Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.03.2005, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MARS 2005 C 3 „VIÐ vinnum þá á laugardaginn, ef ekki, þá verðum við að sætta okkur við það að þeir séu bara einfaldlega betri. Við munum leggja allt undir í næsta leik, verðum að sigra á útivelli ef við ætlum okkur áfram í úrslitakeppn- inni. Í þessum leik voru þeir góðir og áttu skilið að vinna leikinn sagði besti maður Snæfells í leiknum, Hlynur E. Bæringsson, eftir leikinn við KR í Stykkishólmi í gær. Herbert kampakátur „Nú féll sigurinn okkar megin, eftir að Snæfell hafði verið heppið í undanförnum leikjum, en leikirnir á milli liðanna hafa verið mjög spennandi,“ sagði kampakátur þjálfari KR, Herbert Arnarsson, í leikslok. „Í fyrra byrjuðum við eins í úrslitakeppninni með því að vinna Grindavík á útivelli en tapa síðan næstu tveimur leikjum og falla úr úrslitakeppninni. Við verðum að ein- beita okkur að heimavellinum á laugardaginn, fara með því hugarfari að staðan sé 0:0, því Snæfell er með mjög sterkt lið og verða erfiðir,“ bætti brosandi þjálfari KR- inga við. Vinnum þá á laugardag TALSMAÐUR Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, staðfesti í gær að það hefði til rannsóknar mál sem grunur leikur á að hafi komið upp á Stamford Bridge eftir leik Chelsea og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í knattspurnu í fyrrakvöld. Ekki greindi hann frá því nákvæmlega hvaða mál væri verið að skoða en líklegt þykir að það séu atriði sem hefur verið fjallað um í fjöl- miðlum upp á síðkastið. Meðal þeirra er að Samuel Eto’o heldur því fram að starfsmaður á vellinum hafi ráðist að sér eftir leikinn og kallað sig apa. Einnig herma fregnir að Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, og Ronaldinho hafi lent í stimpingum í gangi við einhverja sem tengjast Chelsea áður en þeir komust að búningsklefa sínum. Greinilegt er á myndum frá leiknum að þeir voru afar ósáttir þeg- ar þeir gengu af velli. „Við höfum fengið skýrslu frá dómara og eftirlits- manni um leikinn og ætlum að fara ofan í saumana á ýmsum málum,“ segir talsmaður UEFA, Willuam Gaill- ard, í samtali við Sky fréttastofuna í gær. UEFA rannsakar atvik á „Brúnni“ Fyrsti leikhluti var í járnum aðmestu þó heimamenn hefðu oft- ar en ekki yfirhöndina, en jafnt var í lok fjórðungsins. Á fyrstu fjórum mínút- um annars leikhluta fóru heimamenn hreinlega á kostum, léku frábæra vörn, keyrðu upp mik- inn hraða og skorðuð 15 stig gegn 3 stigum gestanna. Héldu margir að Snæfell ætlaði að sýna KR-ingum í tvo heimana og kafsigla þá, en gest- irnir náðu andanum og komu síðan hægt og rólega til baka með Aaron Harper fremstan í flokki. Náðu muninum niður í sjö stig í hálfleik, 53:46. Vesturbæingarnir byrjuðu þriðja fjórðung mjög vel, héldu áfram að saxa á forskot heima- manna og náðu muninum í tvö stig fljótlega í síðari hálfleik. Ef ekki hefði komið til góður kafli hjá Hlyni Bæringssyni á þessum tíma með nokkra stolna bolta, hefðu gestirnir ugglaust náð forustunni. Í lok þriðja fjórðungs hafði Snæfell enn sex stiga forskot á gestina og allt gat gerst í síðasta leikhluta. Baráttan hélt áfram og leikmenn beggja liða fóru að komast í villuvandræði, en Cameron Echols og Hjalti Kristins- son KR-ingar voru þeir einu sem fengu fimm villur og það í blálokin á leiknum. Á loka mínútunum var sama spennan og hefur verið í leikj- um þessara liða í vetur, gestirnir ná að jafna 80:80 þegar fjórar og hálf mínúta eru eftir, en heimamenn ná aftur forustunni, þar til tæpar tvær mínútur lifa leiks þá komast KR- ingar yfir, 87:88, í fyrsta skipti