Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.05.2005, Blaðsíða 15
sem liðnir væru frá heimsstyrj- öldinni síðari hefðu þessar tvær þjóðir lagt mikið af mörkum til að tryggja frið og stöðugleika í Evr- ópu. Þjóðir í öðrum heimshlutum gætu margt lært af sáttavilja Þjóðverja og Rússa. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, var í hópi þeirra valdamanna sem hlýddu á ræðu forseta Rússlands. Í aðdraganda hátíðarhaldanna í Moskvu hefur nokkuð borið á deilum um hvernig túlka beri sög- una frá lokum síðari heimsstyrj- aldarinnar og allt þar til veldi kommúnismans hrundi til grunna er Sovétríkin leystust upp árið 1991. Margir halda því fram að Rússum beri að gera upp við sög- una og biðja þjóðir Austur-Evr- ópu afsökunar á þeirri kúgun sem þær sættu af hálfu kommúnista í Sovétríkjunum. Þannig sagði George W. Bush forseti um liðna helgi að útþenslustefna Sovét- stjórnarinnar í Austur-Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina hefði stuðlað að „einu mesta óréttlæti sögunnar“. Af hálfu Rússa hefur nokkuð borið á því sjónarmiði að Vest- urlandamenn hafi tilhneigingu til að meta ekki fyllilega þær ægi- legu fórnir sem rússneska þjóðin færði í heimsstyrjöldinni síðari. Rússar misstu 27 milljónir manna á stríðsárunum; blóðfórn þeirra var stærri en sú sem Þjóðverjar, Pólverjar, Bretar, Frakkar, Jap- anir og Bandaríkjamenn færðu til samans. Pútín lagði í ræðunni í gær áherslu á að Rússar gerðu ekki greinarmun á framlagi einstakra þjóða og hlutuðu þannig niður sigurinn í síðari heimsstyrjöld- inni. „Við munum alltaf minnast bandamanna okkar, Bandaríkja- manna, Breta, Frakka og annarra þjóða sem börðust gegn nasistum sem og þeirra sem andmæltu fas- ismanum í Þýskalandi og á Ítalíu. Í dag lofum við hugrekki allra þeirra Evrópumanna sem börðust gegn nasismanum.“ sagði forset- inn. „Ég er sannfærður um að ekkert geti komið í stað bræðra- lags okkar og vináttu,“ bætti hann við. Kúrsk, Leníngrad og Stalíngrad réðu úrslitum Forsetinn rakti stuttlega Föð- urlandsstríðið mikla og minntist hetjudáða Rússa við Moskvu, Stal- íngrad og Kúrsk auk umsátursins um Leníngrad. Kvað hann þessa miklu bardaga hafa ráðið úrslitum í síðari heimsstyrjöldinni. Fórnirn- ar hefðu verið gríðarlegar, sérhver íbúi Sovétríkjanna hefði orðið fyrir missi sem aldrei yrði bættur. Ræðu sinni lauk Pútín með þessum orðum: „Í dag lýt ég höfði frammi fyrir öllum þeim sem börðust í Föðurlandsstríðinu mikla og óska þeim langlífis og hamingju. Lengi lifi hinir sigursælu hermenn Föð- urlandsstríðsins mikla og síðari heimsstyrjaldarinnar! Lengi lifi Sigurdagurinn! Lengi lifi Rúss- land! Húrra!“ du stríði“ AP MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ 2005 15 ERLENT 410 4000 | landsbanki.is • Ísland best í heimi! Ívar Guðjónsson, forstöðumaður eigin fjárfestinga Landsbankans, fjallar um hvort innstæða sé fyrir miklum hækkunum hlutabréfaverðs undanfarin ár. • Húsnæðisverð í himinhæðum Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans, fjallar um hvort verðhækkanir á fasteignamarkaði fái staðist og hver sé líkleg framvinda á næstu misserum. • Pallborð: Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri Brynjólfur Jónsson, fasteignasali Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri Kreditkorts hf. