Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.11.2004, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 53 TÍMARITIÐ Record Collector hefur nú verið starfrækt í tuttugu og fimm ár og er einskonar fagblað þeirra sem sanka að sér hljómplötum, geisladiskum og öðru því sem tengist dægurtónlist síðustu aldar og þess- arar. Í desemberhefti blaðsins, sem er sérstakt afmælisrit, birtir blaðið lista yfir hundrað verðmestu plötur sem gefnar hafa verið út í Bretlandi (sem útskýrir fjarveru Elvis Presley á listanum). Plata með Thor’s Hammer (nafn sem Hljómar tóku sér er þeir reyndu fyrir sér erlendis) nær þar 85. sæti og er metin á 900 pund eða 112.000 íslenskar krónur. Um er að ræða tvöfalda sjötommu frá árinu 1966 sem var pressuð af Parlophone og gefin út í myndaumslagi (vörunúmer: CGEP 62). Innheldur hún lög úr stuttmynd sveitarinnar, Umbar- umbamba. Ítarleg greinargerð fylgir þessu vali en Thor’s Hammer er orðin mjög eftirsótt sveit hjá söfnurum sem pæla í sýrupopprokki sjöunda áratugarins sem átti sitt blómaskeið árin 1966 til 1968. Sérstaklega þykir notkun Gunnars Þórðarsonar á hinum svo- kallaða „fuzz-pedal“ (loðfetli?) bylt- ingarkennd. Þannig á sveitin lag á sýrurokkssafnplötunni Nuggets II og út hafa komið tvær safnplötur, önnur var gefin út hér heima á veg- um Spor árið 1998 og nýverið gaf hið virta endurútgáfufyrirtæki Ace Re- cords út plötuna From Keflavik … with love. Tíu verðmestu plötur heims 1. The Quarry Men – That’ll Be The Day/In Spite Of All The Danger (Hljómsveitin The Quarry Men var undanfari Bítlanna og var þessi plata pressuð í einu eintaki, ætluðu til einkanota, árið 1958) [12,4 milljónir íslenskra króna] 2. The Quarry Men – That’ll Be The Day/In Spite Of All The Danger (sérpressun sem Paul McCartney lét gera fyrir sig) [1,2 milljónir] 3. The Beatles - The Beatles (Hvíta platan með númerum fyrir neðan 0000010) [1,2 milljónir] 4. The Sex Pistols – God Save The Queen/No Feeling (afturkölluð sjö- tomma) [682.000] 5. Queen – Bohemian Rhapsody (sjö- tomma, blár vínyll, gefin út 1978) [620.000] 6. Ron Hargrave – Latch On [403.000] Sjö plötur skipta með sér sjöunda sætinu og eru þær metnar á 372.000. Þær eru: – John’s Children - Midsummer Nights Scene (afturkölluð sjötomma) – John Lennon & Yoko Ono – Unfin- ished Music No. 1: Two Virgins („mono“ (einóma) útgáfa) – The Crows – Gee – The Beatles – Abbey Road (eintök ætluð til útflutnings, pressuð af Decca) – David Bowie – Space Oddity (sjö- tomma í myndaumslagi sem aldrei kom út) – The Beatles – Please Please Me (með gylltum plötumiða) – The Beatles – Love Me Do (sjö- tomma, kynningareintak sem dreift var til fjölmiðla). Tónlist | Thor’s Hammer Á lista yfir verðmestu plötur Bretlands Thor’s Hammer (frá vinstri): Erlingur Björnsson, Pétur Östlund, Gunnar Þórðarson og Rúnar Júlíusson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.