Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.01.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 10. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. TÍÐ KASSASTYKKJANNA? Ólíkt er að skoða framboð efn-is í leikhúsum landsins ann-ars vegar og kvikmynda- húsum hins vegar. Í leikhúsunum virðist vera gróska og í Morgun- blaðinu í gær eru auglýstar sýn- ingar á hvorki meira né minna en átta íslenskum verkum auk verka eftir erlend leikskáld. Það er ekki aðeins fjöldi hinna íslensku verka, sem vekur athygli, heldur einnig fjölbreytni þess, sem í boði er. Í kvikmyndahúsunum gegnir öðru máli. Um jólin var reyndar frum- sýnd ein íslensk kvikmynd, en að öðru leyti blasir flatneskjan við. Sú var tíðin að kvikmyndahúsin slógu sér upp með jólamyndunum og reyndu jafnvel að ná út fyrir raðir hefðbundinna kvikmyndahúss- gesta. Sú tíð er hins vegar liðin og reyndar eykst einsleitnin í sölum kvikmyndahúsanna jafnt og þétt og svo er komið að myndir gamalla meistara, sem sýndar eru í kvik- myndahúsum allt í kringum okkur, ná ekki svo langt hér, heldur enda í hillum myndbandaleignanna. Stefán Baldursson, sem um ára- mót lét af starfi Þjóðleikhússtjóra eftir að hafa gegnt því í 14 ár, lýsir athyglisverðri þróun í leikhúsinu í viðtali við Bergþóru Jónsdóttur í Morgunblaðinu í gær þegar hann er spurður hvort hann hafi séð breytingar á leikhúsáhorfendum á undanförunum árum. Þar segir hann að hér áður fyrr hafi stundum verið gripið til léttari verkefna, svokallaðra kassastykkja – farsa og gamanleikja – sem áttu að tryggja aðsóknina: „Þetta á ekki lengur við, – í það minnsta ekki í Þjóðleikhúsinu. Það hefur að vísu komið fyrir að við setjum upp farsa, enda spennandi formglíma, líka fyrir listamenn hússins að tak- ast á við slík verk, en það er alls ekki lengur gefið að áhorfendur vilji sjá slík verk frekar en önnur. Þeir vilja alveg eins sjá Shake- speare eða dramatísk, íslensk eða erlend verk. Margar af vinsælustu sýningum síðari ára hafa verið há- dramatísk átakaverk. Við teljum okkur trú um að hægt og bítandi séum við að ala þjóðina upp í leiklist, án þess að í því felist nokkurt yfirlæti. Það er okkar skylda að gera áhorfendur kröfu- harða og kenna þeim að meta góða leiklist. Stundum vita áhorfendur ekki hvað þeir vilja sjá fyrr en þeir sjá það. Það getur verið að verk- efni sem virðist ekki aðlaðandi í fyrstu reynist svo vera einmitt það sem fólk vildi og hafði mikla ánægju af að sjá.“ Hið gagnstæða er að gerast í kvikmyndahúsunum. Þar er engin viðleitni til að byggja upp kröfur áhorfenda með því að sýna krefj- andi myndir, þar er enginn vilji til að taka áhættu með myndum, sem ekki virðast aðlaðandi í fyrstu, en gætu reynst „vera einmitt það sem fólk vildi sjá“, og jafnvel ótti við að sýna myndir, sem ekki eiga upp- runa sinn í draumaverksmiðjunni Hollywood. Í eyðimörkinni er reyndar að finna vinjar, sem birt- ast endrum og sinnum í formi kvik- myndahátíða af ýmsum toga, en þess á milli getur verið lítið við að vera. Vissulega er ekki hægt að segja kvikmyndahúsunum fyrir verkum og sennilega hafa gestir kvikmyndahúsanna aldrei verið fleiri þannig að ekki er hvatinn fyr- ir hendi. En aukin fjölbreytni þarf síður en svo að jafngilda minni tekjum – hún er allra hagur – bæði þeirra, sem horfa á kvikmyndir og sýna þær. Umbætur í samgöngum ogskólamálum auka lífs-gæði og bæta búsetu-skilyrði í sveitarfélögum á Snæfellsnesi, að mati Bjargar Ágústsdóttur, bæjarstjóra í Grund- arfirði. „Það er verið að auka lífs- gæði þegar fólk getur gengið að því vísu að þurfa ekki að senda börnin sín burt til náms, 15–16 ára gömul,“ segir Björg. „Í dag teljum við sjálfsagt að börn eigi þess kost að fara í framhalds- skóla. En það er mjög erfitt fyrir marga að halda heimili á tveimur stöðum, eins og foreldrar sumra framhaldsskólanema hafa þurft að gera. Einnig er oft erfitt fyrir ung- lingana að fara að heiman. Það end urspeglast m.a. í því að brottfall úr framhaldsskóla er algengara meðal nemenda sem hafa þurft að flytja að heiman til náms en þeirra sem geta áfram búið heima.