Tíminn - 22.09.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.09.1970, Blaðsíða 8
ÍÞRÓTTIR Eins og flestir vita hafa Ak- umesingar þegar sigrað í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu, en hað gerðu þeir reyndar fyr- ir nokkru, c3a með sigri yfir íslandsmeisturunum 1969 frá Keflavík. Eftir þann leik bjuggust flest ir vi'ð að þeim yrði afhentur bikarinn, og hverjum leikmanni verðlaun ape ningur, en ekkert varð úr því. S. 1. iaugarda? léku þeir svo í Vestmannaeyi- um sinn síðasta leik í deildinni, en þá fór heldur engin verð- launaafhending fram. Að vísu fengu þeir blóm frá Eyja- mönnum í upphafi leiksinn, og er það eina viðurkenningin, sem þeir hafa fengið til þessa. Vonlaust er áð afhenda þeim hikarinn eftir síðasta leik inn í deildinni, sem fram fer um næstu helgi milti Vals og ÍBK, því þá verða þeir stadd- ir í Hollandi, en það hlýtur stjórn KSÍ að hafa vitað, og hefði þvj átt að vera búin að undirbúa afhendinguna. Héðan af er um fátt annað að ræða en að senda Akur- nesingum bikarinn í pappa- kassa upp á Skaga, þvj að það er á engan hátt viðeigandi að afhenda hann eftir einhvern leik í bikarkeppninni — a. m. k. er það álíka snubbótt og að senda hann til þeirra j kassa. Að vísu er sá möguleiki fyr- ir hendi að balda almennilegt lokahóf, líkt og HSif gerir 1 iok íslancfsmótsins, og afhenda þá bæði verðlaunin í 1. og 2. deild og væri það athugandi fyrir KSÍ. —klp— bikarinn sendan í pappakassa? ic flán helgina fór fram tvær keppmr hjá Golfklúhbnum Ness, tó .fyrri, á Jaugardag var 18 holu «puifctakeppni“ en sú síðari á sunnudag, var keppni Ness-mann við úrvalslið Varnarliðsins á Kefla wfcurflugvelii. Sú keppni var mjög hörð og fðfn, en 26 keppendur voru í hvoru liði. Úrslit urðu þau að Ness-menn sigruðu með 12 högg- um eða 850 högg gegn 862. Þeir sem rráðu beztu skori á 18 holum roru Loftur Ólafsson GN 76 högg og Billí Helms, ViL 77 bögg. í þessari lceppni skéði það að hinn gó'ðkunni kylfingur Jóo 5horlaeius sló holu í höggi. Var það á 9 braut, sem er par 3 hola, sm 145 metra löng, og notoði Jón 4-járn við þetta draumahögg allra kylfinga. Þetta er í fyrsta sinni, sem Jón slær holu í höggi, en hann mun vera einn elzti kylfingur landsins og leikið golf í fjöldamörg ár, og er því sjálfsagt búrnn að slá, golfboltann tugþúsunda sinnum, en aldrei komið honum niður í hol- un fyrr, í einu höggi. f „prniktakeppninmi" á laugar- dagitm urðu úrslit þau að sigur- vegari varð Konráð Bjarnason 80 hogg (37 punkta). Annar varð Krisönn Bergþórsson rneð 85 högg (34 punkta), og þriðji Hreinn Jóhanmsson með 87 högg (33 punkta). TIMINN WtHkJUBAGUR 22. september 1930. Mörkin jafn léleg og leikurinn, er Fram sigraði KR í 1. deild 2:0 Aumur kveðjuleikur meistaranna töpuðu fyrir Vestmannaeyingum 3:0 og vóru heppnir að tapa ekki stærra Heldur var kve'ðjuleikur hinna nýbökuðn íslandsmeistara frá Akra nesi í í 1. deildinni í ár, aumur. Sú athöfn fór fram í Vestmanna- eyjiun, og henni lauk með hreinni niðurlægingu fyrir meistarana, því Eyjamenn sigruðu þá 