NT - 28.06.1984, Blaðsíða 27

NT - 28.06.1984, Blaðsíða 27
f 4 4 * • * * ♦ Fimmtudagur 28. júní 1984 27 fþróttir ^ OL fatlaðra í New York: Haukur átti góðan dag ■ Bats, markvörður Frakka hefur átt góða leiki í Evrópukeppninni og varð engin breyting þar á í gærkvöldi. Hann varði af prýði. Hér slær hann boltann frá eftir sókn Spánverja. símamvnd Poifom Frakkar meistarar með glæsibrag ■ Haukur Gunnarsson, 17 ára gamall keppandi á Olymp- íuleikum fatlaðra í New York átti góðan dag í fyrradag. Haukur náði bronsverðlaunum í 200 metra hlaupi, bronsverð- launum í 400 metra hlaupi, komst í úrslit i 100 metra hlaupi og varð 8. í kúluvarpi. Haukur keppir í cp flokki, spástiskra. Hann byrjaði á því í fyrradag að keppa í úrslitum Austri áfram ■ Austri frá Eskifírði er kominn í 16 liða úrslit bikarkeppninnar í knatt- spyrnu. Liðið sigraði nágranna sinn, Þrótt, Neskaupstað í fyrra- kvöld, og fær því Þór frá Akureyri í heimsókn í 16 liða úrslitum. Eskfírðingar voru nokkru sterkari í leiknum í fyrrakvöld. Sófus Há- konarson kom þeim yfír er hann skoraði úr víta- spyrnu á 3. mínútu. Þróttur-KR í kvöld ■ í kvöld er einn leikur í 1. deild karla í knatt- spyrnu. Þróttur og KR keppa á Laugardalsvelli klukkan 20.00. Ekki er að efa að um jafnan og spennandi leik verður að ræða, Þróttur er að vísu mun ofar, í 3. sæti 1. deildar með 10 stig, en KR er í 8. sæti með 9 stig. Það munar því ekki nema 1 stigi, þó muni 5 sætum. Einnig má benda á að ekki mun- ar nema 3 stigum á þriðja liði og neðsta liði. Allt útlit er því fyrir spenn- andi baráttu, og getur það lið sem sigrar í þess- um leik lent í einu af efstu sætunum eítir næstu umferð, en það sem tapar gæti verið við botninn. Leikurinn í kvöld er fyrsti leikur 9. umferðar, og að henni lokinni er mótið hálfnað. 200 metra hlaupsins, og varð 3. í úrslitahlaupinu en alls voru 32 keppendur í greininnni. Sigur- vegari varð Henrik Ponsen frá Danmörku á 27,14 sek, annar varð Michel Babte frá Frakk- landi á 27,16 sek, og Haukur hljóp á 27,66 sekúndum. Eftir þetta hljóp Haukur í milliriðli í 400 metra hlaupi. Þar hafði Haukur náð 7. besta tíma í undankeppninni, en náði 5. besta tíma í milliriðium. I úrslitum hlaupsins gerði Hauk- ur svo enn betur, varð þriðji og fyrstu þrír voru undir heims- meti í greininni. Brudi Kocmut frá Júgóslavíu sigraði á 1:01,31 mín, Robert Nearens frá Kan- ada varð annar á 1:02,10, og •Haukur þriðji á 1:02,32. Gamla heimsmetið var 1:02,60 mín. Frakkinn Babte varð fjórði, og keppendur alls 27. I millitíðinni keppti Haukur í milliriðlum 100 metra hlaups- ins. Þar náði hann 3. besta tíma, og er nú eini keppandinn í flokknum sem á möguleika á verðlaunum í öllum hlaupa- greinunum. Þar eru þeir Bapte og Daninn Ponsen með betri tíma en Haukur. - Haukur gaf sér einnig tíma til að keppa í kúluvarpi í millitíðinni, varð þar 8. af 19 keppendum, varp- aði 9,44 metra. Vel af sér vikið hjá Hauki. Sigrún Pétursdóttir náði einnig góðum árangri á Olymp- íuleikum fatlaðra, varð önnur í 25 metra baksundi, af 7 kepp- endum, og þriðja í 50 metra skriðsundi, af 7 keppendum. Sigrún keppir í flokki cp, spastiskra. 