24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 26.08.2008, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 26. ÁGÚST 2008 24stundir Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is „Ég er að æfa um 10 til 13 sinnum á viku, en það er misjafnt eftir tímabilum. Á veturna hleyp ég um það bil 160 kílómetra á viku en á sumrin hleyp ég svona 110 til 120 kílómetra á viku,“ segir Kári Steinn Karlsson en hann kláraði Vatns- mýrarhlaupið á besta tíma á dög- unum. Þar hljóp hann fimm kíló- metra á 15 mínútum og þremur sekúndum og er það besti árangur í öllum fimm kílómetra hlaupum á landinu á þessu ári. „Það var nokkuð góð þátttaka. Ég held reyndar að það hafi verið metþátttaka en það voru hátt í 300 manns sem tóku þátt.“ Þetta er þó ekki eina afrek Kára Steins á árinu því að í vor varð hann Íslandsmeistari í karlaflokki í bæði fimm og tíu kílómetra hlaupi á keppnisbraut, en hann hefur lagt mesta áherslu á þessar lengdir. Tekur örugglega maraþon Kári Steinn hefur enn ekki keppt í maraþoni, þó svo að hann hafi áður hlaupið heilt maraþon á æf- ingu. „Ég hugsa að ég endi nú ein- hvern tímann á maraþoni en ann- ars er ég að stíla inn á brautina núna. En ef ég ætla að verða virki- lega góður maraþonhlaupari þá þarf ég að ná í góðan grunn fyrst á þessum styttri vegalengdum. Og svo þegar ég er orðinn þroskaðri hlaupari þá get ég fært mig yfir í maraþonið. “ Aðspurður segist Kári Steinn ekki hafa stundað hlaup allt sitt líf, í raun hafi hann ekki stundað það mjög lengi. „Ég byrjaði á að æfa fótbolta og körfubolta þegar ég var ungur. En pabbi var í skokkhópi og ég fór stundum með honum. Svo fór ég að taka þátt í þessum götuhlaup- um til þess að fá medalíu og vera með. En þegar ég var farinn að ná ágætis tíma var ég fenginn á frjáls- íþróttaæfingu og þegar ég var fimmtán ára þá hætti ég í körfu- bolta og fótbolta og hef verið í þessu síðan.“ Hleypur fyrir Berkeley Síðustu misseri hefur Kári lagt stund á verkfræðinám í hinum virta Kaliforníuháskóla í Berkeley þar sem hann hlaut styrk. „Ég er í rauninni bara að læra og æfa allan daginn. Ég er á ein- hverjum smástyrk þarna en ég er samt líka að hugsa um námið. Mér bauðst fullur styrkur en ég ákvað að taka minni styrk og setja frekar fullan kraft í námið.“ Hann heldur brátt aftur vestur um haf og verður spennandi að fylgjast með afrekum þessa unga manns í framtíðinni. 24 stundir/Valdís Thor Kári Steinn náði besta tíma frá upphafi í Vatnsmýrarhlaupinu Dagurinn fer aðallega í æfingar og lærdóm ➤ Hlaupið hefur farið fram 14sinnum og er 5 km langt. Á næsta ári verða líklega fleiri vegalengdir í boði. ➤ Brautarmetið sem Kári sló varfrá árinu 1994 og hljóðaði upp á 15:31. ➤ Alls tóku 285 manns þátt íhlaupinu sem er mikil aukn- ing frá fyrri árum. VATNSMÝRARHLAUPIÐHinn 22 ára gamli Kári Steinn Karlsson tók fyrst þátt í götuhlaupum til þess að vera með og fá medalíu. Í dag er hann Ís- landsmeistari í tveimur hlaupagreinum og keppir fyrir virtan bandarískan háskóla. Sló met Kári Steinn sló brautarmet frá 1994. Á tímum kreppu og slæmrar eiginfjárstöðu er það skylda hvers borgara að sýna aðhald í heim- ilisrekstri. Snyrtivörur eru með því dýrara sem hægt er að kaupa en samt freistast margir til að kaupa dýra maska og líkamsskrúbb. Það er yf- irleitt alger óþarfi því í flestum eld- húsum er að finna allt það sem þarf til að búa til sinn eigin maska eða skrúbb. Salt og olía Helstu innihaldsefni líkams- skrúbbs eru sjávarsalt og olía. Hversu mikið fólk notar af hvoru fer eftir smekk en gott er að byrja á að setja salt í skál og blanda svo ol- íunni smám saman út í. Gott er að nota til dæmis ólífuolíu eða kókos- olíu. Fyrir þá sem hafa viðkvæma húð er hægt að skipta út sjávarsaltinu fyrir sykur sem er mýkri. Ilmkjarnaolíur setja svo punkt- inn yfir i-ið, en það nægir að setja aðeins nokkra dropa út í blönd- una. Það hver er notuð fer eftir því hvaða áhrif skrúbbnum er ætlað að hafa. Þannig hafa lofnarblóm slak- andi áhrif, sítrónugras hefur frísk- andi áhrif en rósmarín er örvandi. Jógúrt og ávextir Ávaxtasafi, agúrka eða ávextir, blandaðir saman við jógúrt eða haframjöl, verða að fyrirtaks and- litsmaska. Gott er að saxa hafra- mjölið í matvinnsluvél og blanda svo öðru saman við. Þá má líka nota sykur í maskann eða eggja- hvítu, en aðalatriðið er að láta hug- myndaflugið ráða ferðinni. Hagsýnir búa til sínar eigin snyrtivörur Fegurðarverksmiðjur LÍFRÆNIR SAFAR Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum landsins Ég hef þurft að glíma við aukakíló í nokkur ár. Hef prófað ýmsa kúra og ekkert gengið. Það er ekki fyrr en ég kynnist Ultratone að sentímetrar og kíló fjúka af. Komin úr stærð sextán í stærð tólf í buxum og úr átján í fjórtán í bolum. Og svo er ég komin með mitti sem eg vissi ekki af. Er líka ánægðari með sjálfa mig. Staffið er æðislegt og umhverfið þægilegt. Búin að vera í Ultratone í fimm vikur og mæli með þessu. - Rósa Sigurðardóttir Loksins eitthvað vem virkar! Á þessum mánuði, sem ég er búin að vera í Ultratone hef ég misst sex kíló og mittismálið minnkað um ellefu sentímetra. Maginn, sem var togaður og teygður eftir fimm meðgöngur er loksins stinnari (og ekki bara skvap). Ég hlakka alltaf til að mæta, þjónustan er frábær og svo líður mér svo vel, líkamlega og andlega eftir hvern tíma. Bara frábært í alla staði. - Margrét Sigurpálsdóttir Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 atvinna@24stundir.is PANTIÐ GOTT PLÁSS Í TÍMA

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.