Íslendingaþættir Tímans - 30.09.1981, Blaðsíða 1

Íslendingaþættir Tímans - 30.09.1981, Blaðsíða 1
ÍSLENDINGAÞÆTTIR Miðvikudagur 30. september 1981—39. tbl. TÍMANS Þórleifur Bjarnason, fyrrum námsstjóri F. 30. jan. 1908. D. 22. sept. 1981 I Þórleifur Bjarnason fyrrv. námsstjóri og rithöfundur var jarösunginn frá Akraneskirkju 30. sept, en á Akranesi var hann búsettur i 16 ár eöa 1955-1971. Hann eignaöisthérsterkitök ihugum manna og kom viöa viö á ekki lengri tima. Minning hans mun þvi geymasthjá mörgum, uns yfir lýkur. Þdrleifur var fjölhæfur gáfumaöur — vel menntaöur og margfróöur. Hann haföi einstaka frásagnarhæfileika og næmt skopskyn. Skáldmæltur vel og góöur leik- ari. Hann var heilsteyptur drengskapar- maöur og talaöi tæpitungulaust, þegar honum fannstrangt og ósæmilega aö mál- um staöiö, hver sem i hlut átti. Þaö var eftir þvi tekiö, þegar hann kvaddi sér hljóös. Hinsvegar geröi hann þaö ekki, nema gildar ástæöur væru til. Hann helg- aöi lif sitt kennslu og námseftirliti, auk þess sem hann var mikilvirkur rithöf- undur. Þegar Þórleifur flytur til Akraness er hann á besta aldri meö mikla starfs- reynslu aö baki. Hann haföi þá samiö Hornstrendingabók, sem kom út 1943. Merkilegt ritverk um þessa nyrstu byggö Islands, sem nú er löngu komin i eyöi. Þar aö auki höföu komiö Ut eftir hann nokkrar skáldsögur. Fyrir bokmenntir þessar var Þórleifur oröinn þjóökunnur maöur. Hann haföi veriö kennari og námsstjóri á Vest- fjöröum í 25 ár — lengst af á fsafiröi. Um- dæmi námsstjóra haföi veriö stækkaö og Vesturlandi bætt viö. Búseta á Akranesi var þvi aö ýmsu leyti þægilegri en vestra. II A Akranesi tók Þórleifur þátt i ýmsum félagsmálum. Hann átti sæti i stjórn bókasafnsins og var formaður hennar um langt skeið. A þeim árum var undirbúin bygging bókhlöðu og framkvæmdir hafn- ar, en safnið haföi lengi búið viö þröngan húsakost. Þar gafst honum tækifæri til aö niarka stefnuna ibyggingarmálum safns- ins, en almenningsbókasöfn voru eitt af áhugamálum hans. Hann tók strax þátt i störfum Leikfélags Akraness, sem var með miklum blóma á þeim árum. Lék hann mörg veigamikil hlutverk t.d. Jón Hreggviðsson i fslandsklukkunni, sr. Sig- valda i Manni og konu, Jón bónda i Gullna hliöinu og álfakónginn i' Nýársnóttinni, svo nokkur dæmi séu nefnd. öllum þess- um hlutverkum skilaöi Þórleifur meö ágætum og var þaö almannarómur, að þaulvanir leikhUsmenn heföu vart gert betur. Hér var um merkilegt menningar- starf að ræöa. Bókmenntaklúbb stofnaöi hann, ásamt ööru áhugafólki um bók- menntir. Kom hann reglulega saman til umræöu um einstaka höfunda og verk þeirra. Þá var hann virkur félagi I reglu Góötemplara, Norræna félaginu og Odd- fellowreglunni. Ritstörf stundaöi hann jafnan með störfum sinum. III Ungur aö árum gerðist Þórleifur lýö- ræöis jafnaöarmaöur. A Isafiröi voru samtiöa honum margirhinna skeleggustu forustumanna þeirra i landinu. Meö þeim átti Þórleifur langt samstarf. En gagn- vart öllum stefnum var Þórleifur sjálf- stæöur og lét fyrst og fremst rödd sam- visku sinnar ráöa afstööu til einstakra mála og atburða. Hinn mikli söguskýr- andi haföi löngu gertsérljóstaö drengileg vopnaviöskipti eru meira metin á spjöld- um sögunnar, en rógur og lýgi. Þaö var Þórleifi li'f og yndi að taka upp baráttu gegn slæmum áformum og ódrengilegum vinnubrögðum. Þá færöist hann allur i aukana og varð ungur i annaö sinn. Mér eru sérstaklega minnisstæö tvö pólitisk mál á Akranesifrá fyrstuárum hans hér, sem flokksbræður hans höföu forustu fyrir, en hann snérist gegn. Bæöi þessi mál urðu til þess, aö Alþýöuflokkurinn galt mikið afhroö. Þessi — annars hré- drægi maöur — gat gengiö sem vikingur i fylkingarbrjósti, þegar honum fannst valdniöslan og ódrengskapurinn veröa alls ráöandi. A slikum stundum var Þór- leifur stór og af þeim var hann stoltur, þegar um hægöist. Hann kunni lika aö meta menn, sem létu sannfæringuna ráða og töluöu tæpi- tungulaust mál, sem eftir var tekiö. Þess vegna haföi hann miklar mætur á Jóni Vi'dalin, Vilmundi landlækniog sr. Siguröi i Holti. Þetta voru menn aö hans skapi, sem hann vitnaði oft til. IV Ég gat þess hér aö framan aö Þórleifur var mikill áhugamaöur um bókasöfn og tók sæti i' stjórn bókasafnsins á Akranesi nokkru eftirkomu sina þangað. Samþykkt var i jUli 1960 aö byggja nýja bókhlööu. Framkvæmdir drógust nokkuö, en 1969 var húsiöoröiö fokhelt. Myndarlegt hús — kjallari og tvær hæðir. Var þaö aö sjálf- sögöu sérhannaö sem bókasafn. A fundi i bæjarráöi Akraness þann 18. nóv. 1969 skeður sá óvænti atburöur, aö fulltrúi Sjálfstæöisflokksins i bæjarráöi flutti tillögu um, að athugun færi fram á þvi, hvort ekki væri rétt að breyta bók- hlöðunni i elliheimili og kaupa hæö i hús- inu Skólabraut21, fyrirbókasafniö. Þarna átti.meö einu pennastriki aö eyöileggja tvær stofnanir bæjarins sem Akurnesing-

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.