Vikublaðið


Vikublaðið - 26.08.1994, Blaðsíða 10

Vikublaðið - 26.08.1994, Blaðsíða 10
10 VIKUBLAÐIÐ 26. AGUST 1994 Eg er einn af þessum 260 þúsund Islendingum sem létu það eiga sig að fara á „kraftaverkasamkomuna“ hjá Benny Hinum, hinum innflutta ameríska geðsveifluframleiðanda, sem malar í sífellu um Jesús og vitnar í biblíuna. Og lofar kraftaverkum án þess að standa við það. Og lætur pen- ingabauka flakka með skilaboðunum „sælir eru gefendur“. Og kemur skila- boðum til öryggisvarða sinna um að hleypa ekki alvarlega sjúkum og fötl- uðum upp á sviðið til sín. Menn eru eitthvað að tala um að aðsókn hjá Benny upp á fjögur þús- und manns - og viðbót upp á tvö þús- und sem urðu frá að hverfa - sé mikil og óyggjandi merki um trúaráhuga landsmanna. Og bæta því við að það hafi verið heljarinnar mikil stemning. Fólk hafi hrópað og sungið og hrist sig. Sumir skemmtu sér við að falla í öngvit. Eg á erfitt með að skilja hvernig koinast má að þeirri niðurstöðu að góð aðsókn hjá amerískum trúði með múgsefjunarhæfileika sé merki um mikinn trúaráhuga. Ég veit t.d. ekki betur en að framundan sé úrslitaleik- ur milli KR og Grindavíkur. A slíka leiki koma vanalega nálægt átta til tíu þúsund manns. Þar ríkir alveg rosaleg stemning. Fólk hrópar og syngur og hristir sig. Það ákallar sín átrúnaðar- goð með ofboðslegum tilfinninga- hita. 1968 fékk Eusebio nokkur frá Portúgal 18 þúsund manns til að mæta í kringum grænan flöt í Laugar- dal. Hvað segir Hinn um það? Eða útlensku þungarokkshljóm- sveitirnar sem hingað koma. A hljóm- leika slíkra manna koma þúsundir og þar er hrópað, sungið og þar hrista menn sig. Nema auðvitað þegar sér- trúarhópar eyðileggja skemmtunina. Og hvernig gekk svo Hinum? Blindir öðluðust ekki sýn. Þeir sem komu í hjólastólum fóru í hjólastól- um. Óljósar fregnir herma að maður með illsku í bakinu hafi skánað nokk- uð og hafi getað rétt úr sér. Kannski var bara of mikið í veskinu hans. Og margir fóru Iéttir í skapi frá mann- garminum. Þetta var jú skemmtun og enginn tapaði æru sinni. Sama árangurs er að vænta á bikar- útslitaleiknum. Þar fær enginn blind- ur sjón,' en fólk fær kærkomna útrás og um það bil helmingurinn fer burt af þeirri samkomu fiillur lífsgleði. Reyndar má segja að ef KR-ingar vinna bikarinn hafi kraftaverk átt sér stað, enda hafa KR-ingar ekki unnið frásagnarhæfan bikar í rúman aldar- fjórðung. KR-ingar „frelsast“ í unn- vörpum. Margir þeirra munu fara í kirkju og þakka fyrir sig. Flestir þeirra verða betri menn fyrir vikið. Þeir lemja mun síður eiginkonur sínar, börn og gæludýr. Framleiðni eykst á vinnustöðum þeirra. Hagvöxturinn tekur kipp. Atvinnuleysi minnkar. Getur Hinn stært sig af slíku? Og ekki skákar Hinn heldur gömlu góðu þjóðernishyggjunni. Hún veld- ur m.a. því að feitir og hættulegir svolar sem ógna mönnum með hagla- byssum verða þjóðhetjur. Varð ein- hver fyrir slíkri persónuleikaumbylt- ingu hjá Hinum? Og hefur honum tekist að umbreyta léttgeggjuðum poppara í virðulegan sendiherra? Gæti Hinn með einfaldri handayfir- leggingu umbreytt léttgeggjuðu og góðglöðu leikritaskáldi í (oftast nær) virðulegan forsætisráðherra? Nei, það er ekki á hans færi. Meðal-Jóninn á Islandi fer hins vegar létt með það. f dagsins önn Rithöndin Ekkert nauðsynlegt að allir skilji alla ú virðist samkvæmt skriftinni vera frábitinn því að ákv'eða eitthvað og fylgja því fast éftir. Að fastá- kveða finnst þér fráhrind- andi. Þú ert maður augna- bliksins. Þú ert skemmtileg- ur, andríkur og fljómr að hugsa og framkvæma. En þó þú virðist hálfgerður „bó- hem“ gemrðu líka axlað ábyrgð ef aðstæðurnar krefjast þess. Þá stendurðu Eiríkur Jónsson dagskrárgerðarmaður á Stöð