3:0, og var sá sigur allt af lítill miðað við tækifæri, en 6—7:1 öllu nær lagi. Þetta var tvímælalaust bezti leik ur ÍBV í ár. Þeir léku mjög vel saman, og voru meirstaramir eins og lömb í höndunum á þeim frá upphafi leiks til síðustu mínútu. Þeir áttu hvert tækifærið á fæt ur öðru, og þegar á 5. mín. leiks- ins skoruðu þeir fyrsta markið. Sævar Tryggvason átti fast skot að marki, en Einar markvörður ÍA hélt ekki knettinum, og Óskar Valtýsson, sem fylgdi vel eftir skoraði. Um miðjan hálfi'eikinn skoraði svo Haraldur ,,gullskalili“ Júlíus- son awnað mark ÍBV, og þá með hreinum „gullskalla“ sem var gjör semlega óverjandi fyrir Einar markvörð. í síðari hálfleik slógu Eyja- menn ekkert af, og hvert upp- hlaupið af öðru dundj yfir Skaga- menn, en erfiðlega gekk að koma knettinum í netið. Um miðjan hálffleikinn tókst það þó er Sig- mar Pálmason skaut föstu skoti, sem markvörðurinn réði ekki við. Þetta urðu lokatölur leiksins, en miðað við tækifæri hefðu mörk in átt að vera a. m. k. þrjú til \’iðbótar hjá Eyjamönnum. Tæki- færi Skagamanna voru engin fyr- ir utan eina vítaspyrnu, sem þeir fengu, en hana fengu þeir að tví- taka. í fvrra skiptið varði -Páll Pálmason auðveldlega, en mun hafa hreyft sig, svo dómarinn lét endurtaka spyrnuna, en þá fór skotið framhjá. Þetta var eina verulega tækifæri þeirx-a í leiknum, og urðu Eyja- skeggjar fyrir miklum vonbrigðum með þá, því þeir fjölmenntu á völlinn til að sjá þá leika þá knatt spyi’nu, sem fært hefur þeim tit- ilinn, en hún sást ekki. Þeir urðu þó ekki fyrir von- brigiðum með sína menn, því þeir léku eins og meistarar eiga að gera, hratt — jafnt — og yfirveg- að. Þeir Óskar, Sævar og Har- aldur voru allir mjög góðir, en það má raunar segja um alla leik- menn ÍBV, þótt þessir hafi boi’ið nokkuð af. Hjá Skagamönnum var Eyleif- ur einna virkastur, en hann lá allt of fi-amarlega til að geta byggt upp þann samleik, sem hann er þekktur fyrir. Dómari í þessixm leik var Bald- ur Þórðarson, og skilaði sínu hlutverki með sóma. Venjuleg sjón í leiknum milli ÍBV og ÍA í f. déild'í Vestmannaeyjum. Haraldur Júlíusson ÍBV kommn fram- hjá Einari Guðleifssyni markverði ÍA, eri í þetta sinn hitti hann ekki mannlaust markiS. mmm III ÍÞRÓTTIR Völsungur féll kklp—Reykjavflc. Einn íeikur fór fram í 2. deild í knattspyrnu nú um helgina. FH lék við Völsung frá Húsavík i Hafnarfirði og sigraði í leiknum 3:0. Fyrri hálffleikurinn var jafn og í hálfleik var staðan 0:0 en í síð- ari hálfleik skoruðu FH-ingar þrjú mörk Helgi Ragnarsson, Við- ar Halldói’sson og Dýri Guðmunds- son. Með þessu tapi eru Völsungar fallnir i 3. deild, nema að kær- xxr, sem borizt hafa á FH verði dæmdar FH i óhag. í kvöld fer fram einn leikur í 2. deild, FH leikur við Þrótt í Hafnarfirði og hefst leikurinn kl. 18.00. Einhver leiðinlegasta lognxnolla, sem fi’am hefur farið í 1. deildar- keppninni í knattspyrnu í ár, var leikur KR og Fram á Melavellin- um á laugardaginn, en honum lauk með 2:0 sigri Fram, og voru mörk in bæði jafn ómei’kileg og leik- Urinn. „Firmakeppnisleikur