Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 15

Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 15
liggja kannski í loyni og rSðast svo aftan að okkur“. „Þú ert hræddur", sagði Fyrsti. „Hugleysingi! Hugleysingi!“ „Ég er ekki hræddur, en það er ég sem er foringinn. Ég ber ábyrgð á hópnum. Hlustið nú 811. E£ hætta er á ferðum þá blístrum við eitt stutt blístur. Þið stað- hæmizt þar sem þið eruð. Hreyfið ykkur ekki. Andið ekki. Tvö stutt blístur merkir: sleppið fanganum og forðið ykkur. Eitt langt blístur merkir að l’jársjóðurinn,sé fund- inn og allt í lagi: komið eins fljótt og þið getið. Er það klárt?“ „Jamm“, sagði Annar. „En ef við villumst?" „Þá stanzið þið og bíðið þangað til þið heyrið blístur". ,>En ef hann blístrar —til að 1-ugla okkur?“ spurði Annar og Potáði tánni í Fyrsta. „Þá keflið þið hann. Keflið bann fast svo hann geti ekki tíst“. Pétur fór fram á gilbrúnina og skyggndist niður til að velja sér leið gegnum kjarrið í hlíðinni; gilið var um það bil þrjátíu feta újúpt. Lísa stóð fast fyrir aftan bann og hélt sér í skyrtuna hans. „Hverjir eru Þeir?“ hvíslaði hún. „Ókunnugir menn”. „Þú trúir ekki á risa?“ „Nei.“ „Þegar ég hugsa um risana fer hrollur um mig — hérna.“ Hún tagði höndina á ofurlítinn ávalan kviðinn neðan við pilskörfuna. Pétur sagði: „Við förum niður barna hjá þyrnikjarrinu. Varaðu Þig. Grjótið er laust fyrir en við megum engan hávaða gera“. Hann sneri sér að hinum sem horfðu á hann með aðdáun, öfund og hatri. (Það var Fyrsti): „Þið bíðið þang- að til þið sjáið okkur hinumegin í gilinu og komið þá á eftir“. Hann leit. til himins. „Innrásin hófst á hádegi“, sagði hann, nákvæmur eins og sagnfræðingur sem gerir grein fyrir viðburði sem raskaði rás heimsins. , III „NÚ væri óhætt að bl£stra“, sagði Lísa. Þau voru komin hálfa leið upp hlíðina handan við gilið og bæði orðin lafmóð. Hún stakk upp í sig beri og sagði: „Þau eru sæt. Sætari en okkar ber. Á ég að fara að tína?“ Leggir hennar og læri voru hrufluð af þyrnum og með blóðslettum eins og berjasafa. „Ég hef séð meir en þetta heima hjá okkur“, sagði Pétur. ,,Sérðu ekki, Lísa, að hér hefur ekkert verið tínt. Enginn hefur komið hér. Þetta er ekkert móti því sem við finnum seinna. Berin hafa vaxið hér ár eftir ár — kannski finnum við heilan berja- skóg, með berjum á stærð við epli. Við skiljum þessar títlur eft ir handa hinum ef þeir kæra sig um þau. Þú og ég, við klifrum hærra upp, þangað sem við finn um virkilegan fjársjóð". Hann heyrði fótatak hinna á eftir þeim og skrjáfa í grjóti, en ekkert sást gegnum kjarrið. „Komdu nú. Ef við finnum fjársjóðinn fyrst þá eigum við hann“. „Ég vildi það væri virkilegur fjársjóður, ekki bara bláber". „Það gæti verið. Það hefur eng- inn komið hér á undan okkur“. „Risar?“ spurði Lísa og það fór hrollur um liana. „Það hafa aldrei verið til nein ir risar. Það eru bara sögur handa krökkunum. Eins og Gamli-Nó og skipið hans“. „Ekki heldur Gamli-Nó?“ „Hvað þú ert mikill krakki!" Þau klifruðu hærra og hærra gegnum birkiskóginn og kjarrið; nú heyrðist ekki lengur til hinna að baki þeirra. Hér uppi var allt annað andrúmsloft, heitt og rákt ALÞÝÐUBLAÐIÐ — SUNNUDAGSBLAB 239

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.