Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 14

Íslendingaþættir Tímans - 16.03.1972, Blaðsíða 14
s.l. missti Þyri, konu sína, vildi ég gjarna igera að mínum eigin orð- um. Þyri Ágústsdóttir og Steindór frá Auðsholtshjáleigu í Ölveri, voru gefin saman í Kotstrandar- kihkju þann 20. maí 1956. Á samvistarárum þeirra fæddust þeim fimm mannvænleg böm. Það elzta 16 ára sonur, þá 14 ára dótt- ir, 7 ára tvíburadrengir og hið yngsta er 6 ára dóttir. Eftir því var tekið, hve heimili þeirra hjóna bar mikinn svip manndóms, innan bæjar jafnt sem utan. Mætti maður þessum hópi á förn um vegi, var ekki hægt annað en veita því athygli og dást að því, hvað drottinn getur verið gjöfull, þegar hann vill hafa þann háttinn á framgangi lífsins. En tilveran er oft algerlega óskiljanleg. Á síðast liðnum jólum fór Steindór með barna hópinn sinn til kirkju eins og und- anfarin jól. En nú lá leiðin úr kirkjunni ekki heim eins og venja hafði verið, heldur út í kirkjugarð til þess að minnast þar við eitt ný- tekið leiði, eiginkonunnar og móð- urinnar. Gæti átt hér við sem víðar, það sem Kristján fjallaskáld kvað: Heimurinn er leikvöllur heimsku og harms, hryggðarstunur bengmála syrgjandi barns. Kristín Björnsdóttir frá Höfn Fædd 22.6. 1909 Dáin 2.2. 1972 Eilíft líf! Ver oss huggun, vörn og hlíf, lif í oss, svo ávallt eygum: æðra lífið, þó að deyjum. Hvað er allt, þá endar líf? Eilíft líf! Matth. Joch. Þetta vers Matthíasar kom mér í hug, þegar ég, óviðbúinn frétti lát vin- og nágrannakonu minnar, frú Kristínar Björnsdóttur, Hafnar braut 20 hér á Höfn. Sólgerði heit- ir það húsið hennar, þar sem hún hefur búið alla sína búskapartíð ásamt sínum elskaða eiginmanni, Óskari Guðnasyni frystihússtjóra. Kristín Björnsdóttir fæddist í Dilksnesi, dóttir þeirra merku hjóna, Lovísu Eymundsdóttur og Björns Jónssonar oddvita Nesja- hrepps. Að Kristínu stóðu ein- hverjar merkustu ættir Hornfirð- inga, amma hennar Halldóra, var dóttir Stefáns Eiríkssonar alþing- ismanns í Árnanesi, en afinn sjálf- ur, Eymundur, hinn mikli þjóð- hagasmiður, skáld og margt fleira, og í föðurættina hin mikla Hof- fellsætt. Björn faðir hennar, sonur Jóns Guðmundssonar söðlasmiðs og bónda í Hoffelli, svo óhætt er um það að ekki var ættin af verri endanum, enda sýndi Kristín það bæði í verkum og allri umgengni, að þar sem hún var fór góð og mikilhæf kona. Lífið allt er blóðrás og logandi und, sem læknast ekki fyrr en á aldurtilastund. Ó, þú lífs og Ijóssins herra, sendu frá þínu himneska hásæti líknandi náðargeisla til hinna sorg mæddu barna. Léttu þeim stríðið í hinni þungu lífsreynslu. Þá er það einnig von okkar og bæn, að þú lítir í náð til hins syrgjandi eigin- manns, að þú sendir honum hjálp til að halda barnahópnum sínum saman og ala þau upp í anda þinn- ar kenningar, eins og hans heitasta takmark, — er og verður. Líttu einnig af sérstakri náð til Pálínu Eiríksdóttur, ömmu þessara barna. Hún eignaðist 6 dætur, en varð að sjá á bak fjórum þeirra í blóma lífsins. Hin mikla fórnarlund henn- ar virðist engin takmörk sett. Nú aðstoðar hún eftir mætti hin móð- urlausu dótturbörn sin. Við hjónin þökkum Þyri fyrir ágæta viðkynningu, hennar traustu vináttu og það sólskin, sem hún flutti í hús okkar, þegar hún gerði sér ferð til að tala við Her- dísi, konu mína og stytta henni stundirnar. Við hjónin vottum eiginmanni, hina fyllstu samúð okkar. börnum og öllum vandamönnum Vestmannaeyjum 5. jan. 1972, Stefán Jónsson frá Steinaborg. 14 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.