Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 1
2004  LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A LÍF OG FJÖR Á HANDBOLTALEIK ÞÓRS OG KA Á AKUREYRI / B4 BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golf- klúbbi Kópavogs og Garðabæjar, lenti í slæmu veðri í þriðja hring annars stigs úrtökumóts- ins fyrir evrópsku mótaröðina í golfi á Spáni í gær. Birgir Leifur var framarlega eftir tvo fyrstu hringina og því ræstur út með þeim síðustu í gær. Helmingur keppenda, 42 alls, náðu að ljúka leik áður en dómarar stöðvuðu leik vegna veðurs og verður þriðja hring því fram haldið í dag, áður en kylfingarnir halda áfram og taka fjórða hringinn, en þessu stigi lýkur í dag. Birgir Leifur var ekki meðal þeirra sem náðu að ljúka leik í gær en samkvæmt heim- ildum blaðsins hafði hann lokið við fjórtán holur og var á þremur yfir pari. Ekki náðist í Birgi Leif í gær og engar upplýsingar var að hafa hjá mótshöldurum. Birgir Leifur á þremur yfir pari HANS Fróði Hansen, landsliðs- maður frá Færeyjum, er genginn til liðs við 1. deildarlið Breiðabliks í knattspyrnu. Hans Fróði, sem er 29 ára varnarmaður og hefur spilað 26 landsleiki fyrir Færeyjar, kom til Fram frá B68 í Tóftum fyrir síðasta tímabil og samdi til þriggja ára, en Framarar sögðu upp samningnum við hann að Íslandsmótinu loknu. Hann lék 12 leiki með Safamýr- arliðinu í úrvalsdeildinni í sumar. Hans Fróði lék um skeið með Sogndal í Noregi og áður með HB frá Þórshöfn. Þá er markvörðurinn Hjörvar Hafliðason genginn til liðs við Breiðablik. Hann var varamark- vörður KR á síðasta tímabili en lék áður með Val og HK og hefur spilað 18 leiki með Hlíðarendaliðinu í efstu deild. Hans Fróði og Hjörvar í Breiðablik MARÍA B. Ágústsdóttir, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, sem lék með KR í sumar, gaf ekki kost á sér í leikina gegn Noregi í næstu viku vegna anna í námi sínu við Har- vard-háskóla í New York. Hún er ennfremur hætt að æfa og spila með knattspyrnuliði háskólans vegna ósamkomulags við þjálf- arann. María sagði að það væri ekki víst að hún léki með KR næsta sumar. „Ég hef enn ekki tekið ákvörðun því það er möguleiki á að ég verði í sumarstarfi í Bandaríkjunum. Framhaldið með landsliðinu mun þá einnig velta nokkuð á þeirri ákvörðun minni. Ef það færi svo að landsliðið tryggði sér sæti í úrslit- um Evrópukeppninnar næsta sum- ar þá væri það mikil gulrót fyrir mig að koma heim og keppa að því að komast þangað. Það yrði erfitt að hafna því að taka þátt í slíku æv- intýri,“ sagði María. Hún hefur leikið þrjá landsleiki í ár, vináttuleik gegn Skotum og svo kom hún inná fyrir Þóru B. Helga- dóttur í báðum leikjunum í Banda- ríkjunum í september. María var varamarkvörður landsliðsins í leikjunum í Evrópukeppninni. „Það var erfitt fyrir mig að koma í leikina gegn Noregi, bæði vegna prófa og vegna þess að ég missti mikið úr vegna leikjanna í sept- ember.“ Óvíst með framhaldið hjá Maríu Já, ég hef ekki verið sammálahonum í sumar, og hef reyndar ekki verið einn leikmanna um það. Jukka er indælis maður en æfingarn- ar hjá honum hafa verið hálfgerður brandari, gæðin engin, og þar sem ég er einn af reynslumestu mönnunum í okkar leikmannahópi fannst mér að ég gæti ekki látið það yfir okkur ganga. Það fór hinsvegar í taugarnar á þjálfaranum að ég skyldi gagnrýna hann og afleiðingarnar eru þær að ég datt út úr byrjunarliðinu í síðustu leikjunum í deildakeppninni og var síðan ekki valinn í hópinn fyrir þenn- an leik gegn Assyriska. Mér finnst það hart, ég er markahæsti miðju- maður liðsins í sumar og hef átt flestar stoðsendingar. Reyndar var ég fenginn hingað sem sóknarmaður en hef aðallega leikið á vinstri kant- inum, í miklu varnarhlutverki, og sjaldan komist í námunda við mark andstæðinganna, þar sem ég kann best við mig,“ sagði Tryggvi. Gengi liðsins er hlægilegt Örgryte hafnaði í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinanr og þurfti því að fara í þessa aukaleiki gegn Assyr- iska, sem varð í þriðja sæti 1. deild- ar. „Gengi liðsins í ár er hlægilegt, það endaði í fjórða sætinu í fyrra og er ekki með síðri mannskap í ár. En eins og tímabilið hefur verið, eigum við satt best að segja ekki meira skilið en að vera í þessari stöðu. Ég á sömu sök á því og aðrir og er alls ekki sáttur við mína frammistöðu á tímabilinu. En ég vona hinsvegar að ég fái tækifæri á ný í þessum mik- ilvæga leik gegn Assyriska á sunnu- daginn, þar sem úrvalsdeildarsætið er í húfi. Við þurfum að skora mörk, og ég gæti hjálpað til í þeim efnum.“ Tryggvi samdi við Örgryte til þriggja ára í febrúar en sagði að staða sín hjá félaginu væri óráðin. „Ég sé ekki fyrir mér að við verðum hérna báðir á næsta tímabili, ég og þjálfarinn. Ég er hinsvegar ekki sú manngerð sem gefst upp og hættir og ég vona að eftir leikinn á sunnu- dag, hvernig sem hann fer, verði hægt að setjast niður og fara yfir málin af skynsemi,“ sagði Tryggvi Guðmundsson. Jóhann B. Guðmundsson leikur ekki með Örgryte á morgun. Hann missti af þremur síðustu leikjum liðsins í deildinni vegna meiðsla, sem og leiknum á miðvikudaginn. Tryggvi settur út vegna gagnrýni þjálfara Örgryte TRYGGVI Guðmundsson, knattspyrnumaður hjá Örgryte í Svíþjóð, er úti í kuldanum hjá þjálfara liðsins, Jukka Ikäläinen. Hann var ekki í leikmannahópnum þegar Örgryte tapaði fyrir Assyriska, 2:1, í fyrri leik liðanna um sæti í sænsku úrvalsdeildinni, á miðvikudaginn og sagði við Morgunblaðið að það væri vegna gagnrýni sinnar á æfing- ar finnska þjálfarans. Eftir Víði Sigurðsson Morgunblaðið/Kristján Páll Gíslason, leikmaður Þórs, í baráttu við KA-manninn Hörð Fannar Sigþórsson á línunni. Þórsarar höfðu betur í nágrannaslagnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.