Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 27.07.1963, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 27.07.1963, Blaðsíða 4
A vinstri spássíu w ; \ m í íslenzkum stjórnmálaflokk um er æðsta flokksvaldið yf- irleitt mjög sentralíserað: samandregið á hendur fárra manna, sem virðast hafa að- stöðu til að „kjósa“ sjálfa sig aftur og aftur til æðstu valda og velja sér vikalipra sam- Starfsmenn, ráða því, hverjir sitji valdastólana, hverjir fari og hverjir komi. Flokks- lýðræðið er lítið annað en nafnið tómt. Allt er ákveðið í toppnum, síðan hóað sam- an nokkru liði af sýndarástæð UM FLOKKSVALDIÐ um til að samþykkja það, sem fyrirfram er ráðið, hylla leið- togana og liðka áróðursvél- ina. Ólýðræðislega samþjöpp uðu flokksvaldi af þessu tagi fylgir sú hætta, að því takist að breyta sjálfu sér í ólýðræð islega samþjappað ríkisvald, sem lítt eða ekki hirði um vilji og þarfir þegnanna og þurfi samt ekkert að óttast um völd sín. Hér á landi stefnir óðfluga í þessa átt, þrátt fyrir allt lýðræðishjalið. í bæjarmálum hefur sá helm ingur þjóðarinnar, sem í höf- uðstaðnum býr, lengi lotið al- ræðisvaldi fámennrar flokks- klíku, sem fyrir fjármuni gjaldþegnanna hefur smíðað sér svo öflugt áróðurs- og valdakerfi, að því verður tæp lega haggað í bráð. Með fjár- muni Reykvíkinga og ráð yfir málefnum þeirra að bakhjalli er síðan stefnt að sams konar alræðisvaldi flokksklíkunnar yfir málefnum þjóðarinnar allrar, og eftir því sem betur tekst að búa um valdahnút- ana, er minna hirt um vilja ó- breyttra flokksmanna, þings eða þjóðar. Allir íslenzkir stjómmála- flokkar gera þá agakröfu til flokksfélaganna, að þegar flokksforystan hefur markað stefnu í einhverju máli, fram fylgi flokksmenn henni, jafn- vel þótt þeir séu henni and- vígir — og gagnrýni hana ekki, hvað þá berjist gegn henni, nema þá innan flokks- ins (og einnig það er reyndar illa þokkað). Eigi fólk að undirgangast slíkan aga, er ákaflega nauðsynlegt að tryggja því í staðinn sem full komnast flokkslýðræði, eink- anlega lýðræðislega sentralí- seringu æðsta flokksvaldsins, sem línumar leggur. Einstein segir í trúarjátningu sinni, að reyndar sé nauðsyn, að á- kveðnir menn annist hugsana- störfin rétt eins og hver önn- ur verk, en aldrei megi skerða rétt fólksins til að velja sér foringja (og þá auðvitað einn- ig hafna leiðtogum, sem það telur ekki hafa staðið í stöðu sinni). Á þessu eru miklir mis- brestir í íslenzku stjórnmála- lífi, og þess vegna er iðulega hrópandi ósamræmi milli vilja fólksins, sem flokkinn fyllir, og breytni flokksleiðtoganna. Skulu hér aðeins nefnd tvö dæmi úr Framsóknarflokkn- um, sem þykist þó vera lýð- ræðislega gerður og stefna að lýðræðissamfélagi; 1. hinn mikli fjöldi hernámsandstæð inga, sem flokkinn kýs, á mjög erfitt með að fá að láita skoð anir sínar í ljós í flokksmál- gögnum, (sem eru þó gefin út fyrir fé þessa fólks), en hið fámenna Varðbergslið getur vaðið þar uppi eins og því sýnist. — 2. breytni fram- sóknarforystunnar er fullkom lega andstæð yfirlýstum vilja meirihluta flokksmanna í grundvallaratriðum eins ogj hersetumálinu og því, hvort þjóðin skuli eiga aðild að stríðsfélagi erlendra kjarn- orkuvelda eða ekki. Samt situr Eysteinn í formanns- stólnum og mun sitja þar eins lengi og hann lystir. GILS GUÐMUNDSSON: r Leiðari, framh. um í flokknum. Eina vígi þeirra nú orðið er Sósíalistafélag Reykja- víkur: „hinar 140 fjöl- skyldur". Þegar þær höfðu ekki lengur bol- magn til að halda höfð- ingja sínum þar við völd, fundu þær einn mann nægilega innblás inn „hinum forna anda“, til þess að þær gætu stutt hann til for- mennsku: Pál Bergþórs son, veðurfræðing. Eng án þarf að undra, þó að hann heyri óskaplegar 4 truflanir í háloftum tómhyggjunnar, ef talið berst að íslenzkum veru leik. En við hérna niðri á jörðinni verðum engra truflana vör, heldur eru skilyrði einmitt hin á- kjósanlegustu til að hlusta á slíkan eining- arboðskap. Og á hann er mikið hlustað, um hann er mikið rætt. Ómur þeirra umræðna hefur meira að segja borizt inn í pálskirkju kreddutrúarmanna, og því er nú allt í pati uppi við háaltarið. Víða er fagurt á Snæfells- nesi. Ymsir telja fegurst á Búð um, og finnst mér nú, er ég stend þar á hraunjaðri við ósinn, sem það geti vel verið rétt. Er þó víða á nesinu til- komumikið landslag, sér- kennilegt og fagurt. Búðahraun skagar hér út í hafið og myndar breitt og all- stórt nes. Upp úr hrauninu miðju rís Búðaklettur, eldgíg- ur, sem myndað hefur