NT - 23.02.1985, Blaðsíða 3

NT - 23.02.1985, Blaðsíða 3
Laugardagur 23. febrúar 1985 3 %íl.gæðaflokk % í háan gæðaflokk Ferskfiskur Saltfiskur Fryst flök Lifandi blóðgaður 98.4 91.8 70.5 Dauðblóðgaður (4 klst) 63.3 58.3 18.3 Verðhækkun 12.3% Vísindamenn fordæma fræðslu- mynd sjávarútvegsráðuneytisins Ráðuneytið gerir ráð fyrir dauðblóðgun þorsks sem sjálfsögðum hlut ■ Rannsóknarstofnun fisk- iðnaðarins hefur gagnrýnt þau vinnubrögð sem sjávarútvegs- ráðuneytið sýnir til fyrimyndar í vinnslu í myndinni, „Á fiski- slóð“ og vitnar þar til rannsókna sem sýna að vinnubrögð sem þarna eru sýnd minnka verð- mæti fisksins verulega. Pað atriði sem hér er átt við er þegar skipverjar á togaranum Kolbeinsey taka inn 40 tonna hal af þorski. Segir í fréttatil- kynningu Rannsóknarstofnun- arinnar að svo sé af myndinni að skilja að lítið sé við þessi vinnu- brögð að athuga. Um þessi vinnubrögð segir Rannsóknar- stofnunin: „Gera má ráð fyrir að það taki 12 menn u.þ.b. 8 klst. að ■ Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins segir að í fræðslumynd um veiðar og meðferð afla sé beinlínis gert ráð fyrir að stór hluti afla sé dauðblóðgaður en taflan hér að ofan sýnir verðmætarýrnun sem af því verður. Háskólinn: Brautskrán- ing í dag ■ í dag fer fram brautskráning kandídata frá Háskóla íslands og hefst athöfnin í hátíðarsal háskólans kl. 14.00. Að þessu sinni verða brautskráðir 52 kandídatar, þar af fimmtán í viðskiptagreinum, tólf í raun- greinum og sjö úr heimspeki- deild. blóðga og slægja 40 tonn af þorski. Pannig hafa a.m.k. 20 tonn af umræddum fiski legið óaðgerð í móttöku skipsins í meira en 4 klst.“ Þá vitnar stofnunin til rannsókna sinna sem sýna verulega verðmæta- rýrnun á fiski sem er dauðslægð- ur, þ.e. slægður fjórum tímum eftir hal. Eru það tilmæli Rannsóknar- stofnunarinnar að fræðslu- myndin verði lengd og gerð grein fyrir þessu atriði sérstak- lega. Sem kunnugt er var um- rædd mynd sýnd í sjónvarpi 20. þessa mánaðar. ■ Páll Guðmundsson við eina af höggmyndum sínum. Kjarvalsstaðir: NT-mynd: Sverrir Höggmyndir úr Húsafellsgrjóti ■ í dag verður opnuð á Kjar- valsstöðum sýning á höggmynd- um eftir Pál Guðmundsson á Húsafelli. Páll vinnur verk sín í grjót sem komið er úr Bæjargil- inu við Húsafell og er hvergi annars staðar að finna að því er segir í sýningarskrá. Páll Guðmundsson stundaði nám við Myndlista og handíða- skólann á árunum 1977-1982 þar sem kennari hans í högg- myndum var Sigurgeir Haralds- son og einnig nam hann högg- myndalist hjá Hallsteini Sveins- syni. Hann hefurhaldiðnokkrar einkasýningar og verið með á samsýningum. Kennarar á Suðurnesjum: Stöndum við upp- sagnirokkar - höfumekki efni á að vera kennarar lengur ■ „Við höfum ekki efni á að vera kennarar lengur og af þeirri einu ástæðu munum við standa við uppsagnir okkar 1. mars ef ekki semst um verulegar kjarabætur fyrir þann tíma“ segir i bréfi tuttugu kennara Fjölbrautaskóla Suðurnesja til mennta- málaráðherra. í bréfinu segir að kenn- arar eigi flestir um tvo kosti að velja, og báða slæma: Að lenda í mála- vafstri við menntamála- ráðuneytið eða missa húsnæði sitt undir hamar fógeta þar eð þeir standi í glímu við „afborgunar- kerlinguna". „Við metum yfirlýstan vilja yðar til að bæta hag kennara en þegar afkoma bús og barna er í húfi er fógetahamarinn harðari húsbóndi en um- deildar lagagreinar og óskilgreind ábyrgð okkar á velferð og menntun ís- lenskra ungmenna" segir í niðurlagi bréfsins. , NT-mynd: Sverrir Rut Rebekka Rut Rebekka á Kjarvalsstöðum ■ í dag verður opnuð á Kjar- valsstöðum sýning á verkum Rutar Rebekku myndlistar- konu, og sýnir hún 43 myndir unnar í olíu, silkiþrykk og akryl. Rut stundaði nám í Myndlist- arskólanum í Reykjavík 1975- 78 og brautskráðist úr Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1982. Hún hefur tekið þátt í samsýningum hérlendis og í Bandaríkjunum og haldið einkasýningar hér heima og í Viborg í Danmörku. Viðskiptaráðuneytið: Lagasetning um verð- bréf á næsta leiti ■ Viðskiptaráðherra hefur skipað nefnd sem ætlað er að semja reglur um meðferð og sölu skuldabréfa. Nefndinni er falið að athuga hvort rétt sé að binda starfsemi verðbréfamiðl- ara við sérstakt starfsleyfi, svo og hvort ástæða sé til að herða eftirlit með þessum viðskiptum, m.a. með kröfum um nafna- skráningu skuldabréfa og upp- lýsingaskyldu verðbréfamiðl- ara gagnvart almenningi og stjórnvöldum. Pessar upplýsingar koma fram í frétt frá viðskiptaráðu- neytinu. Nefnd þeirri sem kom- ið var á laggirnar er einnig ætlað að kanna skattalega meðferð skuldabréfa og koma með tillög- ur til úrbóta í því efni. Formaður nefndarinnar er Sigurgeir Jónsson, aðstoðar- bankastjóri í Seðlabankanum. Aðrir nefndarmenn eru: Árni Kolbeinsson, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, Eyjólfur K. Jónsson, alþingismaður, Gestur Jónsson, hrl., og Markús Sigurbjörnsson, lög- fræðingur. aWa ''C OP‘ Fyrir aðeins 390 kr. Bakaríið KRINGLAN Starmýri 2 Frábærar tertur

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.