Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 22.05.1961, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 22.05.1961, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 22. maí 1961 FÖSTUDAGUR EMs ÓLAF HANSSON, meimtaskóíakennara Hjá fornaldarþjóðunum var föstudagurinn helgaður goðmögnum frjósemi og ást- ar. Rómverjar kenndu hann við ástagyðjuna Venus og nefndu hann dies Veneris (af því er dregið vendredi á frönsku). Forn-Germanir nefndu daginn frjádag, og var hann helgaður Frigg, en stundum skildu menn nafnið svo, að hann væri kenndur við Freyju, sem talin var samsvara Venusi. T Ástralíu mun dagurinn hafa verið tal inn dagur ásta, frjósemi og heilla líkt og hjá suðrænu fornþjóðunum. Með kristninni verður ger- breyting á afstöðu manna til föstudagsins. Yfir hinn forna happadag færist ógnþrungin alvara. Þetta verður auðvit- að fyrst og fremst af því, að Kristur var líflátinn á föstu- degi, en ef til vill að ein- hverju leyti vegna andúðar kristinna manna á hátíðis- degi hinna heiðnu frjósemi- dýrkenda. Þegar á 4. öld verður dagurinn að aðaldegi föstunnar hjá kristnum mönnum, og í íslenzku út- rýmdi föstudagsnafnið hinu forna frjádagsnafni. I Múha- meðstrú er föstudagurinn mjög mikilvægur hátíðisdag- ur. Frá happadegi fil óheilladags Hinn forni helgidagur er nú víðast hvar í hinum kristna ’heimi talinn hinn mesti óheilladagur, þó að hin forna trú á hann sem happa- dag skjóti enn upp kollinum í kristnum löndum. Ríkust er trúin á hann sem óheilladag í kaþólskum löndum. Oft er talið, að það sé ills viti, ef nýjársdagur er á föstudegi, árið mun þá verða hið mesta óhappaár. Sjómenn hafa oft mestu ótrú á að leggja úr höfn á föstudegi, ekki sízt, ef föstudagurinn ber einnig upp á þrettánda dag mánað- arins. Þeir trúa því, að skip, sem leggur á hafið á slíkum degi muni aldrei ná landi aft- ur. Víða er það talið hið mesta ólánsmerki að halda brúðkaup á föstudegi, þó að undantekningar séu til frá þessu. Sá, sem fæddur er á föstudegi, á oftast að verða ólánsmaður. Ekki skal setja á föstudagskálfa frekar en miðvikudagskálfa, og ekki skal láta hænu byrja að liggja á eggjum á föstudegi. Á illt veit það, að hefjá eitt- hvert starf á föstudegi. Marg ir heimskunnir menn hafa verið smitaðir af þessari þjóð trú, t. d. Gústaf Adólf, Napó- leon mikli og Bismarck. Þeir vildu hvorki leggia til orustu á föstudegi né undirrita samninga. Á miðöldum var sú trú al- geng, að allir stórviðburðir veraldarsögunnar hefðu gerzt á föstudögum. I samræmi við þetta trúðu menn því, að heimsendir mundi örugglega verða á fcstudegi. Hin fornheiðna trú á föstudaginn sem heilladag er þó ekki ennþá útdauð með öllu í kristnum löndum. Leif ar slíkrar alþýðutrúar finn- ast einkum í löndum mót- mælenda og í grískkaþólsk- um löndum. Mest ber á þessu sums staðar í Eystrasalts- löndunum. Þar heldur fólk gjarnan brúðkaup á föstu- dögum og telur það heilla- vænlegt. Hér skýtur hinn forni dagur frjósemi og ásta aftur upp kollinum. Enn greinilegri er þessi trú hjá Sígaunum, sem telja föstu- daginn hinn mesta heilladag, ekki sízt í sambandi við ásta mál. Þeir trúa því, að þá leiki allt í lyndi á ástasvið- inu, jafnvel þó að róðurinn sé harla þungur aðra daga vikunnar. Það er því ekki að furða þótt Sígaunar velji föstudaginn til að bera upp bónorð. Fösfudagurinn langi Föstudagurinn langi varð snemma mikill alvöru- og sorgardagur í Kristninni. Hann er þar tengdur ýmsum tabúhugmyndum, ekki síður en jólanóttin. Sá, sem tálgar spýtu á föstudaginn langa, er brenndur við spónana í víti. Mikil synd er einnig það að þvo þvott á þeim degi. Til eru margar sagnir um það, að hús hafi sokkið beint nið- ur til vítis, ef verið var að dansa þar eða spila á föstu- daginn langa. Sú trú er víða til í Evrópu, að það sé alveg sérstaklega óheillavænlegt að vera fæddur á föstudaginn langa, slik börn muni enda með því að hengja sig. Hér eru greinileg áhrif frá sög- unni um Júdas. Sums staðar þekkist sú trú, að á föstu- daginn langa gráti öll nátt- úran. Þetta er forn flökku- saga, sem þekkist t. d. í sam- bandi við Baldur og Pan. Þá eru víða til sögur um það, að á föstudagínn langa breytist allt vatn í blóð, en ekki nema örstutta stund. Öðruni þræði er einnig til trú á föstudaginn langa sem eins konar heilladag. Kemur þetta fram í sumum tungu- málum, t. d. gpsku og hol- lenzku, þar sem hann er kall 1 aður föstudagurinn góði. Dag urinn er víða talinn sérlega hentugur til að lækna ýmis mein. Vatn, sem er ausið á föstudaginn langa,; hefur lækningamátt. Þá er það víða í Þýzkalandi talin allra meina bót að baða sig úr dögginni að morgni föstudagsins langa, en hér á landi er slík trú tengd Jónsmessunótt eins og kunnugt er. Egg, sem hænur verpa á föstudaginn langa, eru merkilegrar nátt- úru. Þau eru læknislyf við mörgum sjúkdómum, og sa !sem borðar þau, verður skyggn upp frá því. Tvískinnungurinn í föstu- dagstrúnni kemur einnig fram í sambandi við föstu- daginn langa. Einnig þar tog ast á hinar ólíku skoðanir um daginn sem happadag eða óheilladag, hin eldgamla heiðna trú á dag ástargyðj- unnar og hin alvarlega kristna skoðun á föstudeginum seru degi sorgar og óheilla. Ólafur Hansson. ÞETTA ER SVEFNSÖFINN sem />ér hafiS beSiS effir A%k Grind teak Ljós innlög'n í armi Bólstraður með hinu nýja undraefni LISTADUN, sem er algjör nýjung hér á landi. — Það gerir sófann óvenju léttan í meðförum. Verð kr. 4720.00. Veitið athygli þessum armi. Verkið lofar meistarann Húsgagnaverzlun Austurbæ jar h.f. Skólavörðustíg 16 — Sími 24620.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.