tvö. fast á þínu og læmr ekki snuða þig um neitt. Þú hefur góðar gáfur en ert líklega dálítið latur að nota þær. Þig virðist enn sem komið er vanta þolinmæði til að grafa að kjarna málanna, þú vilt lifa í hraða sérhvers dags og njóta lífsins. Seinna mun þessi skoðun þín breytast, en þú munt þó alltaf heillast nokkuð af hinu hraða lífi. Þér þykir vænt um fólk - þegar þú mátt vera að því - og þú ert hjálpsam- ur og jákvæður, opinn og einlægur. Þú átt sjálfsagt stóran hóp góðra kunn- ingja. Eitthvað í fortíð ættar þinnar eða foreldra virðist íþyngja þér, eða eitthvað sem þú vilt ekki viðurkenna hjá þínum innra manni. Þessu þarftu að vaxa frá. Vandamálin eru til þess að leysa þau. Þú ert nokkuð óþolinmóð- ur og vilt helst ljúka öllum verkum sem fyrst. Gangi það ekki áttu til að verða úrillur. Þér læmr ekki að nostra við hlutina. Þú hefur gaman af að setja fram sérkennilegar skoðanir sem aðrir botna ekkert í. En þér finnst ekkert nauðsynlegt að allir skilji alla, heldur að öllum líði vel og enginn þvingi annan. Þetta er sennileg þín lífsspeki. Líklega hefurðu áhuga á dulrænum hlumm og guðspeki, ef ekki, þá eru sterkar líkur til að þú fáir hann seinna. Störf tengd sálffæði munu henta þér best, þau mundu færa þér ró í huganji. Margt bendir til þess að ævi þín verði litrík og skemmtileg. Góða framtíð. R.S.E. skjalasafns Reykjavíkur og Ljós- myndasafns Reykjavíkurborgar að frumkvæði Lýðveldishátíðarnefndar Reykjavíkur. Sýningunni er ætlað að fræða gesti um ffamkvæmdir, reksmr og starf- semi Reykjavíkurbæjar lýðveldisárið 1944, með ljósmyndum, eftirgerð skjala og skýringartextum. Málefhi sveitarfélaga voru þá eins og nú fjöl- mörg og inargslungin. Af þessum or- Leiftur frá lýðveldisári Bæjarmál 1944 Aafmælisdegi Reykjavíkur 18. ágúst s.l. var opnuð sýningin „Leiftur ffá lýðveldisári. Bæjarmál 1944“. Sýningin er í Tjarnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur og stendur fram til 1. október og er aðgangur ókeypis. Sýningin er haldin á vegum Borgar- sökum er aðeins unnt að fjalla um hluta af umsvifum Reykjavíkurbæjar á lýðveldisárinu en þó er reynt að gera sem flestum mikilvægari þátmm í starfi bæjarins árið 1944 einhver skil. Sýningin þótti því réttnefnd, „Leiftur ffá lýðveldisári“. A sýningunni er veitt innsýn í starf ýmissa bæj- arstofnana og fyrirtækja á lýð- veldisárinu, s.s. Vams- og hita- veim Reykjavík- ur, Rafinagnsveim Reykjavíkur, Strætisvagna Reykjavíkur o.s. ffv. Einnig er reynt að sýna hlutdeild og umhyggju Reykjavíkurbæjar í ýmsum málaflokkum, s.s. skóla- og fþrótta- málum, ýmsum menningarmálum, heilbrigðis- og hreinlætismálum, veit- inga- og skemmtanahaldi. Lýður Björnsson sagnfræðingur á grunnhugmyndina að sýningunni og er höfundur mynda- og skýringatexta. Starfsmenn Borgarskjalasaffis Reykja- víkur og Ljósmyndasafns Reykjavíkur völdu ljósmyndir og skjöl. Guðrún Sigríður Haraldsdóttir leikmynda- og búningahönnuður hannaði sýninguna en Leikmyndasmiðjan hafði umsjón með uppsetningu sýningarinnar. Sýningin er opin á venjulegum opnunartíma Ráðhússins ffá kl. 8 - 22 virka daga og frá kl. 10 - 18 um helg- ar. hjá LA að heíjast Leikárið Leikár Leikfélags Akureyrar var formlega sett í Samkomuhúsinu á Akureyri 15. ágúst s.l. Listamenn leik- hússins, sem og aðrir strfsmenn sem hefja starfið komu þá saman. Leikhús- stjórinn, Viðar Eggertsson, kynnti verkefnaskrá vetrarins og þá lista- menn sem munu starfa við leikhúsið. Fastráðnir leikarar hjá Leikfélagi Akureyrar eru nú sjö talsins. Sem fyrr eru á föstum samningi Aðalsteinn Bergdal, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sig- urþór Albert Heimisson, Sunna Borg og Þráinn Karlsson. Auk þeirra hafa tveir