13 deild I ■ Þrír leikir voru i 3ju deild M í gærkvöld. Fylkir sigraöi I Stjömuna i Garðabæ 3-2. A I Akranesi kepptu HV og Grindavík og sigraði ■ aðkomuliðið 3-1. Loks spil- uðu i Kópavogi IKog Snæfell og lauk leiknum með örugg- um sigri ÍK 2-0. ■ Frakkar tryggðu sér nafn- bótina besta knattspyrnulið í Evrópu, og gott ef ekki besta knattspyrnulið í heiminum, er þeir sigruðu Spánverja í úrslita- leik Evrópukeppninnar á Parc Des Princes leikvangnum í Par- ís með tveimur mörkum gegn engu. SigurFrakka varfyllilega sanngjarn þótt Spánverjar hafi leikið vel á köflum. Það var enginn annar en Knattspyrnumaður Evrópu og markakóngur Evrópukeppn- innar, Michel Platini sem gerði fyrra mark Frakka og það mark sem skipti sköpum í leiknum. Það var á 57. mínútu leiksins sem Salvador, varn- armaður Spánverja, felldi Bernard Lacombe rétt utan vítateigs og aukaspyrna var dæmd. Platini tók spyrnuna og fast skot hans fór framhjá varnarvegg Spánverja og að því er virtist beint í fangið á Luis Arconada markverði en á einhvern hátt tókst Arconada að missa knöttinn undir sig og hann skreiddist yfir marklín- una, 1-0. Við markið hresstust Frakkar enn meir og voru mun sterkari næstu mínútur. En er líða tók á seinni hálfleikinn tóku Spánverjar að sækja sem fastast og skall þá hurð oft nærri hælum við franska markið. Fimm mínútur fyrir Ieikslok"var svo Frakkanum Le Roux vikið af leikvelli og hertu Spánverjar sóknina, en í ákafa þeirra þá gleymdist vörnin og Tigana átti stórkostlega send- ingu á Bellone sem komst einn inn fyrir vörnina og skoraði af miklu öryggi, 2-0 og fögnuður Frakka ólýsanlegur. í heild var leikurinn góður þó ekki eins góður og leikur Frakka og Portúgala í undan- úrslitum, enda gífurlega mikið í húfi í gærkvöld. Nær öll pressa var á Frökkum og þeir fyrirfram taldir sigurstrang- legri, þeir stóðust alla pressu og léku mjög vel. Platini hafði mjög hljótt um sig í upphafi leiksins en þeim mun meir bar á Tigana sem fór oft á kosturn og dældi út frábærum sending- um til félaga sinna. Spánverjar áttu sín tækifæri og hefðu vel getað skorað mark ef heppnin hefði verið með þeim. Þeir söknuðu þó greini- Iega Gordillo og Maceda sem höfðu verið mjög sterkir í keppninni. „Þessi sigur er ekki aðeins sigur fyrir leikmennina 13 sem spiluðu í kvöld heldur einnig fyrir franska knattspyrnu í heild" sagði Michel Hidalgo þjálfari Frakka sem nú lætur af störfum eftir átta ára starf og 75 leiki með franska liðinu. „Við svífum um af hamingju, þaðer líkt og að við höfum lokið velheppnuðum leiðangri. Þetta er okkar fyrsti titill, við höfuni farið markvissar leiðir og nú er ferðinni lokið" bætti Hidalgo við og var greinilega fjarska- lega glaður. Miguel Munoz var ekki í eins góðu skapi og Hidalgo. „Auka- spyrnan sem Frakkar skoruðu úr var algjör gjöf því það var brotið á mínum manni en ekki á Lacombe, og ef sú auka- spyrna hefði ekki verið dæmd þá hefði annað markið aldrei komið. Ef til framlengingar hefði komið þá hefðum við unnið" sagði Munoz. „Það að vera án Maceda og Gordillo er svipað og ef Frakkar hefðu verið án Tigana, Bossis og Le Roux" sagði Munoz að lokum. Frakkar eru vel að sigrinum í Evrópukeppninni komnir. þeir töpuðu ekki leik og spiluðu geysigóða knattspyrnu. Sigur Frakka er sigur fyrir knatt- spyrnuna. STAÐAN í 1. DEILD: Heima Úti Samtals Leikir Unniö Jafnt Tapað Mörk Stig Leikir Unnið Jafnt Tapað Mörk Stig L U J T M St. ÍA 5 4 0 1 7-2 12 3 2 1 0 7-2 7 8 6 1 1 14-4 19 IBK 3 2 1 0 4-2 7 5 2 