Tíminn - 09.05.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.05.1970, Blaðsíða 1
102. tbl. — Laugardagur 9. maí 1970. — 54. árg. HiimilISTIEKI Þetta er eiginlegt Heklugos EJ—Reykjavik, föstudag. Litlar breytingar ha'fa orðið á gosinu á Heklusvæðinu. Enn sem fyrr eru syðstu gosstöðvarnar virk astar og enn rennur hraun í stríð um straiimum. Rannsóknir á sýnis ! hornum hafa nú sannað, að hér er um eiginlegt Heklugos að ræða og því ekki ástæða til að kalla það öðru nafni. Slæmt skyggni hefur verið við Heklu í dag og því ekki sézt mik ið til gossins, en hins vegar bera þær fréttir, sem þó hafa borizt ' með sér, að iítil breytinig hafi á orðið. Þó mun nokkuð hafa dreg ið úr gosinu á syðstá svæðinu í nótt, en aftur aukizt í morgun. Vísindamenn segja, að venju lega standi gos í Heklu í 6—12 mánuði, en að öðru leyti sé erfitt að spá um lengd þessa goss. Framan af hafa vísindamenn verið í nokkrum vafa um, hvort kalla ætti þetta eiginlegt Heklu gos — eða gos á Heklusvæðinu, eins og þeir hafa gert til þessa. Sýnishorn voru tekin af gossvæð unum og send til rannsókna í Reykjavík, og iiggja nú niðurstöð ur fyrir að mestu leyti. Efnagreining sumra þeirra efna, sem í sýnishornunum eru, hefur sýnt, að efnasamsetningin er svip uð og í eiginlegu Heklugosi, og í samræmi við þann tíma sem lið inn er frá síðasta Heklugosi.. Þar af leiðandi er ljóst, að um eigin'legt Heklugos er að ræða, ekki sízt þar sem efnasamsetning in er ólík því sem átti sér stað, þegar sprungugosið varð til hlið ar við Heklu — en hingað til j hafa sumir viljað telja núverandi | gos svipað. Vísindamenn hafa skipt að j nokkru með sér verkum við rann sókn á Heklugosinu. Næstu fslendinga- þættir Tímans í júní AK, 8. maí. — Vegna anna í prentsmiðju í þessum mánuði geta íslendingaþættir því miður ekki komið út fyrr en upp úr næstu mánaðamótum. Allmikið efni bíð- ur þegar birtingar, en vonandi geta íslendingaþætir komið út örar í júnímánuði. Frá átökunum í Kent í Ohio á mánudag, þegar Þjóðvarðliðar grfpu skyndi lega ti! vopna og myrtu fjóra stúdenta. Þessi atburður hefur mjög aukið á þær mótmælaaðgerðir, sem hafnar voru gegn innrásinni í Kambódíu. (UPl) MIKIL MöTMÆLI VIÐ HVlTA HÚSIÐ I DAG Richard Nixon og Melvin Laird, varnarmálaráðherra, ræða við fréttamenn, eftir að stúdentar og ýmsir aðrir í Bandaríkjunum hafa gert uppreisn gegn stefnu forsetans. (UPI) NTB—Washington, föstudag. Bandarískir stúdentar munu efna til mikillar mótmælagöngu að Hvíta húsinu á morgun, laugardag, til þ"s að mótmæla stefnu Richard Nixons, Bandaríkjaforseta, í málefnum Suðaustur-Asíu, og ©ins til að mótmæla aðgerðum bandarískra þjóðvarðliða gegn mótmælendum í Kent, Ohio, þar sem fjórir stúdentar voru skotnir til bana fyrir fáein- um dögum. Streyma stúdentar hvaðanæva að úr Bandaríkjunum tíi Washington Ui þess að taka þátt í mótmælaaðgerðunum. Hefur hingað til komið til mót mælaaðgerða í um 250 mennta stofnunum í Bandaríkjunum, og á nokkrum stöðum hefir komið til mannvíga. Hafa stúdentarnir bæði mót- mælt