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans - Er eignaverðbólga á Íslandi? Dagskrá: Til að fjalla um hátt eignaverð á Íslandi býður Landsbankinn til morgunverðarfundar fimmtudaginn 12. maí kl. 8:00 – 9:30 á Hótel Sögu, Sunnusal. Fundarstjóri og stjórnandi pallborðsumræðnanna er Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Bo›i› ver›ur upp á morgunver›arhla›bor› frá kl. 7:45, en fundurinn hefst kl. 8:00. Vinsamlega tilkynni› flátttöku á vef Landsbankans, www.landsbanki.is Húsnæði og hlutabréf Banki allra landsmanna ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S LB I 28 31 2 05 /2 00 5 sem teldu sig geta afskrifað for- sætisráðherrann, ættu að hugsa sig um tvisvar. Ekki auðvelt að steypa leiðtoganum Ekki er auðvelt að meta hve óánægjan með Blair ristir djúpt í Verkamannaflokknum. Gagnrýni þeirra Cooks og Short, sem voru andvíg Íraksinnrásinni frá upphafi, kemur ekki á óvart og sumir þeirra, sem misstu þingsæti sitt nú, kenna fyrst og fremst Blair og Íraksstríð- inu um. Afstaða þessa fólks dugir þó ekki ein og sér. Hyggist einhver þingmaður skora Blair á hólm á flokksþinginu í haust, verður hann í fyrsta lagi að tryggja sér stuðning 20% þingmanna eða 71 af 355 alls. Takist honum það verður skipuð kjörnefnd, sem greiðir atkvæði um leiðtogann, en hún er að jöfnu skip- uð þingmönnum, fulltrúum flokks- deilda í kjördæmunum og fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar. Ótímabærar vangaveltur eða skaðleg umræða? Nokkuð skiptir í tvö horn með viðbrögð breskra fjölmiðla við hrær- ingunum í Verkamannaflokknum. Sumir þeirra, einkum þeir, sem studdu flokkinn, telja vangaveltur um pólitíska framtíð Blairs með öllu ótímabærar og benda á, að hann hafi marga hildi háð og ávallt komist frá því heill á húfi. Aðrir, eins og til dæmis hið hægrisinnaða Daily Tele- graph, telja, að farið sé að hilla und- ir endalokin hjá Blair sem forsætis- ráðherra. Aðeins umræðan um það stuðli oft að slíkri niðurstöðu. Bagdad. AP, AFP. | Bandarískir her- flokkar hafa á undanförnum tveimur dögum fellt 75 skæruliða í umfangs- miklum aðgerðum gegn skæruliða- sveitum á afskekktu svæði í vestur- hluta Írak, nálægt sýrlensku landamærunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandaríska hernum sem segir að svæðið sem um ræðir sé þekkt „smyglleið“ og griðastaður erlendra hryðjuverkamanna og skæruliða. Um 1.000 bandarískir hermenn, orr- ustuþotur og þyrlur, taka þátt í að- gerðunum sem búist er við að standi yfir í nokkra daga til viðbótar. Svæðið sem um ræðir er áhrifa- svæði Jórdanans Abu Musab al-Zar- qawis, sem er einn alræmdasti hryðjuverkamaðurinn í Írak, en hann slapp naumlega undan banda- rískum hermönnum um helgina, samkvæmt tilkynningu frá banda- ríska hernum. Samtök al-Zarqawi sendu aftur á móti tilkynningu frá sér í gær þar sem þau gera lítið úr árásum Bandaríkjahers og hafna því að 75 skæruliðar hafi verið felldir. Þá tilkynnti íraska stjórnin á sunnudag að Abul Abbas, náinn samstarfsmað- ur al-Zarqawis, hefði verið handsam- aður. Skæruliðar í Írak hafa fellt á fjórða hundrað manns á síðustu tveimur vikum. 75 skæru- liðar felld- ir í Írak ÞESSARI flækingstík er þakkað að hafa bjargað ný- fæddu stúlkubarni, sem skilið var eftir úti í skógi í Kenýa. Tíkin, sem er nýgotin, fann barnið í plast- poka, sem hún bar síðan í kjaftinum yfir fjölfarna götu, í gegnum gaddavírsgirðingu og kom svo fyrir hjá hvolpunum. Þykir mikil mildi, að barnið skyldi lifa af en á sjúkrahúsinu, þar sem það er nú, er það kallað Engill og braggast vel. AP AP Móðureðlið er samt við sig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.