Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 16

Sunnudagsblaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 16
og málmkennt, saltur sjávarþef- urinn víðsfjarri. Svo strjálaðist kjarrið, þau voru komin á hæðar- brún. Botn var horfinn handan við öxlina að baki þeirra, en milli trjánna grilltu þau bláa rönd eins og hafið hefði lyfzt upp til jafns við þau í tröllslegum krampa. Þau sneru sér undan þessari sýn og störðu inn á ókunna landið framundan. Heilagur Tómas * Frh. af bls. 223. kuflinn, sem hann klæddist hvers- dagslega, til þess að færa hann í erkibiskupsskrúðann, sáu þeir sér til mikillar undrunar, að næst sér klæddist hann óhreinni hrosshárs- skyrtu, grófgerðri og morandi í lús. Og á holdi hans mátti sjá merki um meinlætalifnað og sjálfs píslir. Þetta gladdi þá í sorginni, því að nú þóttust þeir vita, að hann hefði verið sannlieilagur maður. Með dauða sínum hafði Tómas unið fullnaðarsigur yfir konungin- um. Þegar fregnin um morð hans barst út, urðu kristnir menn í öll- um löndum höggdofa fyrst í stað. Hinrik konungi II. varð ekki livað minnst um tíðindin. Hann klædd- ist í sekk og ösku og lokaði sig inni í nokkra daga og neitaði að bragða vott eða þurrt. Síðar, þegar hann fór að jafna sig, gaf hann sjálfan sig og ríkið á vald páfa. Hann gat ekki gert neitt annað, ef hann átti að geta gert sér vonir uin aö bera konungsnafn áfram og halda rík- inu i ætt sinni. Páf^ varð svo mik- ið um tíðindin, að hann neitaði að mæla í heila viku og gaf út þá fyr- irskipun, að enginn Englendingur skyldi framar fá áheyrn bjá sér. Þetta efndi hami að sjálfsögðu ekki, en þegar biskuparnir bann- færðu reyndu að fá hann til að létta banninu af, neitaði hann því lengi vel, en lét þó að lokum und- an gegn því, að þeir greiddu stór- fé í sektir. En það voru ekki aðeíns höfð- ingjarnir, sem morð Tómasar 'fékk á. Almúginn dró enga dul á álit sitt. Strax eftir morðið fóru að ganga sagnir um kraftaverk í Kant araborg. Menn sögðu, að fjórum sinnum hefði verið kveikt á kert- um af ósýnilegri hendi við morð- staöinn. Munkur einn við dóm- kirkjuna hafði séð erkibiskupinn ganga i fullum skrúða upp að há- altarinu og syngja þar messu. — Blind kona hafði snert augu sín með klút, vættum í blóði hans, og hafði þegar fengið sýn. Aðrir höfðu heitið á hann og öðlast bata. Um leið og þessar sagnir um helgi Tómasar færðust í aukana, óx hatur manna á morðingjum hans. Múgurinn settist um kastala de Brocs og gerði tilraun til áð ná honum á sitt vald. Og morðingj- arnir fjórir, sem í fyrstu höfðu gumað af verki sínu, urðu að flýja til Skotlands, og þar tókst þeim naumlega að komast undan því að verða hengdir án dóms og laga. Höfðingjar tólftu aldar áttu til- tölulega auðvelt með að kúga al- þýðumenn fjárhagslega, en þeir gátu ekki virt alþýðutrúna að vettugi. Og alþýða manna var sann færð um, að Tómas væri sannheil- agur guðs dýrlingur. Áður en tvö ár voru liðin frá morðinu, hafði páfinn viðurkennt þessa trú og lýst yfir helgi hans. Helgur dómur Tómasar í Kantaraborg varð fræg asti helgidómur í Englandi og þangað lagði fjöldi pílagríma leið sína ár hvert. Á tímabili var lieil- agur Tómas ekki síður vinsæll til áheita en heilög guðsmóðir sjálf. Kirkjur helgaðar honum voru legíó, og átrúnaður á hann barst til margra landa utan Englands, meðal annars hingað til lands. Cosa Nostra Frh. af bls. 229. Costello var ekki í vafa um, hver hefði staðið fyrir þessu tilræði, og hann fól reyndum fjöldamorð- ingja, Albert Anastasia, að koma Genovese fyrir kattarnef. En Ge- novese var á undan. Morgun einn sat Anastasia í makindum í rak- arastofu á hóteli i New York, þeg- ar maður gekk inn, ’dró fram byssu og skaut hann til bana. ÞESSI ÁTÖK vöktu ugg meðal foringja glæpastarfseminnar í landinu. Þeir óttuðust, að upp væri að renna innbyrðisstyrjöld allra gegn öllum, eins og verið hafði nokkrum áratugum fyrr, þeg ar A1 Capone var upp á sitt bezta. Til þess að koma í veg fyrir slíkt, voru leiðtogar Cosa Nostra boðaðir til friðarráðstefnu. Sú ráðstefna fór fram í húsi eins af þátttakend- unum í Apalchin, vinsælum ferða mannabæ í New York-ríki. Þennan fund sóttu svo margir menn víðsvegar að úr landinu, að það vakti grunsemdir. Lögreglu- þjónn staðarins setti sig óðara í samband við FBI. Lögreglan kom á vettvang og umkringdi húsið, og fundarmenn flúðu í allar áttir. Margir þeirra voru þó handteknir, en þá varð alla að láta lausa aftur fljótlega, því að ekki var hægt að ákæra þá fyrir að hafa „tekið þátt í kvöldverðarboði hjá gömlum vini“. En Apalchin-ráðstefnan færði yfirvöldunum heim sanninn um það, að náin tengsl voru milli glæpamanna um öll Bandarikin. Lögreglan fór úr þessu að gefa meiri gaum að Cosa Nostra eða Mafíunni sem margir kölluðu, en áður hafði lögreglan talið, að sagn irnar um vald þeirrar hreyfingar væru mjög ýktar og þjóðsagna- kenndar, eins konar glæpareyfar- ar, sem ættu ekkert skylt við veru- leikann. En nú fóru yfirvöldin að átta sig á, að þau stóðu andspænis hættulegum og valdamiklum hring glæpamanna. Um starfsemi þessa hrings, skipulag hans og meðlimi, var hins vegar lítið vitað, þar til Valachi leysti frá skjóðunni. ATHYGLI MANNA hefur síðustU árin beinzt mjög að þessum mál- um. Og nú bendir allt til þess, að eitthvað verði farið að gera af hálfu yfirvaldanna. Þingíð vill láta hefjast handa; það vill láta hefja stórsókn gegn Cosa Nostra, og reyna að uppræta þetta glæpa- mannaveldi, sem hefur ótrúleg og óhugnanleg tök á öllu fjármálalifi landsíns og þar með öllu þjóðfé- lagslífinu. 240 SUNNW>AGSBZ,A» - ALÞÝÐUBLABIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.