síðan í fyrsta leikhluta, Hlynur skoraði tvö stig og staðan 89:88, 25 sek- úndur eftir, Harper gerði þrjú stig, 89:91, sjö sekúndur eftir. Snæfell hóf sókn sem endar með því að Hlynur Bæringsson fékk tvö víta- skot þegar tæp sekúnda var eftir, hann missti marks í fyrra skot og varð því að freista þess að Snæfell næði frákastinu og skoraði, en KR- ingar tóku frákastið og fögnuðu gríðarlega mjög góðum sigri á liði Snæfells. KR-liðið lék vel í kvöld með Harp- er og Cameron Echols sem algjöra yfirburðamenn í liðinu, þeir tveir skoruðu 57 stiga af 91 þ.e. 63% stiga liðsins og tóku 15 fráköst af 21 frá- kasti sem KR náði. Án þessa mikla framlags þessara tveggja leikmanna er öruggt að KR hefði ekki unnið. Í liði Snæfells lék Hlynur mjög vel, með tuttugu stig, 10 fráköst og marga stolna bolta. Þetta var hans besti leikur í langan tíma og var öðr- um leikmönnum góð fyrirmynd. Sig- urður Á. Þorvaldsson átti skínandi fína kafla í leiknum þó svo að meiðsli hafi verið að hrjá hann síð- ustu viku. Ingvaldur Magni Haf- steinsson stóð sig einnig mjög vel, lék fínan varaleik. Calvin Clemmons fór mikinn í fyrri hálfleik, skoraði grimmt og reif niður fráköst, en í þeim síðari týndist hann svolítið. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var traustur eins og hans er von og vísa. Mike Ames hefur oft gert betur. Hjá KR fór Harper hreinlega á kostum. Cameron Echols var í heildina mjög góður, góður sóknar- maður og drjúgur í vörninni. Stein- ar Kaldal átti fínan dag, alltaf mikil barátta hjá honum í vörninni og síð- an sí ógnandi í sókninni. Lárus Jónsson stýrði leik liðsins prýðilega, fljótur með boltann og ekki má líta af honum í skotfæri. Snæfellingur- inn Jón Ólafur Jónsson reyndist sín- um fyrri félögum erfiður á köflum. Hjalti Kristinsson var óheppinn, fékk fljótt þrjár villur. KR-sigur í fyrstu lotu KR sigraði Snæfell með 91 stigum gegn 89 í úrslitakeppni Inter- sport-deildarinnar í Stykkishólmi í gærkvöldi. Þessi fyrsta rimma í úrslitakeppninni á milli Snæfells og KR var góð skemmtun eins allir leikir þessara liða hafa verið í vetur. Það var ljóst á öllu fasi leik- manna fyrir leik og í upphafi leiks að þetta var alvaran. Leikurinn fór mjög vel af stað, mikill hraði, hörku varnarleikur beggja liða og góð tilþrif í sókninni. Staðan í hálfleik var 53:46, Snæfelli í vil. Ríkharður Hrafnkelsson skrifar Ljósmynd/Víkurfréttir u Grindvíkinga án þess að Morten Szmiedowicz fái vörnum við komið.  KRISTJÁN Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason léku allan leikinn fyrir Brann þegar liðið tapaði fyrir IFK Gautaborg, 2:0, í Skandin- avíudeildinni í knattspyrnu í gær- kvöldi, en leikið var í Gautaborg.  ÍSLAND tapaði fyrir Frakklandi 10:8 á EM í snóker í gær. Jóhannes B. Jóhannesson vann einn leik og gerði tvö jafntefli, Brynjar Valdi- marsson vann einn, gerði eitt jafn- tefli og tapaði einum og Gunnar Hreiðarsson gerði eitt jafntefli og tapaði tveimur.  RENATE Götschl frá Austurríki sigraði á heimsbikarmóti í bruni sem fram fór í Lenzerheide í Sviss í gær en hún tryggði sér þar með sigur í samanlögðum árangri í brunmótum heimsbikarsins. Ingrid Jacquemod frá Frakklandi varð önnur og Hilde Berg frá Þýskalandi þriðja.  PAOLO Di Canio, hinn litskrúðugi sóknarmaður Lazio, var í gær sekt- aður um jafnvirði 900.000 króna fyrir að ögra stuðningsmönnum Roma með því að heilsa þeim með nasista- kveðju í lok leiks liðanna í janúar sl.  CHELSEA og Blackburn voru í gær sektuð um samtals nærri 3 millj. króna af enska knattspyrnusam- bandinu í gær vegna slagsmála sem brutust út á milli leikmanna liðanna á Ewood Park 2. febrúar. Jafnframt voru félögin vöruð við því að harðar verði tekið á málum ef svipaðar uppákomur eiga sér í framtíðinni.  