ungir leikarar verið ráðnir til starfa, þau Þórhallur Gunnarsson, sem útskrifaðist ffá Leiklistarskóla Is- land í sumar og Bergljót Arnalds sem brautskráðist frá Queen Margaret College of Art í Edinborg í júní sl. Arnar Jónsson verður sérstakur gestaleikari í jólasýningu LA. Fjöldi lausráðinna leikara, leikstjóra, leik- myndateiknara og tónlistarmanna munu vinna að sýningum LA næsta vetur en að jafnaði starfa um eitt- hundrað manns að tímabundnum verkefhum fýrir leikfélagið á hverju starfsári. Leikhússtjórinn, leikarar og aðrir starfsmenn LA við miðasöluna. Ekki veit ég hvort fleiri en ég hafa veitt athygli jákvæðri og heil- brigðri þróun sem átt hefur sér stað í íslensku samfélagi. Fyrst hélt ég raunar að um hreina tilviljun væri að ræða en fleiri og fleiri þættir benda til hins sama og nú er ég sannfærður um að ég hef rétt fyrir mér. Við höf- um öðlast nýtt þjóðarsport og það breiðist hratt út. Nú leggja menn sig alla fram um að ljúga í könnunum og keppnin fellst í tvennu. Annars vegar að geta fengið frani hin lygilegustu úrslit og hins vegar að fá sem flesta af atvinnu- áhyggjumönnum til að gera sig að fíflum ineð því að trúa niðurstöðun- um og reyna að fá einhvern skynsam- legan bom í vitleysuna. Og aukastig fá menn ef tekst að fá einhvern asnann til að leggja til aðgerðir vegna málsins. Ég tók fyrst eftir þessu þegar hin hávirðulega Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála gerði til- raun til að kanna hvort að unglingar væru nú að gera eitthvað í partýum sem þeir ætm ekki að gera. Ungling- arnir gripu tækifærið fegins hendi og lugu liðið fullt. Síðan var það á við meðal áramótaskaup að sjá grafalvar- lega starfsmenn stofnunarinnar kynna niðurstöðurnar. I ljós kom að allt niður í tólf ára krakkar óðu í brennivíni og dópi upp fyrir herðar. Enginn var maður með mönnum væri hann ekki fullur aðra hverja helgi og notaði annað dóp hina helg- ina. Og skáparnir hjá þessum krökk- um voru sko ekki fullir af leikföngum eða bókum. Nei ekki aldeilis. Þar var varla hægt að loka nokkurri skúffu fyrir kannabisplönmm, sýrupillum og heróíni. Og hillurnar svignuðu undan hasspípum, sprautum, rörum og silfruðuin rakvélablöðum. Undir rúminu ólgaði og sauð í eimingar- tækjunum. Helmingur liðsins taldi sig geta útvegað nokkurn veginn hvaða dóp sem er ineð tveggja daga fyrirvara. Það var ekki að undra þó Rann- sóknarstofhun teldi efni til að hafa af þessu nokkrar áhyggjur og teldi rétt að veita auknu fé til forvarna og eft- ir- og hliðarvarna. Flestir aðrir munu þó hafa litið svo á að réttara væri að nota það fé til að athuga kollinn á hinum opinberu rannsóknarmönn- um. Þessi könnun var lengi í forystu um vitleysuna en Gallup tókst að skjótast upp fyrir með aðra nú fyrir stuttu. Samkvæmt henni leit stór hluti karla og kvenna svo á að það væri nú í góðu lagi þó karlar öguðu konur sínar með líkamlegum refs- ingum. Vorkennendur þessa lands urðu gripnir ofvirkni. Öllum var út- boðið til að vekja athygli á hræðileika þessa máls og hér varð nú alldeilis að veita fé til upplýsingar og varna og sálfræðilegrar meðferðar á allri þjóð- inni. Einstaka maður velti þvf þó fyr- ir sér hvers vegna konurnar voru líka svona spenntar fyrir öguninni. Síðan kom þó í ljós að starfsmenn Gallup voru sjálfir í áðurnefhdum leik. Spurningin hafði verið í þá veruna hvort menn gætu ímyndað sér ein- hverja þá aðstöðu að réttlætanlegt væri að klappa makanum á einhverja kinnina. Auðvitað er unnt að ímynda sér eitthvað slíkt þó í allra flestum tilfellum komi aldrei til þess. En áður en þessi leiðrétting komst til skila höfðum við haft gaman af í nokkra daga.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.