2 1 3-2 3 8 4 3 1 7-4 15 Þróttur 3 2 1 0 4-0 7 5 0 2 2 5-8 3 8 2 4 2 9-8 10 Víkinqur 5 1 3 1 6-7 6 3 1 1 1 5-5 4 8 3 3 2 11-12 10 Þór 3 0 1 2 0-4 1 5 3 0 2 9-7 9 8 3 1 4 9-11 10 KA 6 1 2 3 8-10 5 2 1 1 0 3-2 4 8 2 3 3 11-12 9 UBK 3 0 0 3 1-4 0 5 2 3 0 5-3 9 8 2 3 3 6-7 9 KR 4 2 1 1 7-8 7 4 0 2 2 1-5 2 8 2 3 3 8-13 9 Fram 3 1 1 1 4-4 4 5 1 1 3 5-7 4 8 2 2 4 9-11 8 Valur 5 0 4 1 3-4 4 3 1 0 2 2-3 3 8 1 4 3 5-7 7 STAÐAN í 2. DEILD: Heima Úti Samtals Leikir Unnið Jatnt Tapað Mörk Stig Leikir Unnið Jafnt Tapað Mörk Stig L U J T M St. FH 4 3 0 1 11-4 9 3 ' 2 1 0 4-1 4 7 5 1 1 15-5 16 Völsunqur 4 3 1 0 9-3 10 3 2 0 1 5-4 6 7 5 1 1 14-7 16 Njarðvík 3 2 0 1 4-3 6 4 2 1 1 4-2 7 7 4 1 2 8-5 13 IBV 4 1 2 1 6-5 5 3 1 2 0 3-2 5 7 2 4 1 9-7 10 Skallaqr. 5 2 1 2 8-6 7 2 0 1 1 2-3 1 7 2 2 3 10-9 8 isafiörður 3 0 1 2 2-5 1 4 2 1 1 9-7 7 7 2 2 3 11-12 8 KS 4 2 2 0 8-3 5 3 0 0 3 1-7 0 7 2 2 3 9-10 8 Víðir 3 1 1 1 4-4 4 4 1 1 2 4-8 4 7 2 2 3 8-12 8 Tindastóll 3 0 1 2 1-5 1 4 2 0 2 7-11 6 7 2 1 4 8-16 7 Einherji 2 0 1 1 1-4 0 5 0 1 4 4-8 2 0 2 5 5-12 2 Kvennabolti l.deild í kvöld eru tveir leikir í 1. deild kvenna í knatt- spyrnu, Víkingur og ísa- fjörður keppa á Víkings- velli, og Valur og Breiða- blik keppa á Valsvelli. Báðirþessirleikurættu að. verða mjög spenn- andi, á Valsvellinum mætast tvö þeirra liða sem berjast um toppinn, tvo af líklega fjórum sterkustu liðum landsins í kvennaknattspyrnu. Á Víkingsvelli mætast þau lið sem berjast á botni 1. deildar kvenna A. Staðan í 1. deild kvenna A er nú þessi: Akranes ... 4 3 1 0 14- 2 10 Breiðablik .3 2 1 0 8- 1 7 Valur... 3 2 0 1 5- 1 6 KR ....... 4202 4- 7 6 ísafjörður .3 0 0 3 1-8 0 Vikingur .. 3 0 0 3 1-14 0 Staðan í B-riðli er þannig: Þór........ 2 2 0 0 4-0 6 KA ........ 2 10 12-13 Súlan...... 2 10 11-23 Höttur ... 2 0 0 2 0-4 0 Leikið í 2. deild kvenna í kvöld ■ í kvöld eru allmargir leikir í 2.deild kvenna í knattspyrnu. I A-riðli eru þrír leikir: Fram og Fylkir keppa á Framvelli, Grindavík og Haukar í Grinda- vík og FH og Víðir í Kapla- krika. I B-riðli eru einnig þrír leikir, Hveragerði-Afturelding í Hverageröi, ÍR-Keflavík á ÍR- velli og Selfoss-Stjarnan á Sel- fossi. Allir leiki'rnir hefjast klukk- an 20.00. Úrslit hafa orðið þessi í A-riðli: 1. umferð: Fylkir-Haukar...........1-1 Fram-Víðir..............0-1 Grindavík-FH............1-1 2. umferð: Víðir-Fylkir............0-1 Grindavík-Fram ..........1-2 FH-Haukar ...............0-0 3. umferð: Fylkir-Grindavík........3-0 Haukar-Víðir............0-1 Fram-FH............. frestað Staðan: Fylkir........... 3 2 1 0 5-1 7 Viðir............ 3 2 0 1 2-1 6 Fram .............2 10 12-23 Víðir.............3 10 2 1-23 FH .............. 2 0 2 0 1-1 2 Haukar........... 3 0 2 1 1-2 2 B-riðill: 1. umferð: Hveragerði-ÍR . . . Selfoss-Keflavík . . Stjarnan-Afturelding 2. umferð: Hveragerði-Selfoss . ÍR-Afturelding . . . Keflavík-Stjarnan . 3. umferð: Selfoss-ÍR ......... Stj arnan-Hveragerði Afturelding-Keflavík Staðan: Hveragerði .... 3 3 0 0 11- 3 9 Afturelding .... 3 2 1 0 12- 6 7 Keflavík.......3210 6- 47 Selfoss........3012 3- 61 ÍR............. 3 0 1 2 5-11 1 Stjarnan ......3003 1-80 . . . 3-1 . . . 1-2 . . . 0-2 . . . 3-1 . . . 3-7 . . . 1-0 . . . 1-1 . . . 1-5 . . . 3-3

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.