stefnu Bandaríkjaforseta í málefnum Suð-austur-Asíu og eins afstöðu hans og annarra ráða- manna til mótmælaaðgerða. Sú afstaða forsetans hefur m. a. orð ið til þess, að æskuiýðsmálafull trúi Bandaríkjastjórnar hefur sagt af sér. Herma fréttir að Nixon hafi nú fyrirskipað ráðamönnum og tals mönnum stjórnvalda, áð láta sér ekki um munn fara harðorða for dæmingu á aðgerðum stúdenta. Jafnframt hefur hann sent út yfir lýsingu til stúdenta, þar sem hann segir að áhyggjur þeirra vegna styrjaldarinnar í Suðaustur-Asíu séu skiljanlegar, en hins vegar sé valdbeiting ekki leiðin til að fá, málunum breytt. í dag sendi Landssamiband bandarískra stúdenta, sem hefur félagsmenn í samtals um 1100 menntastofnunu-m í Bandaríkjun um út yfiriýsingu, þar sem þess er krafizt að dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, John Mitohell, segi þegar af sér embætti. Er afstaða Mitchell, sem er talinn íhaldssamur, mjög gagnrýnd. Stúdentar settust í dag að í hluta af aðalstöðvum bandarísku friðarsveitanna, sem eru skammt frá Hvíta húsinu í Washington. Voru þeir enn í byggingunni er síðast fréttist. Stúdentarnir báru með sér borða og spjöld með slag Framhald á bls. 14 Brennisteinseitrun eða flúoreitrun í kindum eftir Heklugos: D0ÐII KINDUM A 30 BÆJUM SB—Reykjavík, föstudag. Vart hefur orðið veikinda í sauðfé á mörgum bæjum, þar sem askan frá Heklugosinu féll í fyrri nótt og gær. Á Hólum á Rangár- völlum drapst ein kind í nótt, en dýralæknirinn á Hellu, Karl Korts son, sagði í dag í viðtali við Tím ann, að kindurnar væru nú óðum að hressast, eftir að þær fengu kalkupplausn í dag. A Kaldbak veiktust fimm kindur og þær eru nú að hjarna. Karl var að koma frá Ilólurn, þegar við náðum tali af honum. — Þarna voru 15 kindur með slen og máttleysi, sagðl hann, en ég gaf þeim vítamín og kalk og þegar ég fór, voru þær farnar að hressast áberandi Ein kind drapst þar í nótt og verður hræið sent að Keldum til frekari rannsóknar. Ég heyrði í dag, að von væri á mönnum frá Keldum að Hólum til að athuga aðstæðurnar þarna og orsakir veikindanna í fénu. Menn virðast ekki sammála um hvort um sé að ræða flúoreitrun eða brennisteinseitrun, en hetta lýsir sér eins og doði. Talsverð aska er enn í túninu a Hólum og þar er engin skepna úti við. Karl kvaðst ráðleggja1 bændum, að hafa fé sitt inni og gefa því gott hey, en \andamálið er, að víða er heylítið, eða hey- laust. Gerðar hafa verið ráðstaf anir til að útvega hey á þá bæi, sem verst eru staddir. Ásgeii Gestsson, bóndi á Kald- bak, sagði, að þar hefðu 3 kind ur veikzt í gærkvöldi, þegar hann hofði komið að þeim, hefðu þær 1 ekki getað staðið. — En þær réttu við, þegar ég gaf ,-þeitn kalk, sagði hann. í dag eru svo tvær, sem ekki taka fóður. Ég var að finna aðra beirra núna fyr- ir stuttu. Ásgeir sagði, að á kyrrum pollum væri eins og olíubrák og hann taldi líklegt, að kindurnar hefðu drukkið eitthvað af þessu. Allt fé á Kaldbak er komið í hús Frambald á bls. 14 ;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.