Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1980, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 26.01.1980, Blaðsíða 6
Pétur Jónsson í Greirshlíð Pétur Jónsson I GeirshlíB, Reykhol ts- dalshreppi,lést lO.okt. s.l. Þegar Pétur er allur, finna þeir er þekktu hann til mikils söknuöar. Aörir, sem litiö þekktu til, skynja aö 'þar' hafi svipmikill maöur gengiö til feöra sinna. Viö, sem þekktum og kynntumst Pétri og störfum hans, urö- um hljóö viö, er lát hans heyröist.AÖ- standendur Péturs og ástvinir misstu þó mest. Pétur fæddist 28. ágúst 1917 aö Geirs- hliö. Þar ólsthann upp, og tók þar viö búi foreldra sinna, er þaudrógu sig í hlé, áriö 1951. Pétur var kvæntur Rósu Guömunds- dóttur frá Miödal i Kjós. Þau eignuöust 5 börn. Guöbjörgf. 1953, Jón f. 1955, Vilborg f. 1959,Guömund Sigurjón f. 1960 og Pétur Jóhannes f. 1965. Búskapur hjá Pétri og fjölskyldu hans gekk betur en hjá flestum öðrum. Um Pétur mátti segja, eins og ég heyröi um annan mjög góöan Borgfiröing: „Hann var góöur fyrir sig, en hann var jafnvel ennþá betri fyrir aöra”. Atorka Péturs kom vel fram, er litiö var á búskap fjölskyldunnar. Mikil afuröasemi búsins, myndarlegar byggingar, viöáttumikil og arösöm ræktun. En hversu góöur hann var fyrir aöra birtíst i hinni óeigingjörnu félagshyggju hans. Ungur aö árum innritaöist hann I „félagsmálaskóla”sveitarinnar, Ung- mennafélag Reykdæla. Sá skóli hefur engan svikiö. Þeir nemendur, sem þar hafa lagt sig fram og tileinkað sér hugsjónir, félagsþroska og þjóðhollustu ungmennafélagsstefnunnar, hafa skiliö eftir sig dýpri manndómsspor en margir aörir „hámenntaöir”. Siöar stjórnaöi Pétur þessari félagsmálastofn- un i mörg ár og náði góöum árangri i þvi starfi. A mörgum öörum sviöum var Pétur kallaöur þar sem liöveislu var þörf svo sem i sveitarstjórn, búnaöarmálum o.fl. Hvergi brást Pétur. Min kynni af Pétri komu fyrst í ljós, er börn hans komust á skólaaldur hvert af ööru. Þaö leyndi sér ekki alúöin og umhyggjan hjá foreldunum i Geirshllð, þegar þau voruaö koma meö börnin sin ung að árum i heimavistina i skólanum. Þessa umhyggju þeirra skynjuöum viö hjónin glögglega. Þau ár sem Pétur var I skólanefnd Kleppjárnsreykjaskóla, fékk hann tæki- færiaöveitaskólanum alúö ogumhyggju. Þar kom forsjá hans aö miklum og góöum notum. Þegar Kiwanisklúbburinn „JÖKLAR” var stofnaður 1972, ríkti nokkur óvissa, hverafdrif yröumeöþá félagsmálahreyf- ingu, er þar barst I byggð. Strax i upphafi ákvaö Pétur aö koma i klúbbinn. Þá fund- um viö hinir, fyrst Pétur kom, þá var öll- um byrjunaröröugleikum rutt úr vegi og náinni framtiö klubbsins borgiö. Sú varö lika raunin. Störf Péturs i klúbbnum urðu okkur hinum i senn hvatning og lærdómur, mannbót og menntun. Viö félagar i klúbbnum flytjum kveöju og þökk. Vegna fráfalls Péturs færum viö hjónin, Rósu og börnunum dýpstu samúð. Hjörtur Þórarinsson, Selfossi. Kári Sumarliðason 6 Fæddur 15. september 1902 Dáinn 12. júni 1979 18. júni s.l. var gerð frá Hólmavfkur- kirkju útför Kára Sumarliöasonar, Litlu-Hellu, Hólmavik. Ætiö dregur ský fyrir sólu, þá viö heyr- um andlát þess, sem nærri okkur hefur staöið um langan eöa skamman tima á vegferöinni. Svo fór fyrir okkur hjónum, þegar við heyröum andlát vinar okkar og nágranna Kára Sumarliöasonar. Meö Kára er hniginn í valinn einn af elstu borgurum Hólmavikur. Einn af þeim, sem á sinn sérstæða hátt settu svip á bæinn. En enginn fær sin örlög flúiö og eitt sinn skal hver deyja. Þeim dómsdegi varKáriviöbúinnoghaföi i min eyru látiö orö falla á þá leið, aö öllu lifi væru tak- mörk sett og allir rynnu óhjákvæmilega sitt skeiö, en þá var hann oröinn lasburöa og virtist vera sér þess meðvitandi aö hverju stefndi. Kári Sumarliöason var fæddur aö Gils- stööum i Selárdal 15.9. 1902. Foreldrar hans voru hjónin Sumarliöi Jónsson og Guörún Káradóttir. Þeim hjónum varö sex barna auöiö, en af þeim eru nú þrjár systur á lifi. Kári kom aö Viðidalsá i Hólmavikurhreppi 18 ára gamall og dvaldi siðan á þvi heimili i nærfellt tvo og hálfan áratug hjá hjónunum Páli Gisla- syniog Þorsteinsinu Brynjólfsdóttur, sem þar bjuggu um langt árabil. Þar kynntist Kári konu sinni Helgu Jasonardóttir, en þau hófu sambúö á Vlöidalsá um 1930. Til Hólmavikur fluttu þau áriö 1946, en þar gekk Kári til þeirrar vinnu, sem til féll á meöan kraftar entust, auk þess sem'hann hafði ætiö s volitiö f járbú sér til lifsfylling- ar, en hann var afskaplega natinn viö skepnur. Kári og Helga eignuöust fjögur Islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.