Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 23.03.1972, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR 5. TBL. — 5, ÁRG — FIMMTUDAGUR 23. MARZ — NR. 72. TIMANS Pétur Sigurðsson Fæddur 27. nóv. 1890. Dáinn 21. febr. 1972. Pétur Sigurðsson fæddist 27. nóv- emberárið 1890að Hofi á Höfðaströnd. Hann andaðist á heimili sinu 21. febrúar sl. og var þvi á 82. aldursári sinu er hann lézt. Ég ætla mér ekki i þessum fáu orð- um að rekja náið æviferil Péturs Sig- urðssonar. Hann fór ungur til Noregs og iærði þar húsgagnasmiði. Kvæntist Sigriði Torfadóttur árið 1916, fluttist fáum árum siðar með henni til Kanada. Heim komu þau aftur árið 1930 og settust þá að i Reykjavik. Heimili sitt fluttu þau til Kópavogs, Suðurbrautar 6, laust fyrir árið 1950 og bjuggu þar, þar til frú Sigriður and- aðist vorið 1965. Ekki undi Pétur sér einn i húsi sinu eftir missi konunnar, en keypti ibúð að Ægissiðu og dvaldist þar til dauðadags, þar sem hann naut ástrikrar umönnunar Mariu dóttur sinnar. Þau hjón eignuðust tvö börn, sem bæði lifa, þau frú Mariu hjúkrunar- kennara að Ægissiðu 68 og Ezra lækni, sem búsettur er i New York. Pétur Sigurðsson var landskunnur maður og meira en það. Hann var fyrst og fremst þekktur fyrir þau störf, sem af mönnum verða bezt unnin, störf, sem miðuðu að siðbót, aukinni menningu, bindindi og velfarnaði ann- ara, auk ritsnilldar og málsniildar, en á þessu sviði var hann svo stórvirkur og góðvirkur að fátitt er. Bækur samdi hann, ekki allfáar, sem út voru gefnar, mánaðarritinu Einingu ritstýrði hann i fjöldamörg ár, og átti i þvi riti jafnan meiri partinn og oft bezta partinn sjálfur. Greinar hans i blöðum og erindi i útvarpi vil ég helzt segja að séu óteljandi, að ekki sé gleymt ræðum hansá fundum og þingum, sem enginn veit tölu á. Það mátti lika segja um Pétur Sigurðsson, að hann væri ekki einn i ráðum. Svo vel var hann kvænt ntstjón ur að betra getur ekki orðið. Hjóna- band hans var einn samfelldur hveiti- brauðsdagur. Það hlýtur að vera léttara fyrir þá menn að vinna og af- kasta miklu, sem þeirrar gæfu njóta. Pétur orti mikið og oft vel. Ásta- visurnar og ljóðin til eiginkonunnar lágu á vörum hans. Hann vissi hvað hann átti, er var hin indæla kona hans, húsvörðurinn, sem gerði heimili hans að sælustað. Hann barðist fyrst og fremst fyrir velferð heimilanna og vissi manna bezt, hvað góð kona getur afrekað. Pétur Sigurðsson var predikari, einn hinn mesti, er ég hefi heyrt, predikari af guðs náð. Það sagði hann mér, að þetta starf eitt hefði hann kosið að rækja. svo iengi sem kraftar entust, hefði hann getað ráðið þar um. Sem opinber erindreki i all mörg ár, þurfti hann einmitt á þessum hæfileikum að halda. Til flestra starfa mun hann hafa verið hæfur vel, en meistari hins talaða orðs var hann, sniliingur, sem fátt stóðst fyrir, er honum tókst bezt upp, maður, sem menn hlustuðu á hljóðir og með andakt. Og alltaf var hann ómótstæðilegastur er hann talaði blaðalaust, sem oft, jafnvel oftast, mun hafa verið og alltaf að miklu leyti. Ég sem þessi orð rita, átti þvi láni að fagna að vinna nokkuð að félags- málum með Pétri Sigurðssyni. Hann ivar frumkvöðull að stofnun Bindindis- félags ökumanna, en þar var ég fram- kvæmdastjóri i all mörg ár. Trygg- ingafélagið, Abyrgð h/f, á honum lika margt gott upp að unna. Hefði Péturs ekki notið við, tel ég ekki ó'ruggt aö fé- lög þessi væru til i dag. Svo var áhug- inn mikill, að fundi sótti hapn stundum svo veikur, að flestir aðrir hefðu kosið að liggja i rúminu. Hann var sæmdur gullheiðursmerki BFÖ. Engum manni hefði ég kynnzt, sem mér þótt betra að þekkja en Pétur Sig- urðsson. Sama var um konu mina og fjölskyldu, en við öll nutum þeirrar gæfu að vera nánir vinir hans. Hann var hrein sál, vitur og góð, sem alla sina jarðvistardaga vann að mann- bótum, að þvi að hreinsa sorann úr mannlifinu, leiðbeina og hjálpa. Pétur Sigurðsson var einn af ágætustu sonum sinnar þjóðar, siða- bótamaður, mannvinur, sem margir unnu, fjölmargir dáðust að og allur fjöldinn þekkti af orðspori. Hann var sæmdur riddarakrossi Fálkaorð- unnar. Blessuð sé minning Péturs Sigurðs- sonar. Hún mun lifa meðan góðir menn byggja þetta land. Innilegar samúðarkveðjur sendir fjölskylda min og ég börnum hans, barnabörnum og öðrum nánum ætt- ingjum. Ásbjörn Stefánsson. Pétur Sigurðsson ritstjóri er fallinn frá. Með honum er á braut genginn einn af ágætustu kennimönnum Islands. Hann var litrikur persónu-

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.