki hafi verið henni allt i senn: kirkja, konsert, og list- sýning. Jóhanna og Vilhjálmur áttu miklu barnaláni aö fagna.Börn þeirra urðu fimm; Helga er búsett i Neskaupstað, Arngrimur i Keflavik, Sveinn i Neskaupstað, Helgi i Reykjavik og Þorvarður i Þorlákshöfn. Bræðurnir eru allir kvæntir; Helga missti mann islenzkra húsfreyja, sem i mestri kyrrð og með stærstri prýði skila þjóð- félaginu dagsverki sinu i mynd nýrrar kynslóðar. Jóhanna Sveinsdóttir var ágætum gáfum gædd, kona frið sýnum, hæglát i fasi og hlý i viðmóti. Bókhneigð var hún og fylgdist með málum af lifandi áhuga. sinn fyrir nokkrum árum. Börn þessara Grundarsystkina eru orðin sextán,og enn ný kynslóð er komin til sögu. — Þess má geta, að fleiri ung- menni skyld og óvandabundin fóstruð- ust upp með þeim Vilhjálmi og Jóhönnu um árabil. Ævisaga Jóhönnu á Grund er sem dæmigerð fyrir lifshlaup þeirra 12 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.