Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 19.01.1980, Blaðsíða 1
ÍSLENDIIUGAÞÆTTIR Laugardagur 19. janúar 1980. 3. tbl. TIMANS Jörundur Brynjólfsson alþingisforseti F1. 21. febrúar 1884. D. 3. dese'mber 1979. Jörundur Brynjólfsson fyrrverandi al- þingisforseti andaöist mánudaginn 3. desember sl. og var þá kominn hátt á sjötta áriöyfir nirætt, en hann var fæddur á Starmýri i Álftafiröi 21. febrúar 1884. Foreldrar hans voru hjónin Brynjölfur Jónsson bóndi á Starmýri Brynjólfssonar bónda á Geithellum, og Guðleif Guö- mundsdóttir bónda á Starmýri Hjörleifs- sonar sterka, sem var annar hinna kunnu Hafnabræðra, en þeir urðu þegar i þegar i lifanda lifi þjóösagnahetjur sakir afls og haröfengis. Jörundur átti skamma dvöl hjá foreldr- um sinum þvi móöir hans varð vegna van- heilsu að leita sér lækninga til Kaup- mannahafnar. Fööursystir Jörundar bjó þá i Þórisdal i Bæjarhreppi og tók hinn nýfædda svein til sin. Nokkrum árum siö- ar fluttist Jörundur suður i Nesjahrepp meöfósturforeldrum sinum og dvaldi þar meö þeim þar til hann var tvitugur aö aldri. Stundaöi hann öll algeng sveitastörf á uppvaxtarárunum meöal annars sjó- róöra bæöi frá Papós og Hornafjaröarós- um. Var hann strax i fremstu röö ungra manna að vaskleik og öliu atgervi. Skemmtilegasta starf Jörundar á æsku- árum voru smalaferðir um hin bröttu Hornafjaröarfjöll, og minntist hann oft á efriárum ýmsraatburöa frá þvi starfi svo og gleöistunda á hestbaki, en hann haföi mikiö yndi af hestum og kunni góö tök á tamningu og meðferð þeirra. Haustið 1904 lagði Jörundur land undir fót og geröist nemandi i Bændaskólanum á Hvanneyri og útskrifaöist þaöan meö búfræöipróf vorið 1906. Næsta vetur var hann svo barnakennari á æskustöðvum sinum i Nesjahreppi. Svo vel féll Jörundi kennslustarfiö þennan vetur, aö þegar Kennaraskóli tslands var stofnaöur haustiö 1908 þá gerðist hann nemandi þar og settist i þriöja bekk. Næsta vor 1909 tók hann kennarapróf og réöist siöan kennari viö Barnaskóla Reykjavikur. A árunum 1911-1912 var hann i Kaupmannahöfn um 10 mánaða skeiö og stundaöi nám viö Kennaraháskólann þar og lagöi mest stund á náttúrufræöi. Á kennaraárum sinum i Reykjavik gaf Jörundur út barna- og unglingablaöiö Unga Island i félagi við þá Hallgrim Jóns son og Steingrim Arason. Þetta starf hófu þeir áriö 1913 og á þvi sama ári kom út fyrsta útgáfa af reikningsbók fyrir barna- skóla, sem þeir Jörundur og Steingrimur sömdu og gáfu Ut. Áriö 1919 gerði Jörundur breytingu á högum sfnum, flutti úr Reykjavik og gerðist bóndi austur I Biskupstungum á jörðinni Múla. Ástæöurnar fyrir þessu vorutvær. I fyrsta lagi, aö ofarlega i huga Jörundar bjó löngun til búskapar i sveit, en i öðru lagi mun þaö þó hafa vegiö þyngra, aö hann vildi láta börnin sin alast upp i sveit og venjast störfunum þar. Um- gengni við jörðina og dýrin. Jörundur kvæntist 20. október 1910 Þjóöbjörgu kennara Þóröardóttur tré- smiös i Reykjavik Narfasonar og konu hans Guðrúnár Jóhannsdóttur. Þau Þjóð- björgeignuöust nokkur börn, sem öll hafa oröið kunnir borgarar og góöir Islending- ar. Þau hjón skildu og Jörundúr kvæntist aftur. Var siðari kona hans Guörún Dal- mannsdóttir og eignuöust þau einn son: Gauk prófessor i lögum. Guörún er dáin fyrir nokkrum árum. A Reykjavikurárum Jörundar var margt aö gerast samtfmis i islensku þjóö- lifi. Island hafði fengiö heimastjórn og is- lenskur ráöherra haföi nú aösetur I Reykjavik. Stjórmálabaráttan, sem fram aö þvi hafði mest snúist um endur- heimt landsréttinda og stjórnfrelsis var nú aðfærast á fleiri sviö en áöur og taka á sig ný form og gömul flokkaskipan aö riðlast. Nýjar stefnur og hugsjónir ruddu nýjar brautir. Ungmennafélagshreyfing- in fór eins og vorblær um landið. Sam- vinnuhreyfingin var að eflast og danskar selstööuverslanir, sumar aldagamlar, hrundu hver af annarri. Togara- og vél- bátaútgerö færöist i aukana, en opnum áraskipum ogskútumfór fækkandi. Byrj- aö var aö örla á stéttabaráttu og færöist rtún I aukana meö nýjum atvinnuvegum og auknu frelsi þjóöarinnar, einkum eftir aöheimsstyrjöldin 1913 til 1918 hófst. Jör- undur fylgdist vel meö öllum þessum hræringum og tóksjálfur þátt i þeim. Og ekki hafði hann lengi veriö i Reykjavik þegar menn fóru aö festa augu á honum sem efnilegum baráttumanni fyrir bætt- um lifskjörum þeirra sem minna máttu sin. Hann var þá og alltaf mjög ákafur I sjálfstæöisbaráttunni og studdi þá sem

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.