“ Björg segir að jákvæð áhrif þess að fá framhaldsskóla á Snæfellsnes séu margvísleg. „Um er að ræða hátt í 200 ungmenni sem verða heima í stað þess að fara burt. Bæ- irnir hafa tæmst af ungu fólki á haustin og svo hefur verið spurning um hve margt snýr aftur.“ Búseta þessa hóps fyrir vestan á skólatíma kemur sér vel fyrir verslun og þjón- ustu á svæðinu, að sögn Bjargar. Íþróttafélögin fá þennan aldurs- hóp inn í vetrarstarfið og nærveru unga fólksins fylgir aukið líf í byggðunum. Björg segir að hlúð hafi verið að þessu unga fólki í heimabyggð frá bernsku. Það að fá að fóstra þau áfram til tvítugsaldurs treysti rætur þeirra og auki líkur á að þau setjist að í heimabyggð, þó síðar verði. Samgöngubætur skipta miklu Bættar samgöngur eru mikilvæg forsenda verslunar, viðskipta og bættrar þjónustu á mörgum sviðum, að mati Bjargar. „Sú samgöngubót sem fylgir þverun Kolgrafarfjarðar er forsenda t.d. fyrir fjölbrautaskól- anum og því að við getum verið með heimanakstur með nemendur úr Stykkishólmi. Með þverun Kolgraf- arfjarðar styttist leiðin milli Stykk- ishólms og Grundarfjarðar um sjö km. Björg segir að styttingin vegi ekki þyngst heldur það að losna við mjög leiðinlegan og oft erfiðan veg- arkafla. „Samfélagið er að þéttast hér á Snæfellsnesi. Það eru ekki nema rúm 40 ár síðan akfær vegur kom fyrir Búlandshöfða og brú yfir Hraunsfjörð. Fram að því þurfti að fara á milli byggða á bátum eða hestum og sæta sjávarföllum,“ segir Björg. „Samgöngubæturnar færa íbúana hvern nær öðrum og bjóða upp á mörg ný tækifæri.“ Bæjarstjórnir Grundarfjarðar og Snæfellsbæjar komust hvor í sínu lagi að þeirri niðurstöðu nýlega að ekki sé tímabært að ganga til kosn- inga um sameiningu sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Skýtur þar ekki skökku við? Björg segist ekki líta svo á að Grundfirðingar, né heldur Snæ- fellsbæingar, hafi verið að hafna sameiningu með sinni samþykkt. „Það var veitt umsögn um tillögu sameiningarnefndar og menn vildu síður fara í sameiningarkosningu í apríl næstkomandi.“ Hú meta stöðuna svo að me meiri tíma, allavega hvað firðinga varðar, til að skoða galla sameiningar sveitar Snæfellsnesi. „Við þurfu tíma til að færast nær hv Það hafa verið stigin stó samstarfi sveitarfélaganna Við stofnuðum Félags- þjónustu Snæfellinga í krin 2000. Höfum unnið saman nefnd og staðið saman a knýja fram umbætur í sa málum. Langstærsta sam verkefnið er fjölbrautaskó erum á hraðri leið inn í au starf og verðum að meta h réttur tími til að ganga le spái því að aukið samstar sameiningar, jafnvel mun sumir ætla.“ Samstarfsnefnd Stykk bæjar, Grundarfjarðarbæj fellsbæjar, Helgafellssve Bætt búsetuskilyr Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði og þverun Kolgrafarfjarðar bæta búsetuskilyrði og auka lífsgæði á norðanverðu Snæfellsnesi. Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson heimsóttu Grundarfjörð og ræddu m.a. við bæjarstjórann. Björg Ágústsdóttir, bæjar því að búa úti á landi, m.a. Ásgeir Valdimarsson,bæjarfulltrúi í Grundar-firði, er formaðurstjórnar Jeratúns ehf. sem á skólahús Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði og leig- ir það ríkinu og sveitarfélögum á Snæfellsnesi. Greiðir ríkið 60% leigunnar og sveitarfélögin 40%. Jeratún ehf. er í eigu eigu Stykkishólmsbæjar, Grundar- fjarðarbæjar, Snæfellsbæjar og Helgafellssveitar í hlutfalli við stærð sveitarfélaganna. Stjórn fé- lagsins, sem jafnframt var bygg- ingarnefnd skólabyggingarinnar, skipa, auk Ásgeirs, Óli Jón Gunn- arsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Framkvæmdastjóri er Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri í Grundarfirði. Sérhannað hús Að sögn Ásgeirs er skólahúsið 1.965 fermetrar að stærð og nam byggingarkostnaður þess á vígslu- degi um 350 til 400 milljónum kr. fyrir utan virðisaukaskatt. Þar við bætist búnaður sem áætlað er að kosti að öllu meðtöldu um 60 milljónir kr. Ásgeir segir kostn- aðinn við skólann ívið meiri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Húsið stendur við aðalgötu Grundarfjarðar þar sem heitir Sigurhæð- ir. Í daglegu tali gekk bletturinn, sem skólinn stendur á, undir nafninu Jerat- ún og var það nafn valið á eignarhalds- félagið. Túnið var kennt við Jeremías Kjartansson sem bjó í litlu húsi við túnið, ásamt eiginkonu sinni, Cecilíu Krist- jánsdóttur, og börn- um. Jeremías var með kindur og heyj- aði túnið sem skólinn var síðan byggður á. Ásgeir segir að þau Jeremías og Cecilía hafi eignast ellefu börn og afkomendur þeirra hjóna séu orðnir jafnmargir og nemendurnir í fjölbrautaskólanum. Áður en framkvæmdir við bygg- inguna hófust var unnin mikil undirbúningsvinna undir stjórn Hrannar Pétursdóttur, verkefnis- stjóra frá menntamálar inu. Bandarískur arkitek Stuebing, se sérhæft sig skóla sem st hugmyndum staklingsmið og opinn sk fenginn til r Þá var leitað hugmynda h endum, kenn foreldrum. „Út úr þe forsögn sem tektar hússin Candi og Björgúlfsson arkitektum, u ir. Verkfræ Hamraborg vogi annaðist verkfræð Rafhönnun sá um rafmag kerfi og hönnun á tækn segir Ásgeir. Skammur bygginga Upphafleg áform um verkið út 15. nóvemb gengu ekki eftir. Til að vi Nýja skólahúsið var sniðið Skólinn er á við stóriðju Fjögur sveitarfélög, Stykkishólmsbær, Grundarfjarðarbær, Snæfellsbær og Helgafells- sveit, standa að Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Ásgeir Valdimarsson er formaður byggingarnefndar skólans. Ásgeir Valdimarsson SÍMINN OG LANDSPÍTALI Davíð Oddsson utanríkisráðherralýsti þeirri skoðun á stjórn- málafundi í fyrradag, að hann teldi koma til greina, að hagnaður af sölu Símans yrði notaður til þess að byggja nýtt sjúkrahús. Kristján Möller, alþingismaður Samfylking- ar, tók undir þessa ábendingu utan- ríkisráðherrans um helgina og minnti á að talsmenn Samfylkingar- innar hefðu komið áþekkri hugmynd á framfæri á síðasta ári. Þetta er góð hugmynd. Forsvars- menn Landspítala – háskólasjúkra- húss hafa lagt á það mikla áherzlu seinni árin að nauðsynlegt væri að byggja nýtt hátæknisjúkrahús. Eins og eðlilegt er hefur kostnaður við slíka byggingu vaxið mönnum í aug- um. Nú árar hins vegar vel og ljóst, að ef vel tekst til um sölu Landssímans munu miklir peningar á okkar mæli- kvarða renna í sameiginlegan sjóð landsmanna. Þá peninga væri hægt að nota til að lækka enn skuldir þjóðarinnar. Töluverður árangur hefur hins vegar náðst í þeim efnum seinni árin. Og þess vegna hægt að færa nokkur rök fyrir því, að óhætt væri að ráðstafa hagnaði af sölu Símans með þessum hætti. Viðbrögð Samfylkingarinnar sýna, að breið pólitísk samstaða á að geta tekizt um þetta mál. Telja má víst, að almenn samstaða geti orðið um það meðal landsmanna. Þess vegna sýnist full ástæða til að fylgja þessum hugmyndum eftir. Á undanförnum árum hefur tölu- verð spenna ríkt um starfsemi Landspítala – háskólasjúkrahúss. Mörgum, þ.á m. einstökum þing- mönnum, þykir illa hafa gengið að ná tökum á rekstri sjúkrahússins og að sameiningin hafi ekki skilað þeim fjárhagslega ávinningi, sem að var stefnt. En ráðamenn sjúkrahússins og þá ekki sízt læknar hafa verið óþreyt- andi að minna á mikilvægi þess að byggja hér nýtt hátæknisjúkrahús. Ýmislegt bendir til að draumur þeirra um slíkan spítala geti verið nær því að verða að veruleika en tal- ið hefur verið til þessa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.