OLYMPIAKOS missti tvo leik- menn af velli með rautt spjald í fyrri hálfleik gegn Newcastle í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum UEFA- keppninnar í knattspyrnu. Grigorios Georgatos fauk út af á 11. mínútu eftir að hafa brotið illa af sér á Kier- on Dyer sem var einn fyrir opnu marki. Rúmum hálftíma síðar var Thanassis Kostoulas einnig sendur snemma í bað þegar hann fékk ann- að gult spjald.  ALAN Shearer skoraði fyrsta mark Newcastle, sem vann 3:1, úr vítaspyrnu á 12. mínútu og hin tvö mörkin gerðu Laurent Robert og Patrick Kluivert og stendur lið þeirra vel að vígi fyrir síðari leikinn á heimavelli í næstu viku.  THIERRY Henry, framherji Ars- enal, leikur ekki með liðinu næstu þrjár vikur. Hann meiddist í kálfa í leiknum Bayern München á mið- vikudaginn. Henry verður þar með fjarri góðu gamni þegar Arsenal leikur við Bolton í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar á morgun.  DAVID Unsworth hefur verið sviptur ökuleyfi næstu tvö árin eftir að hafa verið stöðvaður mjög ölvaður undir stýri fyrir skömmu. Áfengis- magn í blóði hans reyndist þrefalt hærra en leyfilegt er. Unsworth leikur um þessar mundir með Ips- wich. FÓLK að leikstjórnendur liðanna eigi eftir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að bera sína menn í gegnum þessa leiki. „Það verður gaman að fylgjast með einvígi Jeb Ivey hjá Fjölni og Clifton Cook hjá Skallagrím. Þeir elska að taka af skarið þegar mest á reynir og þeir eru einnig góðir í að gera aðra betri í sínum liðum. Baráttan í teignum verður einnig hörð enda eru bæði lið með tvo bandaríska leikmenn og framherja frá Evrópu. Íslensku leikmennirnir í þessum liðum geta líka haft úrslitaáhrif en það hefur loðað við Skallagrímsmennina að þeir eru gríðarlega sterkir á heima- velli en þeir hafa að ég held aðeins unnið tvo leiki á útivelli í vetur. Fjölnir vinnur þetta einvígi, 2:1,“ sagði Reynir Kristjánsson. en þeir geta síðan verið arfaslakir á útivelli. Að mínu mati verður Eirík- ur Önundarson að eiga stórleiki ætli liðið sér að komast áfram í undanúrslit, en ég spái því að það verði oddaleikur í Njarðvík og þar fara Njarðvíkingar áfram,“ sagði Reynir. Ivey hefur betur gegn Cook Nýliðar Fjölnis úr Grafarvogi og Skallagríms úr Borgarnesi eigast við í fyrsta leiknum í Reykjavík. Liðin hafa vissulega komið á óvart í vetur og Fjölnismenn töpuðu í bik- arúrslitaleiknum gegn Njarðvík á dögunum. „Hér eru áþekk lið að mætast að mínu mati og heimavöll- urinn mun skipta öllu máli. Fjölnir vinnur þessa rimmu í oddaleik,“ segir Reynir en hann bætir því við leggja ÍR að velli. Þannig að Bandaríkjamennirnir þurfa ekki að taka of mikla ábyrgð í sínar hendur strax. Brenton Birmingham lék í 40 mínútur gegn okkur Haukamönn- um í lokaumferðinni og sló ekki feil- nótu. Og ungir leikmenn á borð við Guðmund Jónsson eiga það til að detta í stuð í stórleikjum og með Friðrik Stefánsson og Pál Kristins- son sér við hlið geta þeir unnið alla. ÍR-ingar eru eins og áður segir brothættir. Þeir vinna oft á heima- velli sínum í Seljaskóla, Hellinum, sæti i við ynir ð sé eigi góða arð- spila ví að n til nina. i ís- uppi ss að jölnir hafa betur í oddaleikjum,“ segir Reynir Kristjánsson ðvík í getraunum r karla í körfuknattleik, Intersportdeild, ast við bikarmeistaralið Njarðvíkur arvogi eigast við nýliðar deildarinnar, nir Kristjánsson, fyrrum þjálfari Hauka- eikja komi í báðum þessum viðureign- nn vega þungt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.