hraun ið á sinni tíð, bunguvaxinn og litskrúðugur; þar skiptast á rauðar og brúnar gjallskriður og grágrænn mosi. í rönd Búðakletts er Búðahellir, ekki mjög víður, og þrengist brátt er inn kemur, svo að ekki verður í fljótu bragði komizt í hann. Hefur og myndazt sú sögn, að undir- göng séu úr hellinum, allt suður á Reykjanes. Einhverju sinni átti sakamaður að hafa komizt í hellinn. Menn urðu hans þar varir, söfnuðu liði og hugðust grípa hann. Mað- urinn leitaði undan inn eftir hellinum, svo sem hann mátti, fann undirgöngin og hélt eftir þeim óraveg. Um síðir kom hann upp í hraunhelli einum á Reykjanesi, og var þá gullsandur í skóm hans! Við jaðar Búðahrauns renn ur Hraunhafnará til sjávar og myndar breiðan ós, þar sem hún fellur í hafið. Hét þar Hraunhöfn til forna. Þar var eitt sinn gott skipalægi. Bær- inn á Búðum stendur við Hraunhafnarós. Þar er nú sumargistihús. Ósinn er hyl- djúpur um flóð, og falla sjáv- arstraumarnir um hraun- snasirnar, En um fjöru liggja bátar á þurru í ósnum. — Þarna innan við ósinn er Gísli Indriðason að koma upp sil- ungsrækt sinni. Dreymir hann stóra drauma um nýjan, skemmtilegan og arðsaman atvinpuveg. Neðan við Búðir skerast víkur og lón inn í hraunið. Þar eru hvítir sandar — skemmtilegasti og bezti sjó- baðstaður, sem mér er kunn ugt um á íslandi. Úti fyrir er opið hafið, ofan við sanclana algróinn hraunjaðar. Útsýn til austurs og suðurs er mik- il allt til jökla í Borgarfirði og Reykjanesfjalla. En í vestri gnæfir Snæfellsjökull, fegurri héðan en af flestum stöðum öðrum, nálægur, en þó ekki nær en svo, að hann nýtur sín til fulls. Frá Búðum er haldið út í Breiðuvík, út með Axlar- hymu, fyrir ofan Axlarhóla. Þarna, rétt ofan við hraunið en neðan við hólana, getur að líta rústir gamals býlis. Þar var Öxl hin forna, bú- staður Axlar-Bjarnar, sem víð kunnur er úr sögn og sögu vegna illvirkja sinna og hroðalegs lífláts á Lauga- brekkuþingi. í hraunjaðrinum er ígultjörn, þar sem líkin áttu að hafa fundizt. Nú blasir við Breiðavíkin, falleg sveit og grösug. Hér hafa löngum búið röskir menn og harðgerir. í Eyr- byggja sögu eru þeir nefnd- ir Heiðsynningar, það er þeir, sem búa sunnan heiðar (Fróðárheiðar). Vegurinn ligg ur öm túnið á Knerri, þar sem í lok 16 aldar bjó auð- maðurinn Ormur Þorleifsson. Er talið, að hann hafi átt alla Breiðuvík, frá Hraun- hafnará og út að Kambi. Orm- ur var hörkutól hið mesta, og þótti ógott að vera leiguliði hans. Um hann var kveðið: Enginn er verri en Ormur á Knerri. Skammt vestan við Knör er Kambur, þar sem forðum bjó Björn Ásbrandsson Breið- víkingakappi, ástamaðurinn og skáldið, sem var meiri vinur húsfreyjunnar á Fróðá en goðans á Helgafelli, bróð- ur hennar. Kambsskarð heitir skemmsta leiðin frá Kambi yfir til Fróðár. Þá leið fór Björn bóndi til að hitta Þur- íði húsfreyju. Utanvert við Breiðuvík gnæfir Stapafell við rætur jökulfjallsins. Það er tilkomu- mikið fjall, með blásvörtum skriðum hið neðra, en mikl- um bergburstum þegar ofar dregur. Efst gnæfir kletta- bákn mikið við loft, sér- kennilegt og stórbrotið. Á fyrri tíð, þegar Snæfells- jökull gaus, hafa hraunfoss- arnir klofnað á Stapafelli. Önnur hraunkvíslin hefur runnið niður með fellinu að innán, niður undir hamra- belti, sem þar er við sjó fram og heitir yzti hluti þess Sölva hamar. Hin hraunkvíslin hef- ur fallið niður með Stapafelli utanverðu og allt í sjó fram milli Arnarstapa og Hellna. Er sú hraunröst ákaflega úfin og hrikaleg. Allt frá Hamraendum í Breiðuvík og út á Arnarstapa er standberg með sjónum, ekki hátt, en víða sérkenni- legt og fagurt. Falla þar fram af margir lækir og smáár og mynda fallega fossa. Heitir þar á einum stað Þrífyssa. Stærst er áin Sleggjubeina. Hún fellur til sjávar í djúpu gili. Spölkorn upp með henni í litlum hvammi á eystri bakk anum, eru rústir af gömlu býli. Þar hét að Grímsstöð- um, og var yzti bær í Breiðu- vík. Þar bjó í nokkur ár skáld- ið Sigurður Breiðfjörð ásamt seinni konu sinni, Kristínu Ulugadóttur. Hér var skáldið dæmt til hýðingar fyrir fjöl- kvæni, og í sektir svo háar, að þau hjón urðu að gefast upp á búskapnum og flytjast burtu örsnauð. Ekkert er nú lengur til minja um dvöl Sigurðar á þessum stað, nema vísur hans og kvæði. Hér hefur skáldið átt erfiða vist, einkum eftir að yfirvöldin tóku að sækja hann heirn í refsingarskyni Framh. á 6. síðu. Frjáls þjóð, laugardaginn 27. júli 1963. Axlarhyrna úr Búðahrauni

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.