er betri en þetta“ sagði einn ároifend- anna uim leið og hann yfirgaf Melavöllinn í miðjum leik, og ] hafði hann rétt að mæla. Flestum ef ekki öllum hundleiddist 'leikur- inn, og þá lílklega leikmönnum beggja liðanna mest, því að þeir gerðu varla nokkuð af viti, nema að þvælast hver fyrir öðrum og j þá helst á miðjunni, en þar fór „knattspyrnan“ að mestu fram. Að vísu barst knötturinn einstaka sinnum að vítateigi, en þáð var fátt sem þar skeði markvert. Þegar rétt rúmur hálftími var liðinn af leiknum áttu Framar- ar meinlaust skot í átt að marki. Magnús markvörður KR kom út í vítateiginn til að taka upp knött inn. en þá bar þar að Gunnar Gunnarsson einn vai’nai’nxann KR, og af sinni alkxinnu lipurð spyrnti hann knettinum úr höndum Magn úsar og til Ásgeirs Elíassonar sem átti greiðan aðgang að mannlausu KR markinu. Þetta var þáð eina iparkvérða sem skeði í fyrri hálfleik, og í þeim síðari var atburðarrásin álíka. Það fyrsta sem vakti áhorfend- ur af dvalanum skeði á 10. mín.. er Baldvin Baldvinsson komst einn inn fyrir Fram-vörnina og lék á Þorbei'g markvörð, en hann gerði sér lítið fyrir og kastaði sér á báðar fætur hans og felldi hann um koll. AUir bjuggust, við víta- spyrnudómi, en hinn óöryggi og óútreiknanlegi dómari leiksins, sleppti þeim dómi, eins og svo mörg öðrum. Það næsta mai’kverða sem skeði í leiknum var á 27. mín., er Ellert Schram, sem nú lék aftur með KR var að gaufa með knöttinn á sín- um vallarhelming, er Kristinn Jör undsson miðherji Fram kom þar að og hirti hann af honum, og skoraði síðara mark Fram. Þetta var allt og sumt, sem skeði j leiknum að tmdanskildu einu góðu tækfæri, seini Ásgeir Elíasson átti. Samleikurinn var ekki í hávegum hafður í hvorugu liðinu. Það voru helst þeir Baldur Scheving og Jóhannes Atlason, sem eitthvað reyndu í þá áttina hjá Fram og Ellert Schram hjá KR, en heldur var það allt af skornum skammti. Dómari í þessum leik var Þor- steinn Eyjólfsson frá Vestmanna- eyjum. Hann hafði lítil tök á leikn um, og breytti dómum sínum hvað eftir annað. BIKARKEPPNIN: ÞRÓTTUR KOMST I 2:0 EN TAPAÐI SAMT 6:2 klp—Rcykjavík. Þrír leikir fóru fram í undan- keppni bikarkeppninuar í knatt- spyrnu um helgina. Á Melavell- inum léku Þróttur og Ármann í 2. umferð Suðui’landsriðils. Þrótt arar voru nijög frískir til að byrja með og komust í 2:0 og voru ná- lægt því að bæta þriðja markinu við. En er á lcið þvarr allur Þrótt ur hjá þcixn, og Ármcnningar tóku vfirhöndina og skoruðu sex mörk í röð, og sigruðu því 6:2. í Kópavogi léku i 3. umferð Breiðablik og Selfoss. Leikurinn álti að fara fram rétt eftir hádegi, en Selfyssingar fóru frarn á að honum yrði frestað þar til kl. 18.00 vegna þess að nokkrir leik- rnenn þeiira voru að vinna við bilun, sem varð á rafmagni til þorpsins, og varð mótanefr.din við þeirri ósk. Leikurinn hófst því kl. 18.00, en það var heldur seint, því að úrslit fengust ekki í leiknum. Efor venjulegan leiktíma varð að frsm iTamhald á 11. síðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.