Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 13

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 13
Þyri Ágústsdóttir fró Vestmannaeyjum Það var ekki greiðfært um norður- byggð Mjóafjarðar lengst af þeim tima, sem þau Vilhjálmur bjuggu I Dalakálki. Og sizt var húsfreyj^n á Grund daglega á ferð inni á byggðinni. En vel var gestum fagnað þar á bæ þegar að garði bar,og hallaði ekki á um gestrisni bóndans og hús- freyjunnar. Mildur blær er yfir endurminningum minum um þessa ágætu konu. Mér finnst nú þegar leiðir skilja um sinn, að maður hafi raunar þekkt hana allt of litið, þvi hún var i þeim hópnum, sem mannbætandi er að umgangast. Vilhjálmur Helgason var fæddur á Brekku i Mjóafirði 26. september 1888. Foreldrar hans voru Helgi Hávarðs son, slðar lengi vitavörður á Dalatanga, ættaður úr Mjóafirði, og Ingibjörg Þorvarðardóttir, skaft- fellskrar ættar. — Þau hófu búskap i Haga^en fluttust að Grund þegar Helga bauðst vitavarzlan á Dalatanga. Vilhjálmur mun hafa verið átta ára gamall þegar hann kom i Kálkinn,þar sem hann átti eftir að dveljast á sjöunda tug ára að undanskildum nokkrum vikum eða mánuðum, sem hann var við sjóróðra inni i Brekkuþorpi, og svo einum vetri, sem hann var i Firði hjá Sveini ólafssyni, þá unglingur. A þessum árum var litið um skólagöngu i sveitum landsins. Sveinn i Firði veitti Vilhjálmi nokkra tilsögn, m.a. Idönsku og reikningi og vafalitið i islenzku. Sveini mun hafa þótt vel tekið á móti tilsögninni. Svo mikið er vist,að hann bauð að styrkja Vilhjálm fjárhagslega, ef hann réðist til skóla- göngu. Sagði Vilhjálmur svo frá siðar, að það hefði verið sér mikil freisting, þvi að hann langaði mjög til að læra og einkum að verða læknir. ' A þeim árum var þröngt i búi hjá foreldrum hans, ómegð þeirra mikil, en hann elztur barnanna. Og þá á kvörðun tók hann, að hjálpa þeim og kveðja að fullu dýran draum um skólagöngu. Helgi lézt árið 1922 og tók þá Vil- hjálmur við vörzlu vita og þokulúðurs. Siðar bættist við radiómiðunarstöð og veðurathugun. Starfið við vitastöðina var orðið nokkuð langt um það er þvi lauk 1958. Er ekki fjarri að segja það hafa staðið i hálfa öld, þvi auðvitað var hann hjálparmaður föður sins þegar i æsku. Þeir feðgar stunduðu búskap af kappi, þvi greiösla fyrir vitavörzluna var litil fram eftir árum. Bú Vilhjálms var i meðallagi stórt, en afurðagott svo að af bar. Mun hann hafa verið ágætur fjármaður.en auk þess bæöi forsjáll og harðduglegur að Fædd 7. des. 1934 Dáin 10. des. 1971 Obú, sem leggur þeim á her®ar þunga raun á kveðjustund, Iblíði guð, ó, bezti faðir, hlessa þá á alla lund. Gef þeim þrek að standast strauma, stríðviðrin og lífsins hret, börnin litlu, ljúfu hennar leið þú, drottinn, sérhvert fet. Gleðigjafi þjáðra þjóða, þinna barna heyr þú kvak, helþungt myrkur harms og sorgar hreinsa burt og frá þeim tak. hverju sem hann gekk. Og i hans búskap var það boðorð fyrst og siðast að hafa ævinlega gnægð fóðurs á haust nóttum.hvað sem i skærist. Systkinin á Grund, börn Helga og Ingibjargar, voru alls þrettán. Tiu þeirra náðu fullorðinsaldri. Þótti það gjörvilegur hópur til likama og sálar. Sum bjuggu i Mjóafirði um skeið, en siðan lágu leiðir þeirra i önnur byggðarlög, nema Vilhjálmur tók við merkinu úr hendi föður sins og stóð vörð við yztu höf i hálfa öld. Þótt annasamt væri hjá bónda og vitaverði að Dalatanga og langt þaðan á þingstað sveitarinnar, þá var Vil hjálmureigi að siður kvaddur til félags- málastarfa. Sat hann m.a. i hrepps- nefnd um árabil og var lengi i stjórn Búnaðarfélags Mjóafjarðar og fulltrúi þess á aðalfundum Búnaðarsambands Austurlands. — Þótt engin yrði skóla- gangan, þá kom i hennar stað sjálfs- menntun að þvi marki,að maðurinn stóð fyrir sinu hvar sem hann fór. Arið 1958 fluttust þau Vilhjálmur og Jóhanna inn i Brekkuþorpið og bjuggu þar sem heitir i Kastala i fjögur ár, höfðu þar litilsháttar búskap. Þá lá leiðin til Norðfjarðar, og vann Vil- hjálmur næstu árin við kjötvinnslu Kaupfélagsins Fram. En 1968 flytja þau suður i Innri-Njarðvik, þar sem þau dvöldu i skjóli Arngrims sonar sins siðustu æviárin. Gef þitt ljós á lífsins vegi lýsi þeim í hjörtum inn, 'blíði guS, ó, böm og föður blessa þú niú, drottinn minn. Er steðja að þér stundir sorgar, Steindór, góói vinur minn, þér ég dýpstu samúð sendi, sanni góði drengurinn. Þér ljómi allbaf ljós frá hæðum á lífsins brautu, hvar sem er, Drottinn vaki daga og nætur, daga og nætur yfir þér. Þessi _ fallegu kveðjuorð Aðal- björns Úlfarssonar frá Vattarnesi, sem hann sendi vini sínum, Stein dóri Hjartarsyni, er hann, 10. des. Vilhjálmur andaðist 28. mai 1971 og Jóhanna 14 október. Útför þeirra var gerð frá Keflavfkurkirkju. Eitthvert sinn fór ég á fund þeirra Vilhjálms og Jóhönnu, þegar þau bjuggu i Kastalanum,og fékk að skrifa niður frásögn hans af hvitabjarnar- veiði i Dalakálki 1918 og af harmsögu- legum atburði tengdum skipsstrandi á Dalatanga nokkru fyrir hans daga. Birtist sú frásögn i jólablaöi „Austra” það ár. Oftar fór ég á fjörurnar við nafna minn sömu erinda. En hann svaraði þá jafnan, að frá sinni ævi væri raunar ekkert að segja! — Mér fannst þetta fráleitt. Hann, sem hafði gætt vitastöðvarinnar á Dalatanga i hálfa öld af frábærri kostgæfni og áreiðanlega farið marga hættuför um Skriðurnar að vetrarlagi, m.a. i þágu vitanna. En þeir menn, sem á langri ævi eiga þann metnað einan fyrir sjálfa sig, að rækja i verki skyldurnar við sarhfélagið og komandi kynslóð, þeir eru sjaldnast að þvi skapi miklir sögumenn,s_em þeir skila stóru dags- verki. — Við, gömlu sveitungarnir, eigum margar góðar endurminningar um hann Vilhjálm á Grund, og kveðjum hann með söknuði og þökk. Okkur ,,er það nóg að hann var hetja og íslendingur.” Vilhjálmur á Brekku. islendingaþættir 13

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.