Íslendingaþættir Tímans - 18.03.1983, Blaðsíða 6

Íslendingaþættir Tímans - 18.03.1983, Blaðsíða 6
zsz EE Magnús Andrésson Fæddur 3. júní 1897 Dáinn febr. 1983 Magnús Andrésson fæddist að Fitjamýri t Vestur-Eyjafjallahreppi 3. júní 1897, sonur hjón- anna Katrínar Magnúsdóttur og Andrésar Páls- sonar. Ungur að árum var hann tekinn í fóstur af hjónunum Friðjóni Magnússyni og Ólöfu Ketils- dóttur í Skálakoti í sömu sveit. Fósturfaðir minn var hæglátur maður, búmaður góður og alveg einstaklega natinn við skepnur, ef eitthvað var að veðri þá voru hrossin sett inn. Hann var sérstakt prúðmenni og snyrtimenni, hver hlutur átti sinn stað þar sem alltaf mátti ganga að honum vísum. Ungur að árum kynntist hann eftirlifandi konu sinni Hafliðínu Hafliðadóttur frá Fossi á Ragngár- völlum, þau bjuggu á ýmsum stöðum þar til þau rétt fyrir 1950 fengu leigða jörðina Króktún hjá Kristni Guðnasyni í Skarði á landi, sem er næsti bær við Skarð. Þau hjón eignuðust ekki börn en tóku móður mína og ólu upp að mestu leyti og síðar systur mína Ingunni sem kjördóttur. Þegar ég var fjögurra ára gömul kom ég til þeirra í fóstur og var hjá þeim fram yfir tvítugt. Ég fylgdi fóstra mínum gjarnan þegar hann fór í útiverk og leið mér alltaf vel í návist hans, því skapið haggaðist aldrei, eins var með alla unglinga sem hann hafði. Hann kom sér vel við nágranna sína sem alla tíð reyndust honum einstaklega vel. Árið 1974 þegar kraftarnir voru farnir að þverra, keyptu þau hjón sér hús á Hvolsvelli þar sem þau bjuggu þar til 7. október sl. að mamma lærbrotnaði og varð að fara á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hún hefur dvalið síðan. Heilsu pabba var þá mikið farið að hraka og hann einn eftir í húsinu, þá komu gömlu nágrannarnir, hónin Theódóra og Guðni í Skarði, og tóku hann til sín og önnuðust hann af mikilli umhyggju og kærleika þar til svo var komið, að hann varð að fara á sjúkrahús í Reykjavík, þar sem hann lést 24. janúar síðastliðinn. Við þökkum hjónunum í Skarði innilega þeirra óeigingjörnu umönnun. Árin sem mamma og pabbi bjuggu á Hvolsvelli voru þau vel ern og hugsuðu um sig sjálf að öllu leyti, einnig átti hann smá kindahóp sem hann hugsaði um sér til ánægju og heilsubótar. Kjördóttir þeirra eignaðist dreng árið áður en þau fluttust á Hvolsvöll, þá tóku þau bæði móður og barn inn á sitt heimili og naut drengurinn ríkulega umhyggju afa síns og ömmu. Gott þótti okkur hjónunum og litlu dóttur okkar að heimsækja; afa og ömmu á Hvolsvelli, þar var alltaf heitt kaffi á könnunni og nóg af ljúffengum mat eins og þegar þau bjuggu í Króktúni. Oft var gestkvæmt hjá þeim á Hvolsvelli og stundum var fullt hús, þá ljómuðu þau af ánægju því þau voru mikið gestrisin. Ég á bjartar minningar frá veru minni í Króktúni og fósturforeldrum mínum mikið að þakka fyrir að hafa komið mé vel til manns. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, Hafðu þökk fyrir allt og allt. Bjarney Guðrún Björgvinsdóttir Ásgeir Bjarnason Fæddur 25. janúar 1924 Dáinn 30. janúar 1983 Það var sunnudaginn 30. janúar s.l. sem vinur okkar og félagi Ásgeir Bjarnason, verkstjóri, lést eftir löng og erfið veikindi. Það er alltaf sárt að sjá á bak góðum vinum sínum yfir landamæri lífs og dauða, enda þótt stundum þýði það að loksins linni þrautum og erfiðum veikindum í þeim mannheimi sem við lifum í. En þannig var því farið með Ásgeir Bjarnason. Af mikilli hugprýði og með bros á vör háði hann baráttuna við veikindi sín, var alltaf samur og hlýr á sinn hljóðláta hátt gagnvart þeim sem í kringum hann voru. Ásgeir var einn af stofnendum Lionsklúbbsins Muninn í Kópavogi og var þar starfandi og áhugasamur félagi allt til dánardags. Hann hafði alla þá kosti til að bera sem prýða mega'góðan Lionsfélaga. Hann var kærleiksrík- ur, tillitssamur og kurteis, glaðvær og starfssamur, áhugavekjandi og traustur félagi og vinur sem 6 miðlaði og gaf öllum þeim sem í kringum hann voru. í honum áttu yngri klúbbfélagar góða fyrirmynd og við allir trausta kjölfestu. Hverju verki var vel borgið sem komið var í hans hendur. Nú er skarð fyrir skildi í Lionsklúbbnum okkar. Við höfum mikið misst og söknum hins hugljúfa og hljóðláta manns - En þakklæti og hlýjar tilfinningar fylgja Ásgeiri Bjarnasyni félaga okkar og vini nú og ævinlega - og við eigum ljúfar minningar um hann. Fjölskyldu Ásgeirs, ættingum hans og vinum öllum sendum við Lionsfélagar í Muninn innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styðja þá og blessa í sorg þeirra. Vertu svo sæll Ásgeir Bjarnason og góða ferð yfir í landið hinum megin. Þú skilur eftir þig dýrmætar minningar hjá okkur félögunum og það verða fagnaðarfundir, þegar við hittumst á ný í fyrirheitna landinu handan lífs og dauða. Guð blessi þig og minningu þína. Stefán Trjámann Tryggvason. íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.