NT - 20.12.1984, Blaðsíða 7

NT - 20.12.1984, Blaðsíða 7
lablað II Fimmtudagur 20. desember 1984 7 Páll Þorsteinsson: Var ekki Hróar Tungugoði Skaftfellingur? i. ■ í Lesbók Morgunblaösins 24. tbl. 1984 birtist grein með fyrirsögninni Hvar voru Hámundarstaðir? Grein- arhöfundur vísar þar til Landnámu, Njálu og Fljótsdælasögu. Lokakafli greinarinnar og aðalatriði hennar er þannig: „Sagt er að til hafi verið sjálfstæð saga Hróars Tungugoða, sem glötuð sé. Frá henni muni þessar frásagnir vera runnar. Og Sturla Þórðarson styðst við hana við landnámugerð sína. Hann virðist ætla, að Hróar og Arn- gunnur Hámundardóttir hafi búið í Suður-Skógahverfi, en getur aðeins Hámundar halta sem vígamanns. Getgáta sú, að Hámundarstaðir hafi verið í Skaftafellssýslu, hefur ekkert við að styðjast, ekkert örnefni svarar til þess. En Njáluhöfundur virðist þekkja bæjarnafnið svo vel, að hann hirðir ekki um að taka fram hvar þeir séu. Ekkert örnefni svarar heldur til Hróars Tungugoða í Skaftafellsþingi. Aftur á móti er ijóst, að engir Há- mundarstaðir eru til á öllu sögusviði Njálu nema Hámundarstaðir í Vopnafirði og það meira að segja í hinu forna landnámi Una hins danska. Engin Hróarstunga er heldur til önnur en Hróarstunga á Héraði, sem getið er um í Fljótsdælasögu og kennd er við Hróar Tungugoða bú- settan á Hofi í Hróarstungu. Það er talið fullvíst, að Njáluhöfundur hafi ekki þekkt ættartöluheimild Land- námu. Út frá því má einnig telja víst, að hann hafi ekki heldur þekkt frá- sögn Landnámu af hrakningi Una burt af Héraði suður í Skaftafellsþing heldur talið eins og höfundur Fljóts- dælu, að Hróar og Arngunnur Há- mundardóttir hafi búið á Hofi í Hróarstungu og Hámundur halti son- ur þeirra búið á Hámundarstöðum í Vopnafirði. Saman lagt benda athug- anir þær, sem hér hafa verið gerðar á staðfræði og viðhorfi Njáluhöfundar til þessa máls, eindregið til þess og renna sterkum stoðum undir þá skoðun, að hann hafi verið Austfirð- ingur.“ Af þessu verður helst ráðið, að greinarhöfundur telji sennilegast að Hróar Tungugoði hafi ekki átt heima í Skaftafellsþingi, heldur sé einungis um að ræða einn mann með þessu nafni, þ.e. Hróar Tungugoða, sem getið er um í Fljótsdælasögu búsettan á Hofi í Hróarstungu. II. Þessi tilgáta samrýmist ekki því, sem greint er frá í þeim fornritum, sem vísað er til. Hér skal drepið á fáein atriði: Uni danski fór austan af landi með tólfta mann og kom að vetri til Leiðólfs kappa í Skógahverfi. Hann tók við þeim. Uni þýddist Þórunni dóttur Leiðólfs og var hún með barni um vorið. I Landnámu segir: „Sonur Una og Þórunnar var Hróar Tungugoði“. Og í Njálu er nefndur „Hróar Tungugoði, sonur Una hins óborna Garðarssonar". í Fljótsdælasögu er eigi getið um ætt Hróars í Hróarstungu né getið um Una son Garðars Svafarssonar. Flióts- dælasaga er og eigi talin eins traust heimild og Landnáma. Leiðólfur kappi í Skógahverfi bjó að Á fyrir austan Skaftá út frá Skál. Af frásögn Landnámu er rökrétt að álykta, að Hróar síðar Tungugoði hafi verið fæddur á þeim bæ. „Hann tók arf Leiðólfs allan“. Hróar Tungugoði bjó fyrst í Ásum. Eigi er langt milli þessara býla og að líkindum hafa á landnámsöld lönd þessara jarða náð saman, svo að Hróari hefur verið hagkvæmt að hagnýta arf Leiðólfs. Gæði þessara jarða hafa verið mikil að fornu, en þær guldu gífurlegt afhroð í Skaftár- eldi. Séra Jón Steingrímssn teiur þær með „þeim í Skaftafellssýslu af jarð- eldinum uppbrenndu jörðum sumarið 1783“, og lýsir þeim þannig: „Á - Þykkvabæjarklaustursjörð, upp- brunnin með húsum, túnum, skógi, engjum og öllum högum undir fjalli. -Ásar eystri - prestsetur. Þar standa iuii ciu pui uiuiiiiui asann engjar og allir hagar og melar fyrir sunnan að mestu 0 Bestu jóla- og nýársóskir sendum við starfsfólki okkar, félagsmönnum og öðrum viðskiptavinum Þökkum viðskiptin á liðnum árum KAUPFELAG STEINGRÍMSFJARÐAR HÓLMAVÍK OG DRANGSNESI

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.